Thursday, April 30, 2009

Síðasta bloggið !!!



The shawshank redemption

Jæja...seinasti séns til að blogga (að eilífu) og ég ætla að nýta mér tækifærið og blogga um mynd sem ég sá fyrir einhverjum vikum.
Myndin er frá 1994 og byggð á smásögu eftir Stephen King og gerist að mestu leyti í Shawshank fangelsinu í Maine fylki í Bandaríkjunum yfir 2-3 áratugi. Segir frá Andy Dufresne bankastarfsmanni sem er dæmdur fyrir morðið á eiginkonu og elskhuga hennar. Við fáum þau skýru skilaboð strax að Andy sé saklaus af þessu ódæðisverki.
Þegar Andy kemur í fangelsið hittir hann m.a. Red sem er lífstíðarfangi og aðalareddari í fangeslinu og tekst með þeim vinátta. Red hafði í byrjun litla trú á Andy en smám saman áttar hann sig á að það er mikið spunnið í Andy. Andy kemur sér í þá stöðu að sjá um skattamál ýmissa fanga og fangavarða og alfarið fjármál fangelsisstjórans sem er algjör “s.o.b”. eins og fangelsisstjórar í öllum fangelsismyndum. Það er farið illa með Andy en hann á síðasta orðið. Í ljós kemur að hann hefur í tuttugu ár verið að grafa göng með litlum hamri og skeið inni í klefanum sínum án þess að nokkur vissi og einn góðan veðurdag lætur hann til skarar skríða og lætur sig hverfa. Hann er búinn að koma því þannig fyrir að hann getur tekið út af reikningum fangelsisstjórans stórar fjárhæðir og um leið búinn að koma því þannig fyrir að pottþéttar sannanir eru fyrir fjármálasvindi hjá fangelsisstjóranum og hann grípur til þess ráðs að fremja sjálfsmorð. En Andy lætur draum sem hann hefur sagt Red frá rætast um að setjast að við Kyrrahafsströnd Mexico og hefur komið því þannig fyrir að þegar Red losnar úr fangelsi skömmu eftir að Andy er flúinn á hann peninga til þess að komast til Mehíkó! og hitta vin sinn og er endirinn einstaklega hjartnæmur og sýnir vel hversu sterk vinátta þeirra var og sönn.

Þetta er verulega sterk mynd, vel leikin af Tim Robbins og Morgan Freeman sem Andy og Red og reyndar standa flestir leikarar sig vel. Það virkar mjög vel í þessari mynd að hafa Morgan Freeman sem sögumann cuz his voice is cool! Þetta er mynd sem maður sér oft á ýmsum topp 100 listum yfir bestu myndir allra tíma m.a. nr. 1 af 250 myndum á IMDB en þetta er náttúrulega “mainstream” mynd.
Í þessu tilfelli eru góðir gæjar (fangarnir) og vondir kallar (fangaverðir). Er einhver message í myndinni eða er hún pointless?
Nú eins og Andy segir “Fear can hold you prisoner. Hope can set you free” (Nei ég mundi þetta ekki, heldur sá þetta á netinu). Hann gaf aldrei upp vonina sem er náttúrulega það auðveldasta í fangelsi með lífstíðardóm á þér. Ein magnaðasta setning myndarinnar er líka “Get busy living, or get busy dying”. Hann hafði líka þau áhrif á Red að þegar hann losnaði út þá náði hann sér út úr vonleysinu sem heltist yfir þennan fanga, sem hafði setið inni í 30 ár +, þegar hann kom út í samfélagið og varð skíthræddur þar sem hann var búinn að gleyma hvernig ætti að lifa nema innan veggja fangelsins. Eins og í myndinni er sýnt þegar gaurinn sem sá um bókasafnið í fangelsinu var sleppt út eftir 40 + ár. Hann kunni ekki lengur að lifa í venjulegu samfélagi og vildi bara fara “heim” aftur þar sem hann kunni á hlutina. Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei pælt í því hvernig föngum líður eftir svona langan tíma í fangelsi og svo að koma út og vera aftur meðal fólks og vera sjálfstæður. Í þessu atriði virkilega fann maður að þetta var erfitt fyrir hann og sýnir það kannski líka að þetta sé mjög góð mynd fyrst að innlifunin var svona mikil.

