Tuesday, September 30, 2008

avant que j´oublie






jæjahh
Ég veit ekki alveg hvernig eða hvar ég að byrja að skrifa um þessa mynd...
En Avant que j´oublie er frönsk mynd og er um eldri mann, Pierre sem er hommi, býr einn og hefur verið HIV smitaður í 24 ár. Jacques Nolot leikur Pierre og leikstýrir einnig myndinni. Pierre hefur eytt ævi sinni sem svona male-gigalo og nú þegar hann er of gamall til að fá borgað fyrir það þá borgar hann ungum gigalos til að fullnægja sínum þörfum.
Myndin sýnir samfélag manna í París þar sem allir eru hommar og allir hafa sofið hjá öllum og ungir menn virðast stunda það að sofa hjá eldri ríkum mönnum.
Í myndinni kemur það í ljós að Pierre hefur nýlega misst ástmann sinn, Torrance(eða e-ð þannig nafn), sem var mjög ríkur og glímir Pierre við það að fá arfinn hans.
Pierre er ráðfært að fara að taka sterkari lyf gegn HIV-inu en hann er svo hræddur um að missa hárið, en ég náði því aldrei hvort hann hafi farið að taka þau eða ekki. Ég myndi rekja söguþráðinn lengur, en í raun fannst mér ekki neitt gerast í myndinni.






En já ég fór á þessa mynd með Ásgerði og ég veit ekki alveg af hverju við ákváðum þessa mynd, okkur fannst hún hljóma e-ð krassandi. En okkur gat ekki skjátlast meira. Myndin var alveg hræðileg. Það versta var kannski að allt í einu þegar það var svona klukkutími búinn af myndinni fattaði ég að það væri ekkert búið að gerast og þá fór ég að bíða eftir að e-ð myndi gerast. Myndin einkenndist af löngum samtölum milli Pierre og einhverra manna, og þá aðallega þar sem Pierre er bara að kvarta... svo án djóks komu svona 5 atriði þar sem EKKERT gerðist...myndin byrjaði á LÖÖÖÖNGU atriði þar sem Pierre er að velta sér í rúminu svo ælir hann og sest svo nakinn við e-ð borð og atriðið er í svona 5 mín. svo yfir allt í myndinni koma svona 4 önnur atriði þar sem hann situr við þetta borð og ég veit ekkert hvað hann var að gera þar og atriðið er í nokkrar mínútur, engin tónlist og ekkert tal. Endirinn var samt alveg bestur(var líka svona 8 mínútur af Pierre að reykja!!!), hann átti að vera svo áhrifamikill, en var bara svo skelfilegur að ég og Ásg. fórum eiginlega bara að hlæja. Svo var myndin líka bara svo gróf, það var bara allt sýnt. Og ég veit að það er einhver geðveik djúp pæling á bakvið myndina but I don´t care cuz it sucks anyway (töff). En þeir sem hafa gaman af old-man on man action þá er þessi mynd alveg tilvalin, nóg af grófum þannig atriðum....
Niðurstaða: 108 mínútum of löng mynd !!

En ég á eftir að blogga um nokkrar myndir sem ég er búin að sjá á Riff og umfjöllunin um þær verður ekki svona neikvæð :D

laters


























Sunday, September 28, 2008

Suicides Tourists

Hæ!
Ég fór á tvær myndir seinasta föstudag.
Fór á fyrri myndina Suicide Tourists með Ásgerði og Birtu í Iðnó. Vá það verður ekki auðvelt að skrifa um hana..

Suicide Tourists eða Sjálfsvígsþjónusta eins og hún er kölluð á íslensku er kanadísk heimildarmynd eftir John Zaritsky. Þegar ég skoðaði Riff bæklinginn fyrst þá var þetta fyrsta myndin sem mig langaði að sjá...
við fylgjumst með seinustu 4 dögum í lífi Craig Ewert sem er maður um sextugt sem greindist með sjúkdóm sem leiðir oftast fljótt til dauða.
Við fylgjumst einnig með eldri hjónum, George og Betty.
Þeim langar að deyja saman, helst í faðmlögum.
George hefur fengið þrisvar sinnum hjartaáfall en í raun er ekki mikið að honum nema eðlileg elli. En Betty er hins vegar alveg hraust. Þau eru búin að ákveða dagsetninguna á dauða sínum, 23. október, sem er giftingardagurinn þeirra. Þau hafa samband við Dignitas í Sviss alveg eins og Craig. Dignitas er fyrirtæki sem finnst allir eiga rétt á að deyja, ef það er það sem þeir vilja
Og aftur að craig...


