Sunday, March 29, 2009

Cutting Edge..

Hæ! Ég ætla að henda inn hérna tveimur bloggum!
Hope u enjoy..


Cutting Edge !

Myndin sem Siggi Palli sýndi á einn góðann föstudag var Cutting Edge. Myndin segir frá klippingu í bíómyndum og hversu mikilvæg klipping er og hversu miklu hún getur breytt.
Myndin einkenndist af viðtölum við hina og þessa leikstjóra sem hafa leikstýrt frægum klassískum myndum, eins og Matrix, xXx, Kill Bill, Star Wars og fl.. Ég hef ekki séð margar af þessum myndum sem nefndar voru, en ég veit auðvitað hverjar þær eru. ;) Síðan voru teknir á tal klipparar og ég verð að viðurkenna að áður fyrr þá vissi ég mjög takmarkað um starf klippara og áður en ég byrjaði í þessu fagi vissi ég ekki neitt! En nú er ég aðeins fróðari um þetta starf. Það sem var áhugavert var að klippari hefur mjög mikil völd og ræður mjög miklu um hvernig lokaútgáfa myndarinnar verður. Hann vinnur einnig mjög náið með leikstjóranum og mig minnir að Quintin Tarantino og Sally Menke, sem klippti Pulp Fiction unnu saman mjög náið í 8 mánuði og segir það okkur að þetta er mikil þolinmæðisvinna. Ok man ekki hvað pointið mitt var þarna..en ok...
Það var áhugavert að sjá Walter Murch við störf og er hann augljóslega mikill sérvitringur og mikill nákvæmnismaður, enda er það eitthvað sem þú þarft að vera til að klippa heila bíómynd. Eins og það að hann hafi þurft að pæla í hverju einasta smáatriði sem var að gerast í einhverju skoti sem hann var að klippa. Mig minnir líka að hann hafi sagt að hann fari aldrei “on set” þar sem verið er að taka um bíómyndina og það er mjög áhugavert.
Og eins og ég og Birta töluðum um eftir myndina þá fannst okkur áhugavert að þetta starf hafi upphaflega verið konu-starf og litið á það eins og að prjóna og sauma og e-ð. En í dag held ég að þetta sé álitið meira karlmanns-starf þótt að auðvitað séu einhverjar konur að klippa í dag. Og mér finnst mjög skrýtið að t.d. kona hafi klippt Pulp Fiction, ég veit ekki einu sinni af hverju mér finnst það skrýtið..en það hlýtur að segja manni að þetta starf sé aðallega tengt við menn. En já yfir heildina séð þá var þessi mynd alveg mjög fræðandi og held ég að mjög fáir viti eitthvað um klippara starfið og þessi mynd alveg mjög tilvalin til að fræða fólk um þetta starf, sem hefur alltaf verið svolítið leyndardómsfullt og almenningur veit mjög takmarkað um.
Jæja veit ekki hvað ég get meira sagt um þessa mynd so that´s it !









