Sex and the City –The Movie
Jæja..nýbúin að sjá þessa mynd í 2.skiptið og ég elskaði hana bara alveg jafnmikið!!
Ég veit, Siggi Palli að þetta er kannski ekki alveg beint það sem þú kýst að horfa á...en góða skemmtun að lesa um hana eða ætti ég að segja "get carried away" ...og kannski langar þig bara eftir á að sjá hana...hver veit??
Hin týpíska stelpu-mynd um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar þrjár, Samantha, Miranda og Charlotte.
Við tökum upp þráðinn 4 árum eftir að seríurnar í sjónvarpinu enduðu þar sem Carrie er ennþá með Mr. Big, Samantha býr í LA. með Smith Jarrod, Miranda og Steve búa saman í Brooklyn og Charlotte og Harry eru nýbúin að ættleiða kínverskt barn. Carrie og Big ákveða að gifta sig á New York library og ætla bara að hafa litla athöfn með fáum....en þegar það fréttist um alla New York að “the last single girl” Carrie Bradshaw sé ekki lengur einhleyp.. þá stækkar brúðkaupið aðeins meira en þau höfðu í huga. T.d. er Carrie boðið að fara í myndatöku hjá Vogue í brúðarkjólum frá alls konar hönnuðum og gefur Vivienne Westwood henni einn kjól sem hún ákveður að gifta sig í (myndi aldrei gerast í alvörunni..but a girl can dream!) En allt þetta brúðkaups-húllum-hæ verður aðeins of mikið fyrir Big og kemur hann aldrei í brúðkaupið og skilur Carrie eftir með brotið hjarta og niðurlægð!
Carrie dettur í þunglyndi en þar sem hún á góðar vinkonur þá koma þær henni í gegnum þetta og ákveða þær 4 að skella sér saman til Mexíkó, en Carrie og Big ætluðu þangað í brúðkaupsferðina sína og var Carrie búin að borga það fyrirfram á kreditkortinu sínu.
Eftir Mexíkó þarf Carrie þó að halda áfram að lifa og takast á við raunveruleikann og flytur aftur inní gömlu íbúðina sína í New York (en fyrir brúðkaupið var hún og Big búin að kaupa íbúð á 5th avenue). Carrie ræður aðstoðarkonu til að hjálpa sér að flytja aftur inn í íbúðina sína og til þess að koma ferli sínum aftur á skrið(hún er rithöfundur og er búin að gefa út 3 bækur).
Aðstoðarkonan, Louise er leikin af Jennifer Hudson fyrrum American Idol stjörnu hjálpar henni að ná tökum á lífi sínu. En ekki er líf vinkvenna hennar áhyggjulaust...Steve hélt framhjá Miröndu og getur hún ekki fengið sig til að fyrirgefa honum það og Samantha leiðist lífið út í LA. og finnst líf hennar bara snúast um kærastann sinn og hún getur ekki hætt að glápa á heita, heita nágrannann sinn, Dante! En lífið leikur við Charlotte sem er ólétt eftir mörg ár að hafa reynt. Charlotte er á veitingastað einn daginn og hittir Big mörgum mánuðum eftir að hann beilaði á Carrie. Hún missir vatnið og hann keyrir hana á spítalann. Þegar Carrie kemur svo á spítalann þá er hann farinn. En Harry, eiginmaður Charlotte segir að Big hafi beðið eftir Carrie og vonast til að hitta hana, en hún hefur ekki viljað tala neitt við hann síðan á brúðkaupsdaginn. Þau hittast síðan í lokin og gifta sig, í ráðhúsinu. Einnig taka Miranda og Steve aftur saman en Samantha varð að hætta með Smith og flytur aftur til New York.
Jæja..nýbúin að sjá þessa mynd í 2.skiptið og ég elskaði hana bara alveg jafnmikið!!
Ég veit, Siggi Palli að þetta er kannski ekki alveg beint það sem þú kýst að horfa á...en góða skemmtun að lesa um hana eða ætti ég að segja "get carried away" ...og kannski langar þig bara eftir á að sjá hana...hver veit??