Mér fannst samtölin góð í myndinni og djúp líka...og söguþráðurinn var það áhugaverður að þótt að hún sé löng (140mín) þá leiðist þér ekki. Ég mæli með þessari fyrir þá sem hafa gaman að smá fanga-thriller !!

Bæ ! :D

Sunday, April 19, 2009

Kvikmyndagerð 2008-2009



Kvikmyndagerð 2008-2009

Ég valdi kvikmyndagerð af því að mér fannst það hljóma áhugavert og öðruvísi heldur en öll þessi þurru bóklegu fög í MR og einnig að hin val fögin höfðuðu bara engan veginn til mín. En ég var svo sem ekkert með einhverjar miklar væntingar til fagsins. Ég hafði alveg í byrjun 5. bekkjar ákveðið að taka þetta fag og ég sé ekkert eftir því.


Í byrjun námskeiðs byrjaði Siggi Palli á að láta okkur gera maraþonmynd þar sem við þurftum að klippa í myndavélinni, en ekki í klippitölvunni. En það var mjög gaman að gera þá mynd, en eins og Jóhanna segir í sínu bloggi þá hafði maður aldrei nægan tíma til að gera myndina eins og maður hefði viljað og leggja meiri vinnu í þær, en það á líka við um allar hinar myndirnar. Það er alltaf erfitt að finna dag þar sem allir komast og allir hafa nægan tíma. En síðan áttum við að gera heimildarmynd í nóvember minnir mig og man ég að hópurinn sem ég var í var kominn með fullt af hugmyndum, en einhvern veginn varð aldrei neitt úr því að taka upp og var það eitthvað klúður. En við gerðum í staðinn auglýsingu í janúar eða febrúar, man ekki hvort og þar er það sama hægt að segja um hana að við hefðum viljað eyða meiri tíma í hana, ef hann hefði verið til staðar. Síðasta myndin var síðan lokaverkefnið sem við gerðum um Engilbert Svarfdal. Já, það er svo sannarlega gaman að þessum stuttmyndum.
En svo að ég vitni nú aftur í það sem Jóhanna skrifar um í blogginu sínu þá er ég mjög sammála henni um að það var gott að við vorum skylduð til að fara á kvikmyndahátíðir. En þegar ég keypti passann minn á RIFF þá vissi ég ekkert hvað ég var að koma mér út í og veit núna í raun ekkert af hverju ég keypti mér passann. En síðan þegar ég fékk dagskrána í hendurnar þá áttaði ég mig á því að það voru bara fullt af myndum sem mig langaði að sjá og var ég bara nokkuð dugleg, finnst mér, að fara í bíó og höfum við Birta meira að segja ákveðið að fara aftur í haust saman :)

Stemningin sem fylgir Riff var svo mikil og ég held ég hafi alveg verið óþolandi á tímabili þegar ég var að reyna að koma vinkonum mínum í bíó, sem höfðu eiginlega engan áhuga á þessu. Ég tók eftir því á RIFF að ég hafði mjög gaman að sjá heimildarmyndir og fannst mér þær oftast áhugaverðari og skemmtilegri en leiknar, nei ég segi svona..þetta er bæði skemmtilegt. Ég fór samt bara einu sinni á kvikmyndahátíðina Shorts&Docs og sá margar mjög stuttar stuttmyndir í einu og skemmti ég mér bara nokkuð vel og sé eftir því að hafa ekki séð meira á þessari hátíð. Þannig að takk Siggi Palli fyrir að hafa opnað augu mín fyrir kvikmyndahátíðum og ég veit að ég mun pottþétt fá mér passa á Riff í haust :)



