Wednesday, October 29, 2008

Sex and city!!!



Sex and the City –The Movie

Jæja..nýbúin að sjá þessa mynd í 2.skiptið og ég elskaði hana bara alveg jafnmikið!!
Ég veit, Siggi Palli að þetta er kannski ekki alveg beint það sem þú kýst að horfa á...en góða skemmtun að lesa um hana eða ætti ég að segja "get carried away" ...og kannski langar þig bara eftir á að sjá hana...hver veit??

Hin týpíska stelpu-mynd um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar þrjár, Samantha, Miranda og Charlotte.
Við tökum upp þráðinn 4 árum eftir að seríurnar í sjónvarpinu enduðu þar sem Carrie er ennþá með Mr. Big, Samantha býr í LA. með Smith Jarrod, Miranda og Steve búa saman í Brooklyn og Charlotte og Harry eru nýbúin að ættleiða kínverskt barn. Carrie og Big ákveða að gifta sig á New York library og ætla bara að hafa litla athöfn með fáum....en þegar það fréttist um alla New York að “the last single girl” Carrie Bradshaw sé ekki lengur einhleyp.. þá stækkar brúðkaupið aðeins meira en þau höfðu í huga. T.d. er Carrie boðið að fara í myndatöku hjá Vogue í brúðarkjólum frá alls konar hönnuðum og gefur Vivienne Westwood henni einn kjól sem hún ákveður að gifta sig í (myndi aldrei gerast í alvörunni..but a girl can dream!) En allt þetta brúðkaups-húllum-hæ verður aðeins of mikið fyrir Big og kemur hann aldrei í brúðkaupið og skilur Carrie eftir með brotið hjarta og niðurlægð!
Carrie dettur í þunglyndi en þar sem hún á góðar vinkonur þá koma þær henni í gegnum þetta og ákveða þær 4 að skella sér saman til Mexíkó, en Carrie og Big ætluðu þangað í brúðkaupsferðina sína og var Carrie búin að borga það fyrirfram á kreditkortinu sínu.
Eftir Mexíkó þarf Carrie þó að halda áfram að lifa og takast á við raunveruleikann og flytur aftur inní gömlu íbúðina sína í New York (en fyrir brúðkaupið var hún og Big búin að kaupa íbúð á 5th avenue). Carrie ræður aðstoðarkonu til að hjálpa sér að flytja aftur inn í íbúðina sína og til þess að koma ferli sínum aftur á skrið(hún er rithöfundur og er búin að gefa út 3 bækur).
Aðstoðarkonan, Louise er leikin af Jennifer Hudson fyrrum American Idol stjörnu hjálpar henni að ná tökum á lífi sínu. En ekki er líf vinkvenna hennar áhyggjulaust...Steve hélt framhjá Miröndu og getur hún ekki fengið sig til að fyrirgefa honum það og Samantha leiðist lífið út í LA. og finnst líf hennar bara snúast um kærastann sinn og hún getur ekki hætt að glápa á heita, heita nágrannann sinn, Dante! En lífið leikur við Charlotte sem er ólétt eftir mörg ár að hafa reynt. Charlotte er á veitingastað einn daginn og hittir Big mörgum mánuðum eftir að hann beilaði á Carrie. Hún missir vatnið og hann keyrir hana á spítalann. Þegar Carrie kemur svo á spítalann þá er hann farinn. En Harry, eiginmaður Charlotte segir að Big hafi beðið eftir Carrie og vonast til að hitta hana, en hún hefur ekki viljað tala neitt við hann síðan á brúðkaupsdaginn. Þau hittast síðan í lokin og gifta sig, í ráðhúsinu. Einnig taka Miranda og Steve aftur saman en Samantha varð að hætta með Smith og flytur aftur til New York.

Geðveik mynd, er bara eins og langur Sex and the City þáttur. Einnig má ekki gleyma fötunum sem gera myndina af því sem hún er og stýlistin Patricia Field hefur líka hlotið mikið lof fyrir vinnu sína í myndinni og þáttunum, þar sem að stelpurnar klæðast öllu straight of the runway. Auðvitað veit ég að sem rithöfundur í New York þá ætti maður ekki efni á öllum þessum Manolo Blahnik skóm og Louis Vuitton töskum..en það eyðileggur bara fyrir manni myndina ef maður ætlaði að hugsa þannig. En já mjög skemmtileg mynd sem sýnir hvað vinskapur er dýrmætur og sýnir líka vel hvað flestar stelpur/konur hugsa um :D
bæjj!

Friday, October 24, 2008

Movies!!

Reykjavík-Rotterdam

Jæja...þar sem ég er veik get ég alveg eins nýtt tímann og bloggað um þessar myndir !!

