Saturday, January 31, 2009

Made of honor...



Made of honor

Seinasti dagur mánaðarins og ég er ekki komin með 30 stig, þá gríp ég til örþrifaráða og blogga um myndina Made of honor.
Made of honor er rómantísk gamanmynd sem kom út í fyrra. Hjartaknúsarinn Patrick Dempsey (McDreamy úr Greys) fer með aðalhlutverk í myndinni.
Auðvitað þegar ég tók þessa mynd bjóst ég ekki við neinu svakalegu, bara venjulegri chick-flick..sem þetta er.
Myndin fjallar um Tom Bailey (leikinn af Dempsey), sem er þessi týpíski lausláti gaur sem er alltaf að sofa hjá mismunandi gjéllum og lifir the life of a single man. Besta vinkona hans, Michelle er að leita af stóru ástinni í lífi sínu og hún fer til Skotlands í vinnuferð og kynnist þar skoskum manni. Þau ákveða að gifta sig og biðja Tom um að vera made of honor. En á meðan hún er úti í Skotlandi finnur Tom hversu mikið hann saknar hennar og áttar sig á því að hann elskar hana og vill vera með henni. Tom áttar sig á því að hann þarf að breytast mikið og sýna henni að honum sé alvara og reynir það sem hann getur til að hrinda skoska manninum úr umferð. Þarna í myndinni byrja mörg týpísk atriði að koma og kemur ekki mikið á óvart og í raun kemur saga sem hefur verið sögð nokkuð oft.
En þótt að þessi mynd sé í týpískari kantinum þá má hún alveg eiga það að hún er miklu betri en margar rómantískar myndir sem ég hef séð (og þær eru nú alveg nokkuð margar!!). Það voru mörg atriði í myndinni sem voru frekar krúttleg en einnig sumir brandarar mjöööööööög þreyttir.
Það var eitt sem var svolítið skemmtilegt í myndinni, það var vinahópurinn hans Tom, þeir voru allir að reyna að vera svo miklir karlmenn en þegar Tom verður Made of honor þá eru þeir allir tilbúnir til að hjálpa honum of finna sinn innri kvenmann, nema þessi eitursvali gæji sem lét þessi orð falla:

"i'm gonna go to a strip club and eat some meat, then get into a fight."
-Já þessi veit sko hvað orðið karlmaður stendur fyrir.
Sem sagt niðurstaðan er sú að ef að þú ert í skapi fyrir svona chick-flick-nenni-ekki-að-hugsa-mikið-mynd þá er þessi alveg tilvalin !

Peace out
-Íris

Thursday, January 29, 2009

SlUmDoG Millionaire



Slumdog millionaire

Í þessari færslu ætla ég að fjalla um myndina Slumdog Millionaire. Ég er nýbúin að sjá hana í bíó, enda mjög nýkomin og hefur fengið mjög góðar viðtökur.
En ekki lesa þessa færslu samt ef að þið vitið ekki endann eða viljið ekki vita hann.
Myndin er leikstýrð af Danny Boyle og vann hún 4 Golden Globe verðlaun um daginn og er hún tilnefnd til 10 Óskarsverðalauna. Myndin er byggð á bókinn Q & A eftir Vikas Swarup, ég reyndar las aldrei bókina, eins mikið og mamma mín talaði um hvað hún væri góð og ég þyrfti endilega að lesa hana.

