Myndirnar sem við sáum voru misgóðar.
By Modern Measure:
Við misstum af byrjuninni af þessari frönsku mynd þannig að þetta var alveg pínu ruglingslegt. Þegar ég kom inn í myndina var verið að tala um Doritos og Taco Bell og ég skildi ekki neitt. En svo las ég um að myndin er um strák og stelpu útí USA sem hittast af tilviljun á Taco Bell og fara að hanga saman (veit ekki hversu lengi). Já..alveg krúttleg mynd..
Count Backwards from Five:
Já…annað hvort er ég bara ofur-treg eða þessi mynd var ekki um neitt!! Í byrjun reyndi ég virkilega að fylgjast með en svo datt ég svo oft út...svo voru líka öll samtölin í myndinni í gegnum síma og mjög óskýr og ég skildi ekki neitt, þótt að hún væri á ensku. Svo virtist líka sem að sá sem væri að taka upp væri bara að taka af einhverjum random hlutum. Ég las um myndina eftir á og þá stóð að þetta væri myndræn könnun á gjafmildi og fíkn..way2go að koma því til skila…nei!! Þetta fattaði ég allavega ekki!! ;)
Because Washington is a Place For Ugly People:
Þegar ég heyrði fyrst titillinn á þessari mynd hélt ég að hún yrði skemmtilegt, en ég varð alveg fyrir vonbrigðum. Myndin er gagnrýni á bandarísk stjórnvöld held ég og allt í lagi með það, en ég fílaði ekki alveg þetta action-figure dæmi í myndinni. Svo líka var gæjinn sem talaði inn á svo æstur að ég skildi eiginlega ekkert hvað hann var að segja..en þá komum við bara enn og aftur að því að kannski skil ég bara ekkert ensku..!?! Ég get samt ímyndað mér vissa týpu af strákum sem finnst þessi mynd snilld…það er gott að fólk hefur mismunandi skoðanir..
I am Gay:
Sænsk mynd um ungan karlmann sem er hommi og er kominn út úr skápnum fyrir öllum nema fjölskyldu sinni (mömmu, pabba og bróður). Hann á kærasta og langar mikið að koma út fyrir fjölskyldu sinni. Hann fer til foreldra sinna í mat og alla myndina reynir hann að segja þeim kynhneigð sína. Hann ímyndar sér það hvernig þau myndu taka því, bæði illa og vel. Hann nær samt ekki að mana sig upp í þetta í endann og ákveður að bíða í nokkur ár til viðbótar, sem er mjög pirrandi af því að alla myndina er maður látin halda að nú segi hann “jag ar bög” (ísl. Ég er hommi).
Mér fannst áhugavert að aðalpersónan segir ekki neitt alla myndina, við heyrum bara í honum í gegnum hugsanir hans. Fín mynd og alveg ágætlega fyndin
Adventure og B&M: The Boss:
Jahá…hvað skrifar maður um svona mynd? Teiknimynd um eistu sem eru vinir og typpið er The boss…nokkuð steikt mynd og alveg fyndin. Kannski ekki mikið að segja um hana, þar sem að hún var mjög stutt. En hann Mike Blum (gæjinn sem gerði myndina) má nú alveg eiga það að hann er nú alveg frumlegur (og kannski pínu dirty minded?).
Missing:
Frönsk mynd um konu sem fær símtal um að maðurinn hennar, Bernard sé týndur þótt hann standi við hliðiná henni. Eftir að Bernard er tilkynntur týndur virðist enginn taka eftir honum, hann er samt ekki ósýnilegur heldur virðist bara enginn virða hann viðlits. Hann er auglýstur missing út um allt og fer af stað alls herjar leit af honum sem hann sjálfur tekur meira að segja þátt í. Mikill pirringur er komin í Bernard í lok myndar og reynir hann að gera allt til að láta sig finnast, hann setur á svið mannrán en enginn trúir honum. Hann “finnst” í lok myndar og lífið gengur aftur sinn vanagang. Myndin var alveg hreint ágætis skemmtun.
Like Father Like Death:
Sænsk mynd um mann sem er samkynhneigður og yfirgaf fjölskyldu sína fyrir mörgum árum og er núna að reyna að bæta samband sitt við son sinn. Sonur hans samt hatar hann og hleypir honum alls ekki að sér og í lokin skýtur hann pabba sinn í bíói. Pabbinn fékk alla mína samúð, eina sem hann vildi var að sonur hans myndi sjá hlutina út frá hans sjónarhorni.. En svona er lífið..Umhverfið í myndinni var ofur plein og það gerði myndina pínu dull þar sem að söguþráðurinn var ekki beint mjög spennandi.
Drake:
Mjög töff og frumleg mynd. Við sjáum ekkert nema skuggamyndir af fjölskyldu, konu sem er ólétt, manni og barninu þeirra. Maðurinn er að reyna að ná þeim öllum saman á mynd og stillir myndavélina á timer. Fyrst er mjög fyndið hvernig það klúðrast alltaf, en svo í endann fer hann að lemja konuna sína og endar hún þannig að hún keyrir í burtu með barnið.
Laura in Action:
Dönsk mynd um tvær stelpur sem eru báðar að reyna að gefa út teiknimyndasögur. En önnur er miklu betri en hin að semja. Frekar hallærislegt í endann þegar Laura er allt í einu búin að setja á sig varalit og kinnalit og lítur á hina gelluna með ógnandi augnráði og fer svo að klifra utan á byggingunni eins og ofurhetju-gjéllan hennar. Pínu tæp mynd…
Breadmakers:
Ég veit ekki alveg, hef mjög takmarkaðan áhuga á brauðgerð og þess vegna fannst mér ekkert alltof áhugavert að horfa á folk fletja út deig, taka brauð úr ofninum og setja brauð í poka í heilar 10 mínútur enda var ég alveg farin að dotta í endann. En eflaust mynd sem einhverjir hafa gaman af… Kannski bakarar?? ;)
Ég veit ekki alveg, hef mjög takmarkaðan áhuga á brauðgerð og þess vegna fannst mér ekkert alltof áhugavert að horfa á folk fletja út deig, taka brauð úr ofninum og setja brauð í poka í heilar 10 mínútur enda var ég alveg farin að dotta í endann. En eflaust mynd sem einhverjir hafa gaman af… Kannski bakarar?? ;)