Educating Rita
Þessa mynd sá ég eitt gott kvöld með foreldrum mínum. Þetta er ekki venjulega myndin sem ég hefði valið, en pabbi valdi hana og sagði að hún væri góð, þannig að ég ákvað að horfa á hana með þeim. Gaman að því.
Myndin er frá árinu 1983 og með aðalhlutverk fara Michael Caine og Julie Walters. Myndin var á sínum tíma tilnefnd til 5 óskarsverðalauna og vann einhver BAFTA verðalun. En ég ætla að reyna að segja frá því í stuttu máli um hvað myndin fjallar.
Susan (Julie Walters) eða Rita eins og hún vill láta kalla sig er 26 ára og er hárgreiðsludama. Hún er búin að vera gift í 6 ár Denny og honum finnst eðlilegast að þau eigi að fara að eignast barn og pressar mikið á Ritu að koma barni í heiminn. Rita hefur aldrei hlotið neina menntun og vill gera eitthvað í því og fer því í “Open University” og fer í einkakennslu hjá Dr. Frank Bryant (leikinn af Michael Caine). Hann kennir enskar bókmenntir og umgengst bara menntafólk sem talar ekki um annað en myndhverfingar og ljóð eftir John Milton. Honum finnst sopinn kannski aðeins of góður og á oft erfitt með að temja sig þegar viský er nálægt. En þegar hann kynnist Ritu, í sínum litskrúðugu fötum, með sinn “low-class” hreim og með önnur svör heldur en nemendur hans í skólanum þá fer hann að sjá menntun í öðru ljósi. Það sem Rita vill er að geta lært, geta lesið erfitt ljóð og túlkað það og geta skilið það eins og hinir nemendurnir hans.
Það gengur erfiðlega hjá Ritu fyrst og vill Denny ekki að hún læri, og þá sérstaklega ekki heima. Þegar Denny kemst síðan að því að eftir að Rita hafi sagst ekki vera á pillunni í 6 mánuði þá var hún samt á henni og þess vegna varð hún aldrei ólétt þá vill Denny annað hvort að hún hætti í náminu og verði ólétt eða að þau skilji. Rita kýs seinni valkostinn af því að hana langar ekki í barn á þessum tímapunkti í lífinu, hún vill einbeita sér að sjálfri sér, hana langar til að breytast.
Eftir að hafa kennt Ritu í einhvern tíma þá fara þau að eyða miklum tíma saman og þegar Rita fer í sumarskóla eitthvert annað þá skrifar hún honum bréf á hverjum degi. En þegar hún kemur heim úr sumarskólanum þá finnur Frank fyrir því að hún hafi lært mjög mikið og finnst honum eins og hann geti ekki kennt henni eins og áður. Og með tímanum sem líður þá fjarlægist hún hann og líf hennar fer upp á við en hans niður á við.



Í lok myndar er hún orðin svipuð nemendunum sem hann kennir og markmiði hennar náð, hún kann að túlka erfið ljóð og kann öll réttu svörinn, hún hefur s.s. breyst mjög mikið og Frank saknar þess að hún sé ekki eins og hún var fyrst, en hún segist hafa viljað breytast og það gerði hún.
Það sem mér fannst gott við þessa mynd er að alla myndina hélt ég að þau myndi eiga í ástarsambandi, en það gerðist aldrei og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með það og ég held að í flestum myndum í dag myndu þau eiga í sambandi. Mér finnst líka Julie Walters vera mjög mjög góð leikkona og ég elska hreiminn hennar í þessari mynd og karakterinn hennar hún setti sér markmið og stóðst það. :D

En já alveg ágæt mynd, frekar hæg en lætur mann samt ekki leiðast, sem er alltaf kostur.


Peace out, Íris xoxo

Saturday, March 21, 2009

Hors de Prix



Hors de prix

Jæja..þar sem að það er mjög langt síðan að ég hef séð einhverja góða bíómynd(fyrir utan John Tucker must die sem ég sá um daginn;)) , og það er líka eilífð síðan ég fór í bíó...þá datt mér samt í hug að blogga aðeins um þessa mynd. En bloggið mitt er samt búið að vera mjög fátæklegt síðustu vikur..en ok..