Ég ætla samt ekkert að fara og ljúga og segja að ég kunni eitthvað á myndavélina núna eða kunni eitthvað að klippa núna. En ég skal þó segja að þegar við fengum klippitölvuna í nóvember eða e-ð og áttum að klippa þetta frábæra, vel leikna og epíska kokka atriði í Final Cut þá get ég ekki sagt að ég hafi eitthvað lært að klippa,en ég áttaði mig þó á því að það er mikið mál, þarf mikla nákvæmni og það þarf að vera þolinmóður (sem er ekki eiginleiki sem guð gaf mér) til þess að klippa. Þannig að með þessu verkefni varð mér ljóst að Final Cut er flókið forrit og klippara starfið er erfitt.
Það sem var mjög skemmtilegt við námskeiðið (fyrir utan allt þetta sem ég taldi upp að ofan) var að fara á íslenska mynd í bíó og fá svo leikstjóra í heimsókn, það hleypti manni einhvern veginn nær myndunum og já maður fékk betri innsýn inn í íslenskan kvikmyndaheim.
Fyrir prófið í gær var ég að tala við Birtu og hún kom með góða hugmynd og sagði að það hefði verið betra að hafa skyndipróf allavega einu sinni í þessu námskeiði og þar er ég alveg 100% sammála henni. Ég held að það sé mjög góð hugmynd og finnst mér að þú, Siggi Palli ættir að bæta því inn í, alveg tvímælalaust til að auðvelda þetta fyrir næstu krakka. Það hefði verið gott að taka allavega eitt próf af því að þá hefði maður kannski ekki fengið svona mikið tilfinninguna eins og maður kunni ekki neitt nokkrum dögum fyrir stúdentspróf og líka þá gæti maður fengið að æfa sig á þessu sem gilti síðan 40% í stúdentsprófinu, eða ekki kannski æfa sig en svona gera það og fá betri skilning á því. Ég veit að við gerðum svona svipað verkefni einu sinni í tíma með A Piece of Apple Pie, en málið er að við vissum síðan ekkert hvað var rétt og hvað var rangt eftir á.
En jæja..þá fannst mér föstudagstíminn eftir skóla mjög óhentugur, kannski af því að fyrir áramót þurfti ég alltaf að vera mætt á æfingu í Hfj kl. 5 en ég veit að það er ekki kennarinn sem velur þessa tíma og val fög eru alltaf annað hvort á morgnana eða eftir skóla þannig að það nær ekki lengra. En sumar myndirnar sem voru sýndar...úff...veit ekki alveg með þær. Ég veit að “pointið” með þessum föstudagstímum er að sýna myndir sem við myndum aldrei sjá annars, en guð minn almáttugur Hitler myndin= bæjj og Man bites Dog, úff, ég bara hata svona myndir sem sýna endalaust af miskunnarlausum morðum og á ég mjög erfitt með að horfa á þannig myndir og fannst mér hún bara ekkert sniðug. Þetta voru allvega tvær myndir sem mér finnst að mættu alveg sleppa því að vera settar í DVD eða vídjó tæki aftur.
Já að lokum líka, að blogga um myndir er frábær hugmynd, ég vissi ekki að það gæti verið svona gaman að blogga marR! En þannig er það bara og hver veit nema ég fái bara að halda plássi á þessari síðu þótt ég sé hætt í MR ? Hehehe djók !!
En jæja..þá held ég að þetta sé bara orðið alveg ágætlega langt hjá mér og ég er bara mjög fegin að ég hafi valið þetta fag, það er miklu meira jákvætt við það heldur en neikvætt og eru það mjög góðar fréttir og svo hef ég líka bara skemmt mér helvíti vel í því. Tíhí !!

Sunday, April 5, 2009

Knowingknowingknowing

KNOWING !

Ég sé að það eru allir að blogga á fullu núna til að reyna að ná sem flestum stigum fyrir mánuðinn. Ég ætla ekki að vera neitt öðruvísi og því ætla ég að reyna að blogga um myndina sem ég sá í bíó um daginn, sem var Know1ng. Ég hafði séð hana auglýsta fyrir stuttu og langaði einhverra hluta vegna að sjá hana af því að mér fannst hún virka pínu spennandi. Og þar hafði ég nú alveg smá rétt fyrir mér.