Reykjavík-Rotterdam er íslensk spennumynd leikstýrð af Óskari Jónassyni og handritið samið af honum og Arnaldi Indriðasyni.
Myndin fjallar um Kristófer, mann á skilorði fyrir áfengissmygl.
Hann á konu, Írisi og tvo syni. Hann vinnur hjá Securitas en peningamálin eru orðin slæm hjá fjölskyldu hans og honum og reddar vinur hans, Steingrímur honum loka-túr með flutningsskipi á mili Reykjavík og Rotterdam. En Steingrímur er ekki allur eins og hann er séður eins og kemur í ljós á meðan Kristófer er í burtu þá sér Steingrímur um Írisi, en þau voru einu sinni saman. En hann er alltaf að koma í heimsókn til hennar og að reyna að fá hana til baka. En hún lendir í miklu veseni vegna handrukkara sem láta hana ekki vera vegna klúðurs bróður hennar sem bitnaði á Kristófer.
Mér finnst myndin alveg mjög vel heppnuð spennumynd, allavega eftir hlé hélt hún mér alveg. Hún heppnaðist vel og hljóðið var gott, ekki eins og í mörgum íslenskum myndum þar sem hljóðið er svo slæmt að það þyrfti að hafa íslenskan texta. Plottið var gott og var ekki fyrirsjáanlegt.
Alveg með betri íslenskum myndum og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af spennumyndum með drama-ívafi!!
En svo var líka mjög gaman að við fengum heimsókn frá honum Óskari Jónassyni, betur þekktur sem Skari Skrípó!!
En hann sagði okkur frá kvikmyndagerð og sjónvarpsgerð á Íslandi og hvað það kostaði að gera svona hluti og hvort væri skemmtilegra og svona...Honum finnst skemmtilegra að vinna í sjónvarpi af því að þar gerist allt hraðar, en hann leikstýrir einmitt Svartir englar sem er sýnt á RÚV sem eru spennuþættir (að mínu mati semí-misheppnaðir...)
Gaman að heyra það sem hann hafði að segja og vonandi sjá flestir þessa stórgóðu mynd.

Luv,
Íris !!

The Amazing Truth About Queen Raquela!

Mynd eftir Ólaf Jóhannesson sem fjallar um “lady-boys” eða stelpu-stráka. Aðalhlutverkið í myndinni er Queen Raquela og býr hún í Filippseyjum en deymir um að komast þaðan og til Parísar helst. Í París dreymir hana um að kynnast ríkum og myndarlegum manni.
Myndin sýnir hana og tvær vinkonur hennar á götum Cabu borgar að selja sig, en því fleiri mönnum sem þær sofa hjá því meira líður þeim eins og konum. Queen Raquela er líka að þessu til þess að eiga pening því að það ríkir gífurleg fátækt í Cabu borg. En vændi leiðir hana út í internet klám og fær hún vinnu við það að vera einhvers konar web-cam stelpa! Þar er hún í vinnu hjá manni að nafni Michael, sem Stefan C. Schaefer tekst mjög vel að leika sem MJÖG leiðinlegan og sjálfumglaðan gaur!
En hann græðir svo mikinn pening á Raquela að hann ákveður að bjóða henni til Parísar, en vandamálið er að það vantar eitthvað uppá vegabréfið hennar....
Raquela kynnist íslenskrum stelpu-stráki á netinu, Valerie.
Valerie segir að hún getir reddað því sem uppá vantar ef Raquela kemur til Íslands og dvelur þar í 2 mánuði og vinnur í fiski með henni. Raquela lætur verða að því og flýgur til Íslands og vinnur með Valerie. Eftir tvo mánuði á Íslandi flýgur hún til Parísar og þar bíður Michael henni, en henni finnst hann svo leiðinlegur að hún vill bara frekar vera ein. Eftir allt ævintýrið er förinni síðan haldið heim til Filippseyjar.
Mér fannst myndin mjög góð og áhugaverð og verð ég að viðurkenna að ég vissi bara ekki neitt um þennan heim “lady-boys”.
En það var líka áhugavert að fá Ólaf Jóhannesson í heimsókn til okkar. Hann var mjög easy-going og tók sjálfann sig ekki mjög alvarlega sem kvikmyndagerðamann og útskýrði að hann vildi gera heimildarmynd um “lady-boys” sem væri ekki svona týpísk mynd þar sem viðtöl væru tekin við fjölskylduna um hvað þetta væri erfitt og svo frv. Þess vegna er þetta eiginlega leikin heimildarmynd. Ólafur sagði líka að stelpu-strákarnir hafi bara svona 10 ár af ævinni (17-27 ára) þar sem þær geta verið að stunda vændi af því að það sem þessi lífsstíll snýst um er að líta vel út og þær hafa í raun ekkert þegar þær eldast...
Mér finnst myndin hafa tekist mjög vel hjá honum og á hann hrós skilið að geta unnið svona vel úr þessari hugmynd.
Ciao!