Hors de prix er frönsk mynd frá árinu 2006 með Audrey Tautou í aðalhlutverki.
Ég ætla ekki að fara að rekja söguþráðinn hérna, eins og ég geri svo oft heldur bara segja smá um hvað myndin fjallar.
Audrey Tautou leikur unga konu, Iréne, sem deitar bara mjög mjög ríka gaura og fer á milli þeirra í þeirri von að einhver þeirra vilji giftast henni og á meðan hún deitar þá þá reynir hún að ná sem mestu úr þeim. Fær peninga frá þeim til þess að kaupa sér hátískuföt og borðar bara dýrasta matinn á veitingastöðum og býr eiginlega bara á mismunandi hótelum, ókeypis. Hún kynnist Jean, barþjóni á hóteli. Hann lýgur því fyrst að hann sé ríkur en síðan kemst hún að því að hann er bara barþjónn og á enga peninga, og það er ekki nógu gott fyrir hana. En auðvitað, eins og í öllum góðum bíómyndum og lífinu sjálfu þá fer hún að falla fyrir honum sem líður á myndina. En hún er svo þrjósk og vill svo mikið eiga mikið af peningum að hún þykist ekki finna neitt til hans í langan tíma. En Jean gefst ekki upp og er tilbúinn til að gera allt fyrir hana. Í endann áttar hún sig síðan á því að hún vilji vera með honum, en hún áttar sig ekki á því á neinn væminn og dramatískan hátt, heldur bara mjög rómantískan og franskan hátt...?!? já ??

Það var eitthvað við þessa mynd sem gerði það að verkum að ég skipti ekki um stöð þegar ég rakst óvart á þessa mynd á RÚV eitt gott sunnudagskvöld, en ég missti reyndar af byrjuninni. Þó að það sé enginn svakalegur söguþráður og ekki mikli spenna í myndinni þá hélt hún Unu og mér spenntri allan tímann. Það var eitthvað svo gaman við að fylgjast með svona lífi, kona sem hugsar meira um peninga en tilfinningar sínar, finnst skipta máli að vera í flottum fötum og borða dýran mat. Lætur sig hafa það að vera með og sofa hjá eldgömlum og ljótum mönnum bara fyrir peningana. Það er líka skemmtilegt við myndina að venjulega í Hollywood myndum þá er konan látin vera alltaf að leita af “Mr. Right” og er alltaf pínu desperate og gaurinn ekki, en í þessari mynd er eins og þau skipti um, Iréne lítur út fyrir að vera kaldrifjuð tík og Jean er sá sem gengur á eftir henni og er pínu desperate, svo maður sletti nú smá...

Ég veit ekki hvort einhver sem hefur ekki séð þessa mynd botnar eitthvað í þessu sem ég er að reyna að koma frá mér hérna..en ég býst við að fáir hafi séð þessa mynd. En mig langaði samt bara að skrifa aðeins um hana og segja að Audrey Tautou leikur ekki aðeins mjög vel í þessari mynd, heldur er hún svo glæsileg og ótrúlega flott! Það var alveg sama í hverju hún var, hún leit alltaf stórglæsilega út!! :D



"I want to dress as if 'Corks never stop popping, every room has a view, and women are dressed to dazzle' - quote úr myndinni sem Iréne segir, þýtt á ensku.

Au revoir !

Sunday, March 15, 2009

Como agua para chocolate !