Byrjunaratriðið í myndinni gerist 1959 í grunnskóla og þar sjáum við litla krakka sem eiga að teikna mynd eins og þeir halda að framtíðin verði og svo setja þau myndina í “time-capsule” og svo eftir 50 ár verður þetta tekið upp og skoðað. En við fylgjumst mikið með lítilli drungalegri dökkhærðri stelpu, Lucindu sem virðist vera að heyra raddir og virðist vera mjög mikið út af fyrir sig. Þegar þau byrja öll að teikna þá sjáum við krakka teikna týpíska hluti eins og geimför og hluti í þannig dúr. En Lucinda teiknar ekki, heldur fyllir hún allt blaðið af tölum.
Ok þetta er auðvitað eitthvað sem ég held að myndi ekki gerast í alvörunni af því að grunnskólar myndu örugglega ekkert vera að eyða peningunum sínum í eitthvað geðveikt pro-“time-capsule” en allavega var þetta samt gott atriði og góð byrjun á myndinni og stundum verður maður bara ekki að pæla í svona hlutum ef að njóta á myndarinnar.
En síðan kemur 50 árum síðar og þá sjáum við Nicholas Cage, sem leikur John og lítinn krakka sem er sonur hans og þeir eru að fara í skólann og þar á að taka upp tímahylkið. Þegar hylkið er tekið upp úr jörðinni þá er öllum krökkunum rétt ein mynd og auðvitað fær sonur hans Johns “myndina” sem Lucinda gerði með öllum tölunum. Hann tekur hana með sér heim, þótt hann megi það ekki og heldur kannski að þetta þýði eitthvað. Seinna um kvöldið fer John að pæla aðeins í þessu og kemst þá að þeim stórmerkilega hlut að tölurnar eru dagsetningar á öllum stórslysum/hryðjuverkum síðustu 50 árin og samkvæmt blaðinu þá ætti 81 manneskja að farast í einhverju slysi á morgun. John veit ekki hvað hann á að gera og fer með myndina í vinnuna, en hann vinnur sem prófessor í háskóla, og sýnir vini sínum myndina og útskýrir fyrir honum. Vinur hans á auðvitað erfitt með að trúa þessu og heldur jafnvel að þetta sé bara tilviljanir. En John getur ekki gleymt þessu og líður eins og hann sé eitthvað “chosen” til þess að stöðva stórslys í framtíðinni. Þegar það kemur að deginum þar sem 81 manneskja á að deyja í slysi þá er John fastur í umferð og hann er með GPS tæki í bílnum sínum og hann sér að tölurnar sem tákna “location” passa við tölurnar sem eru á eftir dagsetningunni á blaðinu og fattar hann þá að hann er meira að segja með staðsetninguna á slysum. Til að gera langa sögu stuttu þá er hann staddur þar sem þetta næsta slys á að gerast og það hrapar flugvél rétt hjá honum. Það var mjög flott atriði!!
John reynir að hafa samband við Lucindu, en kemst að því að hún er löngu dáin, svo hann ákveður að hafa samband við dóttur hennar sem er á hans aldri. Hann reynir að útskýra fyrir henni hvað er að gerast og hún heldur fyrst að hann sé bara einhver crazy person, en síðar í myndinni áttar hún sig á því að hann gæti haft rétt fyrir sér. Hún sagði honum að mamma hennar hefði aldrei verið eðlileg og alltaf sagt að hún myndi deyja 19.október. En á blaðinu leit sú dagsetning út svona: 19102008EE, frekar nett já..en þau gátu ekki áttað sig á því hvað EE átti að tákna og af hverju það var engin tala á hversu margir myndu deyja..en þau fatta síðar að EE táknar Everyone Else, þ.e.a.s heimsendir!! Ég nenni ekki að fara í meiri smáatriði, en síðan eftir að þau uppgötva þetta þá reyna þau að flýja því 19.október nálgast óðum. En það getur enginn flúið heimsendi.

En já yfir heildina litið þá fannst mér þetta góð mynd og spennandi.
Endirinn, sem ég ætla ekki að segja frá almennilega hérna var samt frekar tæpur og var myndin komin út í mjög yfirnáttúrulega hluti þar.
En slysin sem sýnd voru í myndinni voru vel gerð og lét manni líða eins og maður væri á staðnum.
Úff..gjéllís greinilega ekki í blogg-stuði núna!

Peace out !

Sunday, March 29, 2009

Cutting Edge..

Hæ! Ég ætla að henda inn hérna tveimur bloggum!
Hope u enjoy..


Cutting Edge !

