Thursday, November 27, 2008

Kickin´it old skool!!

Kickin´it old school !

Jahá sá þessa mynd nýlega með unu&ylfu. Ég veit ekki alveg af hverju þessi mynd varð fyrir valinu hjá okkur. En við höfum of oft tekið lélegar myndir saman, og þessi mynd var engin undantekning! Augljóslega þurfum við að taka okkur á !

Myndin byrjar in the 80’s og við sjáum svona 12 ára strák,justin, vera að undirbúa sig fyrir danskeppni.
Svo fáum við að sjá danskeppnina eða þetta er frekar svona dans-battle. Þá keppir liðið hans Justins, funky fresh boyz, sem eru svona semí-lúðarnir í skólanum á móti “nettu” gaurunum. Í lok keppninar þá ákveður justin að taka head-spin og dettur af sviðinu á hausinn og hann lendir í dái í 20 ár!!
Sem sagt 20 árum síðar fáum við að sjá næst og þar liggur justin á spítala ennþá í dái og akkúrat þegar mamma hans og pabbi ætla að fara að taka vélina úr sambandi þá vaknar hann við það að heyra lagið sem var undir í dans-battlinu!
Hann fer út í heiminn og hittir gamlan vin sinn sem var með honum í liði í dans-battlinu. Þeir sjá auglýsta dans-keppni og hóa saman hina tvo og þeir fara að æfa á fullu saman.
Myndin endar auðvitað þannig að þeir vinna og justin byrjar með stelpunni sem hann hefur alltaf dreymt um...veit samt ekki hvað hún gæti mögulega séð við gaur sem er með þroska á við 12 ára???
Myndin er langdregin og allt alltof týpísk! Sé eftir því að hafa séð hana...og ég veit ekki alveg af hverju við kláruðum hana en í endann vorum við bara farnar að gagnrýna hversu léleg hún var!
Hún byrjaði samt allt í lagi, þegar þeir voru litlir en svo gjörsamlega hrundi hún þegar jamie kennedy fór að leika 12 ára gaur í líkama 30 ára manns...!!
Mæli ekki með henni !

Saturday, November 22, 2008

Topp10--1.hluti

TOPP 10 listinn minn--- fyrsti hluti
Þetta er ekki í neinni sérstakri röð eiginlega... á mjög erfitt með að gera svona topp-lista, þetta eru aðallega bara myndir sem ég man eftir núna..


10.Center Stage
Ballett mynd frá árinu 2000. Mynd sem að Una kynnti fyrir mér og höfum við nokkrum sinnum horft á hana saman.
Myndin fjallar um Jodie Sawyer, ung ballerína sem kemst inn í virtan balletskóla útí New York, American Ballet Academy. Þar kynnist Jodie Evu sem er klár ballerína en vantar rétta “attitude-ið” og Maureen sem er besti dansarinn í skólanum.
Mikil samkeppni ríkir á milli nemandanna þar og keppast allir um að fá að dansa í loka dance-workshop sýningu.
Mikil spenna er á milli Jonathans (Sandy úr OC. ), sem sér um skólann og Cooper, mjög virtur dansari. Þeir eru báðir líka danshöfundar og fyrrverandi kærasta Cooper fór frá honum fyrir Jonathan. Þannig að spennan er svakaleg þar á milli!!
Það fer að hitna í kolunum á milli Jodie og Cooper en eftir eina nótt saman kemst Jodie síðar að því að hann er bara player!
En engu að síður velur hann Jodie til að dansa í lokaverkinu sínu og hann stofnar dans-company og vill fá hana til liðs við sig. Hún gengur til liðs við hann en það er ekkert meira á milli þeirra. Eva fær aðalhlutverk í dans verkinu hans Jonathans eftir að Maureen ákveður að hætta og einbeita sér að einhverju sem hún hefur virkilega áhuga á.
Ég elska þessa mynd, dansarnir eru mjög flottir í henni, þótt að söguþráðurinn sé kannski ekkert sá besti né frumlegasti. Lögin eru líka skemmtileg, soldið mikið Mandy Moore og Jamiroquai, veit að Birta fílar eitt lagið (Candy...) eins og ég ;) Ef að þú fílar dans-mynd þá fílaru´ana..!!!

loka dans atriðið í myndinni=awesome


9. Drowning Mona-
Er bandarísk grínmynd frá árinu 2000. Fjallar um lögreglumanninn Wyatt Rush (Danny Devito) sem rannsakar dauða Monu Dearly (Bette Midler) en hún fannst dauð eftir að hafa keyrt af kletti og niður í á og drukknað þar. Fyrst heldur Wyatt að þetta hafi verið slys, þar sem að hún var nú þekkt fyrir að vera lélegur bílstjóri..en kemst síðar að því að einhver klippti á bremsurnar...
Hann þarf því að spyrja alla sem tengjast Monu í bænum og eru allir í bænum alveg frekar skrýtnir og virðist enginn vera leiður yfir dauða Monu, sérstaklega ekki maðurinn hennar, Phil né sonur hennar, Jeff.
Wyatt á því erfitt verkefni fyrir sér því að allir eru mjög grunsamlegir og gerir það honum erfitt fyrir að finna hinn seka.