Craig útskýrir í myndinni að hann kjósi frekar dauðann heldur en að lifa áfram með sjúkdóminn. Því að á aðeins 5 mánuðum (hann greindist fyrir 5 mánuðum) hefur Craig hrörnað svo að hann er í hjólastól og með öndunarhjálpartæki og getur ekki gert neitt sjálfur. Þegar búið er að ákveða dagsetningu handa Craig, 26. september þá fylgjumst við með seinustu 4 dögunum. Það er svo skrýtið að hugsa til þess hvernig honum hefur liðið þessa daga eftir að hann fékk dagsetninguna og gat byrjað að telja niður.
En aftur að George og Betty. Þau fara til Sviss til að tala við Ludwig Minelli, manninn sem stofnaði og rekur Dignitas.
Hann hlustar á það sem þau hafa að segja en hann ákveður ekki hverjir fá að deyja, heldur er það læknir sem undirbýr blönduna. Þau útskýra að þau séu tilbúin að deyja og séu hamingjusöm og vilja fara á friðsamlegan hátt. Læknirinn segir hins vegar að hann geti ekki hjálpað þeim, þar sem að þau eru ekki nógu veik. Hann gæti misst leyfi sitt sem læknir.
Ég las á netinu að Dignitas væri fyrirtæki sem hjálpaði öllum sem vildu deyja, jafnvel þeir sem eru ekki veikir, það væri bara réttur allra.
Þegar Craig og Mary koma til Sviss þá tekur maður á móti þeim
sem var félagsráðgjafi or sum. Hann fer með þau í íbúð sem Dignitas á. Þar inni er blandan og þar mun Craig drekka hana.
Vá ! Það var svo erfitt að horfa á hann drekka blönduna, mig langaði svo mikið að gráta..það var svo skrýtið hvað konan hans var hörð, hún fékk varla tár í augun, en hún útskýrði að þegar Craig greindist með sjúkdóminn þá í raun missti hún hann. En það var samt svo skrýtið að horfa á þau kveðjast..hvernig getur maður kvatt einhvern vitandi að maður mun ekki sjá hann aftur??
Einstaklega góð mynd sem hreyfði mjög mikið við mér. Fékk mig til að pæla mikið. Leikstjórinn John Zaritsky talaði í smástund eftir myndina. Hann bað okkur um að rétta upp hönd ef við værum sammála ákvörðun Craigs, það réttu allir upp hönd, nema einhver einn gæji. Svo spuði hann hverjir væru sammála ákvörðun Betty, ég rétti reyndar ekki upp hönd þá og ekki heldur þegar hann spurði hverjir væru ósammála henni. Mér finnst bara mjög erfitt að skilja hana. Hún segir að hún geti ekki og vilji ekki lifa án mannsins síns, þótt hún sé heilbrigð og eigi börn og barnabörn á lífi og hún segir að hún elski manninn sinn meira en börnin sín. En ég meina ef þessi kona er sátt við það að deyja og kýs það frekar þá er það bara hennar ákvörðun. Herra Zaritsky (ekki töff?) sagði líka að Craig og Mary hefðu ákveðið að flytja frá USA til London eftir að Bush tók við stjórnun, sérstaklega eftir að þau fréttu af gamallri konu sem var haldin á lífi með öndunarvél bara og maðurinn hennar vildi taka hana úr sambandi en Bush leyfði það ekki (skil ekki alveg þar sem að það er ekki Bush að ákveða heldur dómstóla or sum en allavega sagði leikstjórinn þetta). Og með mynd sinni væri hann líka að reyna að opna augu Bandaríkjamanna, en af öllum löndum sem hann var búinn að sýna myndina fékk hann minnstu viðbrögð frá Bandaríkjamönnum. En vá þegar ég fattaði að það var 26.sept og það væru 2 ár síðan Craig dó þá fékk ég gæsahúð..



En já mjög gaman að hlusta á hann segja frá og heyra hvað fólk hafði að spyrja um, fyrir utan eina konu í salnum sem var svo dónaleg og leiðinleg!!!
Ég held að pælingarnar séu endalausar í sambandi við sjálfsmorðs-hjálp..það er bara svo flókið. Það er svo innstimplað í fólk að svona á maður bara ekki að deyja.


En annars var mjög erfitt að skrifa þessa færslu, erfitt að segja frá
myndinni og því sem ég er að pæla líka..og ég er örugglega að gleyma að segja frá einhverju..
Mæli alveg hiklaust með henni :0)

Skrifa seinna um Avant que j´oublie...