Myndin sem Siggi Palli sýndi á einn góðann föstudag var Cutting Edge. Myndin segir frá klippingu í bíómyndum og hversu mikilvæg klipping er og hversu miklu hún getur breytt.
Myndin einkenndist af viðtölum við hina og þessa leikstjóra sem hafa leikstýrt frægum klassískum myndum, eins og Matrix, xXx, Kill Bill, Star Wars og fl.. Ég hef ekki séð margar af þessum myndum sem nefndar voru, en ég veit auðvitað hverjar þær eru. ;) Síðan voru teknir á tal klipparar og ég verð að viðurkenna að áður fyrr þá vissi ég mjög takmarkað um starf klippara og áður en ég byrjaði í þessu fagi vissi ég ekki neitt! En nú er ég aðeins fróðari um þetta starf. Það sem var áhugavert var að klippari hefur mjög mikil völd og ræður mjög miklu um hvernig lokaútgáfa myndarinnar verður. Hann vinnur einnig mjög náið með leikstjóranum og mig minnir að Quintin Tarantino og Sally Menke, sem klippti Pulp Fiction unnu saman mjög náið í 8 mánuði og segir það okkur að þetta er mikil þolinmæðisvinna. Ok man ekki hvað pointið mitt var þarna..en ok...
Það var áhugavert að sjá Walter Murch við störf og er hann augljóslega mikill sérvitringur og mikill nákvæmnismaður, enda er það eitthvað sem þú þarft að vera til að klippa heila bíómynd. Eins og það að hann hafi þurft að pæla í hverju einasta smáatriði sem var að gerast í einhverju skoti sem hann var að klippa. Mig minnir líka að hann hafi sagt að hann fari aldrei “on set” þar sem verið er að taka um bíómyndina og það er mjög áhugavert.
Og eins og ég og Birta töluðum um eftir myndina þá fannst okkur áhugavert að þetta starf hafi upphaflega verið konu-starf og litið á það eins og að prjóna og sauma og e-ð. En í dag held ég að þetta sé álitið meira karlmanns-starf þótt að auðvitað séu einhverjar konur að klippa í dag. Og mér finnst mjög skrýtið að t.d. kona hafi klippt Pulp Fiction, ég veit ekki einu sinni af hverju mér finnst það skrýtið..en það hlýtur að segja manni að þetta starf sé aðallega tengt við menn. En já yfir heildina séð þá var þessi mynd alveg mjög fræðandi og held ég að mjög fáir viti eitthvað um klippara starfið og þessi mynd alveg mjög tilvalin til að fræða fólk um þetta starf, sem hefur alltaf verið svolítið leyndardómsfullt og almenningur veit mjög takmarkað um.
Jæja veit ekki hvað ég get meira sagt um þessa mynd so that´s it !









Educating Rita
Þessa mynd sá ég eitt gott kvöld með foreldrum mínum. Þetta er ekki venjulega myndin sem ég hefði valið, en pabbi valdi hana og sagði að hún væri góð, þannig að ég ákvað að horfa á hana með þeim. Gaman að því.
Myndin er frá árinu 1983 og með aðalhlutverk fara Michael Caine og Julie Walters. Myndin var á sínum tíma tilnefnd til 5 óskarsverðalauna og vann einhver BAFTA verðalun. En ég ætla að reyna að segja frá því í stuttu máli um hvað myndin fjallar.
Susan (Julie Walters) eða Rita eins og hún vill láta kalla sig er 26 ára og er hárgreiðsludama. Hún er búin að vera gift í 6 ár Denny og honum finnst eðlilegast að þau eigi að fara að eignast barn og pressar mikið á Ritu að koma barni í heiminn. Rita hefur aldrei hlotið neina menntun og vill gera eitthvað í því og fer því í “Open University” og fer í einkakennslu hjá Dr. Frank Bryant (leikinn af Michael Caine). Hann kennir enskar bókmenntir og umgengst bara menntafólk sem talar ekki um annað en myndhverfingar og ljóð eftir John Milton. Honum finnst sopinn kannski aðeins of góður og á oft erfitt með að temja sig þegar viský er nálægt. En þegar hann kynnist Ritu, í sínum litskrúðugu fötum, með sinn “low-class” hreim og með önnur svör heldur en nemendur hans í skólanum þá fer hann að sjá menntun í öðru ljósi. Það sem Rita vill er að geta lært, geta lesið erfitt ljóð og túlkað það og geta skilið það eins og hinir nemendurnir hans.
Það gengur erfiðlega hjá Ritu fyrst og vill Denny ekki að hún læri, og þá sérstaklega ekki heima. Þegar Denny kemst síðan að því að eftir að Rita hafi sagst ekki vera á pillunni í 6 mánuði þá var hún samt á henni og þess vegna varð hún aldrei ólétt þá vill Denny annað hvort að hún hætti í náminu og verði ólétt eða að þau skilji. Rita kýs seinni valkostinn af því að hana langar ekki í barn á þessum tímapunkti í lífinu, hún vill einbeita sér að sjálfri sér, hana langar til að breytast.
Eftir að hafa kennt Ritu í einhvern tíma þá fara þau að eyða miklum tíma saman og þegar Rita fer í sumarskóla eitthvert annað þá skrifar hún honum bréf á hverjum degi. En þegar hún kemur heim úr sumarskólanum þá finnur Frank fyrir því að hún hafi lært mjög mikið og finnst honum eins og hann geti ekki kennt henni eins og áður. Og með tímanum sem líður þá fjarlægist hún hann og líf hennar fer upp á við en hans niður á við.