Mjög fyndin mynd en líka mjög, mjög steikt og allir karakterarnir eru eitthvað alvarlega twisted. Sérstaklega karakterinn sem Will Ferrell leikur, mann sem leigir út sal fyrir líkvökur. Hann er mjög fyndinn! En ég fíla líka Casey Affleck (bróðir Ben Affleck) mjög mikið í þessari mynd, en honum tekst mjög vel að leika algjöra rolu!!
Mæli með henni!
Casey Affleck og Will Ferrell lookin´flyyy...


8.Groundhog Day
Bandarísk bíómynd frá 1993 með Bill Murray í aðalhlutverki og Andie MacDowell. Mynd sem ég er búin að horfa aðeins of oft á með pabba og hún er alltaf jafnfyndin!
Myndin fjallar um veðurmanninn Phil Connors(Murray) sem þarf að fara ásamt Ritu(MacDowell)u til Punxsutawney til að fjalla um hátíðarhöldin þann 2.febrúar, sem er Groundhog day. Hátíðarhöldin fara þannig fram að það er groundhog(múldýr) í búri sem er spurt um veðrið næstu mánuði.
Phil er kominn með leið á þessu, enda hefur hann verið sendur í mörg ár, og vill hann helst flýta sér aftur heim til Pittsburgh. En þau komast ekkert út af vondu veðri og þau verða því að gista eina nótt í viðbót…en þegar Phil vaknar næsta dag..bregður honum nú aldeilis þegar hann áttar sig á því að það er allt það sama að gerast, það er aftur 2.febrúar! Eftir að hafa upplifað marga daga sem voru 2.febrúar fer Phil að athuga hvernig færi ef hann myndi drepa sig..en hann vaknar alltaf daginn eftir og það er 2.febrúar.
Með betri grínmyndum sem ég hef séð og Bill Murray tekst mjög vel að leika kaldhæðinn og sjálfselskan veðurfræðing!




7 . Love Actually
Bresk jólamynd frá árinu 2003. Þessa hef ég reyndar séð nokkuð oft. Fór á hana í bíó minnir mig og hef síðan held ég séð hana fyrir flest jól.
Í myndinni fylgjumst við með nokkrum sögum af fullt af mismunandi fólki en síðan í lokin tengist þetta fólk allt saman einhvern veginn..
Ég held að það sé mjög erfitt að segja frá henni almennilega nema í miklum smáatriðum...sem ég skal gera seinna..
En annars fíla ég þessa mynd mikið af því að hún er svo bresk, hún er rómantísk og fyndin. Kemur mér alltaf í jólaskap og bara mjög krúttleg %)
Uppáhalds karakterinn minn er litli strákurinn, Sam, sem er 8 ára og alveg viss um að hann sé ástfanginn og ætlar að gera hvað sem er til að fá Joanna.


6.Jamon, jamon ! (skinka, skinka)
-Spænsk mynd frá 1992 með Javier Bardem (leikur m.a. í No Country for Old men) í aðalhlutverki og Penelope Cruz (sem leikur í næstum öllum spænskum myndum).
Ég hef reyndar bara séð þessa mynd einu sinni með Ylfu og Unu, eftir að Iðunn spænskukennari var að tala um hana í tíma þá langaði okkur að sjá hana og hún er mjög speees....eins og Iðunn var búin að vara okkur við..
Fjallar um Sylvia (Cruz) sem er með José Luis, en þau vinna bæði hjá mömmu hans og pabbi sem hanna nærföt. Sylvia verður ólétt eftir hann, en eftir að hún segir honum frá því fer hann að haga sér skringilega, en vill samt giftast henni.
Sylvia fer að falla fyrir Raúl (Bardem) sem er gaur sem vinnur í einhverri skinku verksmiðju og er fyrrverandi nærfatamódel og keyrir um á bíl með stórum skinku legg ofan á og á bara að vera the hottest guy on earth!
En mamma hans José borgaði Raúl fyrir að láta Sylviu falla fyrir honum af því að hún vill ekki að José giftist Sylviu
Myndin endar á því að José Luis og Raúl berjast fyrir Sylviu af því að Raúl er þá ástfanginn af Sylviu í alvöru..og endar á að Raúl lemur José Luis með skinku og hann deyr..
Þessi mynd er náttúrulega bara algjör steypa, eins og margar spænskar myndir og er mjög mjög gróf og twisted! En við höfðum mjög gaman að henni...en hún er ekki fyrir viðkvæmar sálir !



skinka, öflugt morðvopn greinilega...

ps. ég ætlaði að hafa vídjó...en ég kann ekki að setja þau inná þetta...help some1!