Hin týpíska stelpu-mynd um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar þrjár, Samantha, Miranda og Charlotte.
Við tökum upp þráðinn 4 árum eftir að seríurnar í sjónvarpinu enduðu þar sem Carrie er ennþá með Mr. Big, Samantha býr í LA. með Smith Jarrod, Miranda og Steve búa saman í Brooklyn og Charlotte og Harry eru nýbúin að ættleiða kínverskt barn. Carrie og Big ákveða að gifta sig á New York library og ætla bara að hafa litla athöfn með fáum....en þegar það fréttist um alla New York að “the last single girl” Carrie Bradshaw sé ekki lengur einhleyp.. þá stækkar brúðkaupið aðeins meira en þau höfðu í huga. T.d. er Carrie boðið að fara í myndatöku hjá Vogue í brúðarkjólum frá alls konar hönnuðum og gefur Vivienne Westwood henni einn kjól sem hún ákveður að gifta sig í (myndi aldrei gerast í alvörunni..but a girl can dream!) En allt þetta brúðkaups-húllum-hæ verður aðeins of mikið fyrir Big og kemur hann aldrei í brúðkaupið og skilur Carrie eftir með brotið hjarta og niðurlægð!
Carrie dettur í þunglyndi en þar sem hún á góðar vinkonur þá koma þær henni í gegnum þetta og ákveða þær 4 að skella sér saman til Mexíkó, en Carrie og Big ætluðu þangað í brúðkaupsferðina sína og var Carrie búin að borga það fyrirfram á kreditkortinu sínu.
Eftir Mexíkó þarf Carrie þó að halda áfram að lifa og takast á við raunveruleikann og flytur aftur inní gömlu íbúðina sína í New York (en fyrir brúðkaupið var hún og Big búin að kaupa íbúð á 5th avenue). Carrie ræður aðstoðarkonu til að hjálpa sér að flytja aftur inn í íbúðina sína og til þess að koma ferli sínum aftur á skrið(hún er rithöfundur og er búin að gefa út 3 bækur).
Aðstoðarkonan, Louise er leikin af Jennifer Hudson fyrrum American Idol stjörnu hjálpar henni að ná tökum á lífi sínu. En ekki er líf vinkvenna hennar áhyggjulaust...Steve hélt framhjá Miröndu og getur hún ekki fengið sig til að fyrirgefa honum það og Samantha leiðist lífið út í LA. og finnst líf hennar bara snúast um kærastann sinn og hún getur ekki hætt að glápa á heita, heita nágrannann sinn, Dante! En lífið leikur við Charlotte sem er ólétt eftir mörg ár að hafa reynt. Charlotte er á veitingastað einn daginn og hittir Big mörgum mánuðum eftir að hann beilaði á Carrie. Hún missir vatnið og hann keyrir hana á spítalann. Þegar Carrie kemur svo á spítalann þá er hann farinn. En Harry, eiginmaður Charlotte segir að Big hafi beðið eftir Carrie og vonast til að hitta hana, en hún hefur ekki viljað tala neitt við hann síðan á brúðkaupsdaginn. Þau hittast síðan í lokin og gifta sig, í ráðhúsinu. Einnig taka Miranda og Steve aftur saman en Samantha varð að hætta með Smith og flytur aftur til New York.
Geðveik mynd, er bara eins og langur Sex and the City þáttur. Einnig má ekki gleyma fötunum sem gera myndina af því sem hún er og stýlistin Patricia Field hefur líka hlotið mikið lof fyrir vinnu sína í myndinni og þáttunum, þar sem að stelpurnar klæðast öllu straight of the runway. Auðvitað veit ég að sem rithöfundur í New York þá ætti maður ekki efni á öllum þessum Manolo Blahnik skóm og Louis Vuitton töskum..en það eyðileggur bara fyrir manni myndina ef maður ætlaði að hugsa þannig. En já mjög skemmtileg mynd sem sýnir hvað vinskapur er dýrmætur og sýnir líka vel hvað flestar stelpur/konur hugsa um :D
bæjj!