Í lok myndar er hún orðin svipuð nemendunum sem hann kennir og markmiði hennar náð, hún kann að túlka erfið ljóð og kann öll réttu svörinn, hún hefur s.s. breyst mjög mikið og Frank saknar þess að hún sé ekki eins og hún var fyrst, en hún segist hafa viljað breytast og það gerði hún.
Það sem mér fannst gott við þessa mynd er að alla myndina hélt ég að þau myndi eiga í ástarsambandi, en það gerðist aldrei og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með það og ég held að í flestum myndum í dag myndu þau eiga í sambandi. Mér finnst líka Julie Walters vera mjög mjög góð leikkona og ég elska hreiminn hennar í þessari mynd og karakterinn hennar hún setti sér markmið og stóðst það. :D

En já alveg ágæt mynd, frekar hæg en lætur mann samt ekki leiðast, sem er alltaf kostur.


Peace out, Íris xoxo

Saturday, March 21, 2009

Hors de Prix



Hors de prix

Jæja..þar sem að það er mjög langt síðan að ég hef séð einhverja góða bíómynd(fyrir utan John Tucker must die sem ég sá um daginn;)) , og það er líka eilífð síðan ég fór í bíó...þá datt mér samt í hug að blogga aðeins um þessa mynd. En bloggið mitt er samt búið að vera mjög fátæklegt síðustu vikur..en ok..

Hors de prix er frönsk mynd frá árinu 2006 með Audrey Tautou í aðalhlutverki.
Ég ætla ekki að fara að rekja söguþráðinn hérna, eins og ég geri svo oft heldur bara segja smá um hvað myndin fjallar.
Audrey Tautou leikur unga konu, Iréne, sem deitar bara mjög mjög ríka gaura og fer á milli þeirra í þeirri von að einhver þeirra vilji giftast henni og á meðan hún deitar þá þá reynir hún að ná sem mestu úr þeim. Fær peninga frá þeim til þess að kaupa sér hátískuföt og borðar bara dýrasta matinn á veitingastöðum og býr eiginlega bara á mismunandi hótelum, ókeypis. Hún kynnist Jean, barþjóni á hóteli. Hann lýgur því fyrst að hann sé ríkur en síðan kemst hún að því að hann er bara barþjónn og á enga peninga, og það er ekki nógu gott fyrir hana. En auðvitað, eins og í öllum góðum bíómyndum og lífinu sjálfu þá fer hún að falla fyrir honum sem líður á myndina. En hún er svo þrjósk og vill svo mikið eiga mikið af peningum að hún þykist ekki finna neitt til hans í langan tíma. En Jean gefst ekki upp og er tilbúinn til að gera allt fyrir hana. Í endann áttar hún sig síðan á því að hún vilji vera með honum, en hún áttar sig ekki á því á neinn væminn og dramatískan hátt, heldur bara mjög rómantískan og franskan hátt...?!? já ??

Það var eitthvað við þessa mynd sem gerði það að verkum að ég skipti ekki um stöð þegar ég rakst óvart á þessa mynd á RÚV eitt gott sunnudagskvöld, en ég missti reyndar af byrjuninni. Þó að það sé enginn svakalegur söguþráður og ekki mikli spenna í myndinni þá hélt hún Unu og mér spenntri allan tímann. Það var eitthvað svo gaman við að fylgjast með svona lífi, kona sem hugsar meira um peninga en tilfinningar sínar, finnst skipta máli að vera í flottum fötum og borða dýran mat. Lætur sig hafa það að vera með og sofa hjá eldgömlum og ljótum mönnum bara fyrir peningana. Það er líka skemmtilegt við myndina að venjulega í Hollywood myndum þá er konan látin vera alltaf að leita af “Mr. Right” og er alltaf pínu desperate og gaurinn ekki, en í þessari mynd er eins og þau skipti um, Iréne lítur út fyrir að vera kaldrifjuð tík og Jean er sá sem gengur á eftir henni og er pínu desperate, svo maður sletti nú smá...