Tuesday, October 14, 2008

Riff !!

Jæja..átti ennþá eftir að skrifa um 3 myndir sem ég sá á Riff og þær eru allar heimildarmyndir:

Squeezebox!
Heimildarmynd um skemmtistaðinn Squeezebox úti í New York sem var mjög vinsæll þangað til honum varð lokað 2001. Klúbburinn opnaði snemma á 10.áratugnum. Klúbbinn sóttu mikið dragdrottningar og fólk sem fílaði alvöru rokk!! Á hverju kvöldi var live-band og oftast einhver dragdrottning uppá sviði að syngja. Oftast var líka einhver að fækka fötum nálægt sviðinu. Myndin sýnir upptökur af viðburðum sem áttu sér stað inná Squeezebox og viðtöl við nokkra af fastagestum staðarins.
Mér fannst myndin ágæt, kannski aðeins of löng miðað við það að þetta voru bara viðtöl og myndbrot sem er alveg smá þreytt til lengdar. Það var líka alveg frekar lélegt hljóðið og ég heyrði ekki alltaf hvað var verið að segja, en fólk virtist alveg heyra það í salnum þannig að kannski var ég bara eitthvað slow.. En samt alveg áhugavert að sjá svona sveittan djamm-hluta af New York...


Generation 68:

Myndin segir frá árinu 1968 eins og er kannski nokkuð augljóst af fyrirsögninni. Árið þar sem Martin Luther King og Kenndy voru drepnir, árið þar sem allir voru með sítt hár og tískan var geðveikt töff og flower-power réð ríkjum. Myndin einkennist af viðtölum við t.d. Dennis Hopper,leikari, Annie Nightingale, sem var fyrsti kvenkyns útvarps Dj og fleiri góða. En já erfitt að skrifa um þessa mynd þar sem hún var frekar stutt og einkenndist mikið af myndbrotum og gömlum fréttabrotum líka..alveg ágætlega áhugaverð...en gaman að segja frá því að mamma mín var einmitt 20 og e-ð ára hippi á þessum tíma og bjó útí London og fór á tónleika með Rolling stones og Bítlunum og var alltaf bara að tjilla á Carnaby Street með peace merkið um hálsinn..




She´s a Boy I Knew:
Bandarísk heimildarmynd eftir Gwen Haworth en myndin segir sögu hennar. Í myndinni eru viðtöl við nánustu ættingja hennar og tala þau eins og þau séu að tala við hana. Gwen eða Steven eins og hann heitir fyrir aðgerð segir frá því(ætla að tala um hann í karlkyni fyrir aðgerð) hvernig honum hafi liðið eins og stelpu í strákalíkama síðan hann var 4 ára. Hann ætlaði alltaf að reyna að hunsa það bara og gera ekkert í því. En fannst hann bera of þung birði og vera að ljúga að sjálfum sér þannig. Hann hélt þessu leyndi fyrir öllum þangað til hann var kominn á þrítugsaldurinn og ákvað að fara að taka alls konar hormón og fara í aðgerð og breyta sér í konu. En svona aðgerð tekur langan tíma... En það sem er soldið skrýtið er að hann var giftur konu, Malgosia á þessum tíma, en ég hef alltaf verið föst með það í hausnum að ef maður lætur breyta sér í konu þá hlýtur hann að vera hommi...en svo er ekki.
En í hjónabandinu mynduðust margir erfiðleikar þegar Steven byrjaði að taka inn hormón og mála sig og verða kvenlegri. Aðallega af því að Malgosia laðaðist að honum sem manni og gat ekki laðast að honum sem konu. Þau skildu eftir einhvern tíma, en eru enn góðir vinir í dag.
Mjög góð mynd, mjög raunveruleg og áhrifamikil.
Gwen hleypir okkur inní líf sitt og deilir tilfinningum sínum með okkur. Hún er ekki að fegra neitt í myndinni...
Það var eitt sem kom skemmtilega á óvart og það var að Gwen sjálf var á sýningunni, en hún birtist bara óvænt, samkvæmt dagskránni átti hún ekki að koma. Það gerði auðvitað myndina líka minnistæðari. Gwen talaði aðeins fyrir myndina en þá sagði hún aðallega bara takk fyrir að sjá myndina mína og e-ð, en eftir myndina var Q&A. Hún var mjög krúttleg og hógvær... hún útskýrði að hún hafi gert myndina til þess að hjálpa fólki að skilja kynskiptaaðgerðir og að það er ekkert rangt við það ef það er það sem fólk vill, þó það hafi auðvitað sína afleiðingar. En Gwen er mjög hamingjusöm í dag þrátt fyrir erfiðleika og vill segja fólki sína sögu. Heh..kannski ruglingslegt að lesa þetta...erfitt að vita hvenær ég á að skrifa hún eða hann....


that´s it :)


Sunday, October 5, 2008

bíó bíó

Afterschool

Sá þessa mynd á sunnudeginum 28.sept með Birtu. Það var soldið gaman að þegar ég og Birta töluðum fyrst um Riff þá vorum við báðar búnar að merkja við þessa mynd og því alveg tilvalið að við myndum skella okkur á hana.