Friday, September 26, 2008

Berlin Calling

Hæ hæ. Jæja Riff byrjað sem þýðir að við munum sjá Sigga Palla hjólandi óvenju mikið á milli bíóhúsa næstu 10 daga. ;) En ég og Birta Svaaaaa kíktum í bíó í gær til að tékka what the fuss is all about og fórum á Berlin Calling.
Berlin Calling:
Myndin byrjar frekar töff. Það eru sýnd atriði frá fullt af útihátíðum þar sem aðalgæjinn Dj Ickarus er að Dj-ast og fíla sig með kærustunni sinni sem augljóslega fylgir honum hvert um heiminn sem hann fer. Tónlistin er í botn og ég er ekki frá því að mig langaði bara að skella mér á djammið! Dj Ickarus er mjög vinsæll plötusnúður um heim allan og er að undirbúa plötu. En hann lifir mjög óhollt. Djammar allar daga, tekur inn eiturlyf og eyðileggur það mikið fyrir honum þegar hann tekur inn pillur sem hann heldur að sé ecstasy (kann ekki að skrifa það) en það er eitthvað virkilega hart efni í pillunum og hann er lagður inn. Daginn eftir þetta vaknar hann á semí geðveikrarhæli, en fólkið sem er þar er allt þar af því að það tók inn eitthvað of hart efni og hlaut varanlegan skaða af því. Honum er ráðlagt að dvelja á hælinu. Hann vill það, en samt vill hann líka geta farið til borgarinnar og hitt kærustuna sína. Ickarus virkar ekkert það geðveikur fyrst en svo fer hann að fá köst og haga sér skringilega. Hann fær samt tölvuna sína til sín og getur þá haldið áfram að semja. En hlutirnir stefna bara niður fyrir hann því lengra sem líður á og missir hann samning sinn við plötufyrirtækið, kærastan hans flytur inn með annarri gellu og hann er ennþá fastur á hælinu, en það sem hann missir aldrei er egó-ið sitt. En allt er gott sem endar vel og fær hann plötuna gefna út í endann með hjálp fyrrverandi kærustu sinnar og ástkonu hennar.
Myndin fannst mér mjög góð og ég er búin að hugsa frekar mikið um hana síðan ég sá hana, mæli með henni. En eitt atriði í henni minnti mig pínu á myndina One flew over the cuckoo´s nest. Það er þegar Ickarus heimtar að það sé haldið farewell partý fyrir sig og kaupir fullt af áfengi og fær hórur fyrir hina gaurana á deildinni, allavega lík pæling í gangi. En já skemmtileg mynd og mikil og há tónlist í henni, en það hefði kannski mátt stytta hana pínu, hún var aðeins of löng fannst mér.

Saturday, September 20, 2008

SvEiTaBrÚðKaUp

Hefði kannski átt að blogg um þessa mynd fyrir löngu þar sem að það eru alveg heilar 3 vikur síðan ég sá hana og því er hún ekkert alltof fersk í minni mínu.
En hér eru mín ummæli:


Þegar ég var á myndinni var ég búin að gleyma að þau væru semí að spinna, en þá hefði ég örugglega horft aðeins öðruvísi á myndina ef ég hefði munað það. Mér finnst það mjög góð hugmynd og flott hvernig það var framkvæmt. Ég þyrfti eiginlega að sjá myndina aftur með spunann í huga. Einnig gaman að vita það að allir leikararnir héldu að Hafsteinn (minnir það nafn) væri sálfræðingur en svo ákvað hann að hann væri sagnfræðingur. Það er líka merkilegt að Nanna Kristín hafi verið að tilkynna í alvöru í fyrsta skiptið að hún væri ólétt.

Myndin var ágætis skemmtun en eins og Siggi Palli sagði í sinni færslu þá var hún ekkert meistaraverk og skildi ekkert mjög mikið eftir sig.
Hún var líka alveg frábrugðin flestum öðrum íslenskum myndum, þar sem að það var engin nekt né engar svefnherbergissenur sýndar eins og er í flest öllum íslenskum myndum. Kannski er útskýringin á því að þetta er grínmynd. Karakterarnir voru mjög sniðugir og kannaðist maður við allar týpurnar í myndinni úr alls konar áttum.
Ég las að myndin er tilnefnd til Sutherland verðlauna í London og hafi verið sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Það eru nú mjög góðar fréttir fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. :D
Gaman að´essu..

Wednesday, September 10, 2008

sunnudagsmorgunn

Stuttmyndagerðin:

Hittumst eftir skóla, ég, Anna, Tryggvi og Breki og lögðum höfuð okkar í bleyti.
Þemað okkar var morð/glæpur og fyrsta hugmyndin sem við fengum krafðist þess að við þyrftum að taka upp úti, en það var bara ekki orðið dimmt þá. En þegar við fengum aðra hugmynd ákváðum við að fara heim til Breka og festa á filmu það sem hafði komið upp í huga okkar. Þegar við komum þangað þá þurfti að Tryggvi aðeins að skreppa, enginn veit hvað hann þurfti að gera en hann sagðist koma aftur eftir 20 mín. en við gátum ekki gert mikið á meðan þar sem að Tryggvi var aðalhlutverkið í myndinni.
Breki má nú eiga það að hann sá um það að taka upp og þar að leiðandi klippa, sem var bara fínt og Anna sá um hljóðið :)
Myndin varð síðan bara mjög súr hjá okkur, en við vorum alveg ágætlega ánægð með afraksturinn og skemmtum okkur bara nokkuð vel. :D