Ég veit ekki hvort einhver sem hefur ekki séð þessa mynd botnar eitthvað í þessu sem ég er að reyna að koma frá mér hérna..en ég býst við að fáir hafi séð þessa mynd. En mig langaði samt bara að skrifa aðeins um hana og segja að Audrey Tautou leikur ekki aðeins mjög vel í þessari mynd, heldur er hún svo glæsileg og ótrúlega flott! Það var alveg sama í hverju hún var, hún leit alltaf stórglæsilega út!! :D



"I want to dress as if 'Corks never stop popping, every room has a view, and women are dressed to dazzle' - quote úr myndinni sem Iréne segir, þýtt á ensku.

Au revoir !

Sunday, March 15, 2009

Como agua para chocolate !



Como agua para chocolate eða kryddlegin hjörtu eins og hún er þýdd á íslensku er spænsk mynd frá árinu 1992. Hún er gerð uppúr bók eftir Lauru Esquivel sem ber sama titilinn. Það sem er mikilvægt að hafa í huga þegar maður les bókina eða horfir á myndina er að hún er skrifuð í töfra raunsæisstefnu þannig að hún er svolítið skrýtin og yfirnáttúruleg. EEEEn já...Við horfðum á þessa mynd fyrir stuttu í spænsku og langar mig aðeins að skrifa um hana.
Myndin á að gerast í Mexíkó á tímum Meksíkósku byltingarinnar, um 1911 og á þessum tíma giltu strangar reglur um t.d. hjónabönd og fleira.
Í myndinni fylgjumst við með móður sem á 4 dætur og sú yngsta, Tita má ekki giftast af því að reglurnar voru þær að yngsta dóttirin á að sjá um móðirina. Þessi regla var heilög og móðir Titu er mjög ströng þegar kemur að þessu. En Tita og Pedro Muzquiz, ungur strákur sem er lýst sem líkamlega aðlaðandi í spænsku glósunum mínum, verða ástfangin en þar sem að Tita er yngst þá má hún ekkert gera í því. Hún reynir eins og hún getur að gleyma Pedro og hann henni, en ást þeirra er svo sterk og sönn að engu geta þau gleymt.
Mamma Titu fær þá hugmynd að bjóða Pedro aðra dóttur sína, Rosauru. Hann elskar hana ekki, en tekur henni samt, til þess eins að geta verið nálægt og fengið að umgangast Titu. Og á þessum tíma þá flutti hann bara inn til þeirra, þannig að nú býr hann heima hjá þeim. Matur og matargerð er stór partur af myndinni og konan sem eldar heima hjá þeim, Nacha, kennir Titu hvernig eigi að elda. Þegar Nacha deyr verður Tita mjög leið en heldur uppi heiðri hennar með því að elda eftir hennar uppskriftum. Þegar Tita er neydd til þess að gera brúðkaupstertuna þá kemst hún að því að hún getur vakið upp ýmsar tilfinningar hjá fólki með matargerð, því að þegar gestirnir fá sér af kökunni þá verða allir óstjórnlega sorgmæddir og fara að gráta. Man ekki hvort að það hafi komið í ljós hvað var í kökunni, en þetta atriði var samt auðvitað stór furðulegt, eins og svo mörg í þessari mynd. Skrýtnasta atriðið í allri myndinni er samt örugglega þegar Tita ákveður að gera sérstakan rétt sem Nacha kenndi henni að búa til, Akurhæna í rósblaðasósu...hljómar vel..? Tita ber réttinn fram í matarboði og verða allir óstrjónlega graðir við það að smakka hann. Ein systir hennar Gertrude ræður ekkert við sig og hleypur nakin í burtu á móti manni sem er ríðandi á hesti og tekur hana til sín og hún snýr ekki aftur. Þetta atriði var einstaklega skrýtið, en Spánverjar eru bara líka þekktir fyrir allt nema eðlilegar myndir. Aftur að söguþræðinu... En síðar eignast Rosaura og Pedro barn, Roberto. Rosaura er mjög veikburða eftir fæðinguna og getur ekki gefið barninu mjólk. En ást Titu til barnsins er svo mikil að hún fer að framleiða mjólk og þannig fær barnið að drekka. (Þetta eru mjög skýr dæmi um töfra raunsæi í myndinni, finnst mér J) Roberto deyr síðan mjög lítill og verður Tita þunglynd og hættir að tala um tíma eftir andlát hans. Hún er send til læknisins John Brown og býr hjá honum í einhvern tíma. Hann biður hennar og hún ákveður að segja já þar sem að hún hafði hvort sem er farið að heiman og óhlýðnast móður sinni og veit að hún mun aldrei fá Pedro. En hún giftist síðan aldrei John og mörgum mörgum árum síðar deyr Rosaura þá loksins fá Tita og Pedro tækifæri. Þau ákveða að eyða nóttinni saman og í fyrsta sinn í ég-veit-ekki-hvað-mörg-ár þá eru þau ein. En eftir eldheitu nótt þeirra saman þá deyr Pedro í örmum hennar og Tita umber ekki að lifa án hans og kveikir í herberginu sem þau eru í og þau brenna saman. Já..það eru alveg fullt fullt af táknum í myndinni, allur maturinn sem hún eldar táknar oftast eitthvað og hvernig og af hverju Pedro deyr táknar líka eitthvað, en ég held að ég sleppi því alveg núna að fara út í öll táknin því að þá myndi þessi færsla mín aldrei enda!!
En mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og ég hafði gaman að henni, hef gaman af flestum spænskum myndum af því að þær líta út fyrir að vera svo mikið rugl..en síðan fattar maður síðar hvað allt er táknrænt og oftast koma endarnir á óvart. Eins og í þessari mynd. En ég segi bara að fólk eigi að vera duglegra að horfa á spænskar myndir, því að ekkert er Spánverjum heilagt og taka þeir flest öll málefni fyrir í bíómyndum sínum...finnst mér..:)
En jæja..nóg um þetta !!
Bæjjj