Slumdog Millionaire eða Viltu vinna milljarð eins og Íslendingar vilja kalla hana fjallar um ungann strák, Jamal. Hann býr í Mumbai í Indlandi við mikla fátækt í miklu fátækrarhverfiog hefur mest alla sína ævi strögglað ásamt bróður sínum Salim. Þeir misstu mömmu sína ungir og höfðu þá engan að og þurftu að sjá um sig sjálfir. En myndin byrjar á að við sjáum Jamal í Who Wants to be a Millionaire þættinum og síðan er skipt yfir í þegar einhver maður er að lemja hann og spyrja hann á fullu “who told you the answers?”. Myndin er ekki í réttri tímaröð og sjáum við strax í byrjun að Jamal er handtekinn eftir að hann tekur þátt í þættinum og hefur þá unnið frekar háa upphæð, en framhald yrði í næsta þætti hvort hann ynni milljónina. Þáttastjórnandinn sakaði hann um svindl því að hann hélt að strákur sem hafði aldrei hlotið menntun og væri frá fátækrarhverfi gæti aldrei einn svarað öllum spurningunum rétt og hlaut því eitthvað svindl að vera í gangi.
Myndin er byggð upp þannig að við sjáum Jamal í yfirheyrslu hjá lögreglunni og þeir eru að horfa á upptöku af þættinum og eftir hverja spurningu biðja þeir Jamal um að útskýra hvers vegna hann vissi svarið við þessu. Þannig byrjum við að sjá atriði þar sem hann er lítill strákur og hvernig allt í hans lífi tilviljunarkennt tengist spurningunum í þættinum.
Það sem skiptir miklu máli í myndinni er stelpa að nafni Latika, sem Jamal og Salim kynnast mjög litlir og kalla þau þrjú sig “The Three Musketeers”- en einmitt loka-spurningin í þættinum er um The Three Musketeers. Einn daginn kemur maður og tekur þau og fer með þau á munaðarleysingarhæli, sem lítur út fyrir þau að vera mjög saklaust í fyrstu, en þegar líða tekur á þá kemur auðvitað í ljós að þessi gæji er mjöööög vafasamur. En á munaðarleysingarhælinu sér maður vel hversu vel Jamal og Latika ná saman og verður Salim pínu útundan.
En Jamal og Salim ná að strjúka af heimilinu áður en eitthvað hræðilegt verður gert við þá, eins og t.d. að blinda þá. En þeir ná ekki að taka Latiku með sér og verður hún eftir. Þá fáum við að sjá hratt Jamal og Salim vaxa úr grasi með því að selja fullt af drasli um borð í lest og undir allan tímann er lagið Paper Planes. En Jamal getur ekki gleymt Latiku. En þegar þeir eru orðnir unglingar og fluttir í borgina og komnir í vinnu á einhverjum skyndibitastað þá er Jamal staðráðin í að finna Latiku. Á þessum tíma er Salim farinn að drekka mikið og farin að fíla sig sem “bad-boy” gaurinn og fer að ganga með byssu á sér. Hann er í raun andstæðan við Jamal. Þeim tekst að finna Latiku í borginni en Salim hrekur Jamal fljótt í burtu.
Þá komum við eiginlega í nútímann, sem sagt nokkrum árum síðar þar sem Jamal vinnur sem tesveinn hjá símafyrirtæki. Hann leitar uppi Salim og Latiku, hann hittir þau og kemst hann að því að Latika er allt nema hamingjusöm og mjög kúguð af manninum sem hún býr með. Jamal hatar að sjá hana svona og þess vegna ákveður hann að skrá sig í þáttinn bara í þeirri von um að Latika væri að horfa á og myndi sjá sig og átta sig á því að hún elski hann líka og fari frá manninum sínum.
Ok ég veit að þetta er mjög nákvæmlega sagt frá myndinni hjá mér og endursögn, en mig langaði bara mjög mikið að skrifa um hana...


Ég verð að segja að mér fannst þessi mynd alveg virkilega góð og mæli með henni alveg tvímælalaust!! Það kom aldrei atriði þar sem mér leiddist og allt við hana er vel gert! Og ég fíla mjög myndir sem eru ekki í réttri tímaröð og maður þarf svona aðeins að púzzla(töff?) saman hvað er að gerast. Einnig finnst mér geðveikt að hann vissi svörin við öllum spurningum bara vegna tilviljanna af því að tilviljanir leika svo stóran hluta í lífi okkar (vá Íris orðin væmin núna) !
Mér finnst aðalleikarinn Dev Patel sem lék Jamal leika einstaklega vel og hann er bara fæddur 90 ! Ég þekki (já þekki) Dev úr þættinum Skins og þar leikur hann algjöran aula þannig að það var gaman að sjá hann breyta um hlutverk. Love that guy!! Einnig var mjög gaman hvernig myndin endaði allt í einu á svona týpísku Bollywood atriði þar sem allir fóru að dansa og syngja...gaman að þessum Indverjum !
Eeeeeen...ég las á netinu eitthvað sem einhver skrifaði og sagði að Slumdog Millionaire væri sögð vera Juno þessa árs, ég gæti ekki verið meira ósammála af því að mér fannst Juno vera mjög leiðinleg mynd og bara virkilega ekki neitt spes miðað við þessa.
En allir í bíó að sjá Slumdog Millionaire, annars eruð þið að missa af miklu.

luv, Íris..