Como agua para chocolate eða kryddlegin hjörtu eins og hún er þýdd á íslensku er spænsk mynd frá árinu 1992. Hún er gerð uppúr bók eftir Lauru Esquivel sem ber sama titilinn. Það sem er mikilvægt að hafa í huga þegar maður les bókina eða horfir á myndina er að hún er skrifuð í töfra raunsæisstefnu þannig að hún er svolítið skrýtin og yfirnáttúruleg. EEEEn já...Við horfðum á þessa mynd fyrir stuttu í spænsku og langar mig aðeins að skrifa um hana.
Myndin á að gerast í Mexíkó á tímum Meksíkósku byltingarinnar, um 1911 og á þessum tíma giltu strangar reglur um t.d. hjónabönd og fleira.
Í myndinni fylgjumst við með móður sem á 4 dætur og sú yngsta, Tita má ekki giftast af því að reglurnar voru þær að yngsta dóttirin á að sjá um móðirina. Þessi regla var heilög og móðir Titu er mjög ströng þegar kemur að þessu. En Tita og Pedro Muzquiz, ungur strákur sem er lýst sem líkamlega aðlaðandi í spænsku glósunum mínum, verða ástfangin en þar sem að Tita er yngst þá má hún ekkert gera í því. Hún reynir eins og hún getur að gleyma Pedro og hann henni, en ást þeirra er svo sterk og sönn að engu geta þau gleymt.
Mamma Titu fær þá hugmynd að bjóða Pedro aðra dóttur sína, Rosauru. Hann elskar hana ekki, en tekur henni samt, til þess eins að geta verið nálægt og fengið að umgangast Titu. Og á þessum tíma þá flutti hann bara inn til þeirra, þannig að nú býr hann heima hjá þeim. Matur og matargerð er stór partur af myndinni og konan sem eldar heima hjá þeim, Nacha, kennir Titu hvernig eigi að elda. Þegar Nacha deyr verður Tita mjög leið en heldur uppi heiðri hennar með því að elda eftir hennar uppskriftum. Þegar Tita er neydd til þess að gera brúðkaupstertuna þá kemst hún að því að hún getur vakið upp ýmsar tilfinningar hjá fólki með matargerð, því að þegar gestirnir fá sér af kökunni þá verða allir óstjórnlega sorgmæddir og fara að gráta. Man ekki hvort að það hafi komið í ljós hvað var í kökunni, en þetta atriði var samt auðvitað stór furðulegt, eins og svo mörg í þessari mynd. Skrýtnasta atriðið í allri myndinni er samt örugglega þegar Tita ákveður að gera sérstakan rétt sem Nacha kenndi henni að búa til, Akurhæna í rósblaðasósu...hljómar vel..? Tita ber réttinn fram í matarboði og verða allir óstrjónlega graðir við það að smakka hann. Ein systir hennar Gertrude ræður ekkert við sig og hleypur nakin í burtu á móti manni sem er ríðandi á hesti og tekur hana til sín og hún snýr ekki aftur. Þetta atriði var einstaklega skrýtið, en Spánverjar eru bara líka þekktir fyrir allt nema eðlilegar myndir. Aftur að söguþræðinu... En síðar eignast Rosaura og Pedro barn, Roberto. Rosaura er mjög veikburða eftir fæðinguna og getur ekki gefið barninu mjólk. En ást Titu til barnsins er svo mikil að hún fer að framleiða mjólk og þannig fær barnið að drekka. (Þetta eru mjög skýr dæmi um töfra raunsæi í myndinni, finnst mér J) Roberto deyr síðan mjög lítill og verður Tita þunglynd og hættir að tala um tíma eftir andlát hans. Hún er send til læknisins John Brown og býr hjá honum í einhvern tíma. Hann biður hennar og hún ákveður að segja já þar sem að hún hafði hvort sem er farið að heiman og óhlýðnast móður sinni og veit að hún mun aldrei fá Pedro. En hún giftist síðan aldrei John og mörgum mörgum árum síðar deyr Rosaura þá loksins fá Tita og Pedro tækifæri. Þau ákveða að eyða nóttinni saman og í fyrsta sinn í ég-veit-ekki-hvað-mörg-ár þá eru þau ein. En eftir eldheitu nótt þeirra saman þá deyr Pedro í örmum hennar og Tita umber ekki að lifa án hans og kveikir í herberginu sem þau eru í og þau brenna saman. Já..það eru alveg fullt fullt af táknum í myndinni, allur maturinn sem hún eldar táknar oftast eitthvað og hvernig og af hverju Pedro deyr táknar líka eitthvað, en ég held að ég sleppi því alveg núna að fara út í öll táknin því að þá myndi þessi færsla mín aldrei enda!!
En mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og ég hafði gaman að henni, hef gaman af flestum spænskum myndum af því að þær líta út fyrir að vera svo mikið rugl..en síðan fattar maður síðar hvað allt er táknrænt og oftast koma endarnir á óvart. Eins og í þessari mynd. En ég segi bara að fólk eigi að vera duglegra að horfa á spænskar myndir, því að ekkert er Spánverjum heilagt og taka þeir flest öll málefni fyrir í bíómyndum sínum...finnst mér..:)
En jæja..nóg um þetta !!
Bæjjj