Sunday, February 1, 2009

Franska kvikmyndahátíðin


C.R.A.Z.Y.

Vá maður þarf næstum að blogga daglega eftir að þetta mínus-kerfi var sett á til að fá ekki mínus stig :S Og til að ná 30 stigum....
En C.R.A.Z.Y var eina myndin sem ég sá á Frönsku kvikmyndahátíðinni. Hér kemur stutt færsla um hana..
Hún gerist á árinum 1960-80 (held ég)...
Fjallar um mann sem á 5 syni, en tekur eftir því að einn þeirra Zac, er eitthvað öðruvísi en hinir, meiri rola. Pabbinn kemur að Zac klæðast kjól af mömmu sinni og grunar þar að leiðandi að hann sé hommi og getur bara ekki “acceptað” hann. Sem leiðir til þess að Zac afneiti því að hann sé hommi og vill læknast og verða “venjulegur” eins og bræður sínir og hljóta viðurkenningu frá pabba sínum.
Pabbi hans er engann veginn vondur maður, á þessum tíma vissu menn bara ekki hvernig átti að taka því þegar einhver var gay.
Seinna í myndinni kemur pabbi hans að honum með öðrum stráki og heldur að þeir hafi verið að kela og sendir Zac til sálfræðings. Ekki gengur það upp. Þegar Zac verður ennþá eldri þá fer hann að sofa hjá vinkonu sinni og reynir að vera eins macho og hann getur og afneitar sjálfum sér, en pabbi hans sakar hann um hommaskap og þá fer Zac til Jérúsalem og reynir að átta sig á því hver hann í raun er og vill vera.
Það er mjög áhugavert við þessa mynd að sjá Zac leyna því fyrir öllum og ljúga að sjálfum sér að hann sé ekki hommi og vilja mjög mikið ekki vera það bara til að samband sitt við pabba sinn verði eins og við hina bræður hans.
Mjög góð mynd sem tekst á við frekar týpískan vanda á frekar óhefðbundinn hátt og forðast klisjur. Vel leikin og oft fyndin en einnig náði ég auðvitað að tárast líka...
Mæli með henni og ætla pottþétt að sjá hana aftur, ef hún kemur á spólu !!

Xoxo
Íris