Myndin Afterschool er bandarísk og segir frá Robert sem er í námi í prep-school. Robert er frekar skrýtinn og hann er alltaf á netinu að skoða klám, einhver vídjó eða bara eitthvað sem er ekki leikið, heldur raunverulegt. Hann deilir herbergi með stráki að nafni Dave, sem er slæmur félagsskapur, því hann er á kafi í dópi og að selja krökkum dóp. Einn dag er Robert og Amy (stelpa úr “bekknum” hans) að mynda gang skólans fyrir eitthvað skólaverkefni og þá allt í einu út úr einni skólastofunni birtast tvíburasysturnar Mary og Ann Talbert(vinsælustu gjéllur skólans). Þær fá flogakast og falla í gólfið. Robert labbar til þeirra og heldur annarri þeirra í fanginu á meðan hún deyr. Þær deyja báðar. Mikið sjokk og mikil sorg er í skólanum og er skólastjórinn alltaf að tala við Robert og spyrja hann hvort að það sé í lagi með hann. En Robert er ekki málglaður og mjög mikið inní sér og því reynist erfitt að tala við hann. Seinna kemur í ljós að Mary og Ann dóu úr eitruðum kókaín skammti. Skólastjórinn fær Robert til að gera minningarmynband um þær. Robert gerir myndbandið ekki eins og skólastjórinn vill hafa það, því að hann gerir það raunverulegt. Eftir dauða stelpnanna er samband Dave og Roberts breytt og ræðst Robert á Dave í skólanum, þar sem hann segir “you killed them”. Skólastjórinn spyr Robert út í slagsmálin, en eins og alltaf svarar Robert bara að allt sé í lagi. Það kemur aldrei í ljós í hvort að Dave eigi sök á dauða þeirra, en hann er líklega sá sem seldi þeim efnið. Það sem var áhugavert var að seinna þegar Robert kíkti á vídjó á netinu þá var einhver búin að setja inn myndband af tvíburunum deyja. Það vídjó var tekið á síma og ofan frá. Einnig eftir slagsmál Roberts og Dave, þá var vídjó af því komið á netið líka tekið ofan frá á síma. Það kom aldrei í ljós hver það var sem tók þessi myndbönd.

Mér fannst myndin alveg ágæt bara. Hún var tekin mjög skringilega, en það var samt til að hafa hana raunverulega. En til lengdar var það alveg þreytt, því stundum var fólkið sem var að tala ekki einu sinni almennilega inná. Í myndinni var lögð áhersla á hvernig komið var fram við krakkana öðruvísi. T.d. Dave átti ríka foreldra og var ekki í skólanum á styrki og segir skóla”sálfræðingurinn” í myndinni við Robert að hann viti alveg að Dave sé að selja dóp, og að hann hafi sagt skólastjórninni það og þau hafi ekkert gert. Í Riff bæklingnum stendur að myndin sé könnun á því ofsóknarbrjálæði sem skapaðist í Bandaríkjunum eftir 11.sept og líka áhrif myndbanda á netinu á hegðum fólk. Þetta með ofsóknarbrjálaðið sást þegar skólinn fór að leita í töskum hjá nemendum eftir helgarfrí. Þá var pabba hans Dave sagt frá því áður svo Dave gæti falið dópið sitt inná sér. Þetta sýnir það að skólinn þurfti á peningnum að halda sem pabbi Dave borgar.


O’HORTEN
Bráðskemmtileg norsk mynd eftir Bent Hamer. Myndin fjallar um Odd Horten sem er komin á eftirlaunaaldurinn og þarf því að hætta að vinna sem lestarstjóri. Hann hefur unnið lengi sem lestarstjóri og þekkir í raun ekkert annað líf. Hann á erfitt með að aðlaga sig að hinum nýja hversdagsleika og lendir hann í alls konar uppákomum. T.d. að synda nakinn í sundlaug, klæðast rauðum hælaskóm og fara í bíl með manni með bundið fyrir augun.
Odd er að átta sig á því að það styttist í dauðann og hann manar sjálfan sig upp í að gera marga hluti sem hann myndi annars ekki gera....
Ef ég hefði lesið um myndina þá hefði mig ekki langað mikið að sjá hana, en ég fór á hana af því að ég hafði heyrt góða hluti um hana. Ég sé sko ekki eftir því...
Mjög vel heppnuð grínmynd og líka eina grínmyndin sem ég sá á Riff. Kannski ekki mikið að segja um þessa mynd nema bara mjög krúttleg :)
laters ;)