Sunday, January 25, 2009

Best of 2008


Bíómyndir sem ég sá 2008!

Þegar ég reyndi að hugsa um myndir sem hafði séð frá seinasta ári, þá mundi ég eftir mjög fáum og ég held að ég hafi ekki horft eins mikið á bíómyndir áður en ég byrjaði í þessu fagi og ég fór eiginlega aldrei í bíó, en núna fer ég frekar oft. En hér eru nokkrar myndir sem ég man eftir að hafa séð á árinu 2008. Þær eru ekki í neinni sérstakri röð.


Mamma mia (2008)
Söngvamyndin víðfræga sem flestir virðast fíla.
Hún var sýnd í bíóhúsum landsins í sumar og held ég að það hafi aukið vinsældir hennar því að þessi mynd er svo sumarleg og hress og á miklu betur við yfir sumartímann. Söguþráður myndarinnar er svo sem ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, en það skiptir ekki höfuðmáli þegar að þessu kemur og skiptir máli að þetta er svona feel-good mynd og kemur vonandi flestum í gott skap. Ég hef þó séð leikritið tvisvar úti í London og verð að segja að leikritið er betra en myndin, kannski af því að Pierce Bronsan var ekki í leikritinu og það er eitthvað kjánalegt við að sjá hann syngja og dansa þarna með Meryl Streep...


Sex and the city (2008)
Þessa mynd hef ég bloggað um áður þannig að ég mun ekki gera það aftur...en ég elska samt þessa mynd mikið!

Into the Wild (2007)
Sá þessa mynd í sumar og datt bara óvart inn í hana og missti af byrjuninni reyndar en það var allt í lagi. Myndin er byggð á raunverulegum atburði um ungan mann sem skilur við venjubundið líf þar sem hann býr með foreldrum sínum og systur sinni og leggur af stað til Alaska án þess að láta þau vita og hefur ekkert samband við þau. Myndin fjallar um þessa ferð hans og fólk sem hann hittir. En það sem er áhrifaríkast við myndina er þegar hann er kominn einn til Alaska. Markmið Christophers var að lifa af landinu einn í víðerni Alaska en það er augljóst að hann hefur lítið planað hvernig hann ætli að fara að því. Það er þó ekki hægt annað en að dást að ákveðni hans en á móti kemur að hann er mjög eigingjarna að yfirgefa fjölskylduna og láta ekkert vita af sér.


Big Lebowski (1998)
Varð að sjá þessa mynd eftir að mjög margir voru búnir að blogga um hana. Flesti karakterar í myndinn eru mjög steiktir og bara ekkert eðlilegt við hana. Vinátta The Dude (Jeff Bridges), Donny(Steve Buscemi)og Walter(John Goodman) og samræður þeirra lætur áhorfandann spyrja sig ...af hverju hanga þessir menn saman...af því að það er svo gaman hjá þeim ? Samræður þeirra einkennast af því að það sem einn segir virðist hinn ekki skilja. Allavega spurði ég mig að þessu..en það er það sem gerir myndina fyndnari.
Þó að það sé ákveðið plott í myndinni sem byggist á ákveðnum misskilningi og plottið ekkert mjög far-out, þá enn og aftur spyr áhorfandinn sig...af hverju eru þessir 3 vinir flæktir inn í mannrán!!? En það er einmitt það sem gerir myndina öðruvísi frá öðrum. Það sem er eftirminnilegast eru þó ákveðin “quotes” sem að einhver af aðalpersónunum segir...dæmi um það:

The Dude: “The rug really tight the room together”----Epík!





The Bridge (2006)
Heimildarmynd um Golden Gate brúnna útí San Fransisco, en þar eru framin mjög mörg sjálfsmorð á ári hverju. Þessi mynd var mjög góð og áhugaverð og fékk mann til að hugsa. Við fylgdumst með aðstandendum fólks sem drap sig á brúnni og opnar hún augu manns fyrir því hvað sjálfsmorð eru í raun sjálfselskur verknaður...Sjáið þessa!



Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Café (1991)
Man að ég sá þessa mynd þegar ég var lítil og nýbúin að missa fyrsta hamsturinn minn þannig að ég var mjög sorgmædd þegar ég horfði á hana. Þess vegna finnst mér þetta enn í dag mjög sorgleg mynd en einnig út af því sem gerist í myndinni, sem ég sá seint á árinu 2008. Mér fannst myndin góð af því að hún náði vel að lýsa andrúmslofti á 3.og 4.áratugnum, m.a. kynþáttahatri en styrkleiki myndarinnar er samleikur aðalpersónanna.
En ég las samt fyrst bókina(gerði ritgerð upp úr henni) og sá síðan bíómyndina(þ.e.a.s áður en ég sá hana í 2.skiptið) og finnst mér bókin eiginlega aðeins betri, en bíómyndin er samt mjög góð og ef þið ætlið að horfa á hana muniði bara að hafa tissjú við hönd!




Se7en (1995)
Helvíti góð mynd og spennandi og mér fannst endirinn mjöööög góður ! Það sem auðvitað einkenndi þessa mynd er hversu drungalegt andrúmsloftið er allan tímann, t.d. það rigndi allan tímann og tengist það auðvitað viðfangsefninu, þ.e. röð skelfilegra morða sem virðast vera random en kemur síðan í ljós að þau virðast tengjast hinum 7 dauðasyndum.
Ég er ekki mikið fyrir svona spennumyndir með morðum en þessi er mjög góð!



No Country 4 old men (2008)
Þetta er mynd sem er að sumu leyti klassísk, það er að segja við höfum “the bad guy”- Javier Bardem og “the good guy”- Tommy Lee Jones. Síðan má segja að Josh Brolin leiki bæði góðan og slæman mann þó að áhorfendur hafi samúð men honum. Það sem er óvenjulegt við myndina er endirinn, ekki beint Hollywood endir, þar sem að vondi gæjinn tapar ekki heldur tapar góði gæjinn með því að hætta sem lögga. Myndin er spennandi og vel leikin af flestum og ber einkenni Coen bræðra, þar sem að söguþráðurinn er fullur af sérkennilegum “twists and turns”. Aðalgallinn er kannski að Javier Bardem virðist gjörsamlega vera ódrepandi, en kannski er það eitthvað sem strákar fíla.












jæja that´s it folks...:)

Tuesday, January 20, 2009

SÓLSKINSDRENGUR og Friðrik Þór


SÓLSKINSDRENGUR


Þessa mynd sá ég seinasta sunnudaginn 10.jan. og ég hef bara aldrei séð svona marga í Háskólabíó, stærsti salurinn var fullur...og svo klöppuðu allir í endann..ég skil ekki þá pælingu..fíl´ana ekki...en þetta er vinsælasta myndin á Íslandi í dag.
Ég heyrði fyrst um myndina Sólskinsdrengur þegar Riff var í gangi og þá var Friðrik Þór með fyrirlestur um hana (sem ég fór ekki á).
Myndin fjallar um, eins og örugglega flestir vita, einhverfu, hvað veldur henni? Geta einhverf börn lært..og fleiri vangaveltur komu upp í myndinni. Hvað veldur einhverfu? Það er eitthvað sem ekki er búið að komast að nákvæmlega..
Í byrjun fáum við aðeins að kynnast Kela og fjölskyldu hans og síðan fylgjumst við með mömmu hans, Margréti sem finnst hræðilegt að geta ekki gert neitt fyrir son sinn og vita ekki hversu mikið hann skilur, eða hvað hann skilur. Hún leitar ráða út úr landinu og fer m.a. til Bandaríkjanna og Englands. Þar talar hún við fólk sem hefur sérhæft sig í að aðstoða einhverf börn (vá góð setning) og einnig foreldra einhverfa barna. Við sáum tvær fjölskyldur þar sem 3 strákar voru einhverfir, en með einhverfu á mis háu stigi...það hlýtur að vera erfitt að sjá um þannig heimili. Hún kemst að því eftir að tala við fólk sem er í sömu sporum og hún að úti í Bandaríkjunum er gert meira fyrir einhverfa en á Íslandi, þar eru skólar og svo kynnist hún indversku konunni Soma sem á einhverfan son, Tito sem er rithöfundur í dag. Þar kemst Margrét að því að Soma notar aðferð sem kallast Rapid Prompting Method og kennir einhverfum eftir henni og þegar sýnt er frá kennslu hennar þá kemur í ljós að einhverf börn vita miklu miklu meira en fólki grunar. Til dæmis kemur í ljós að einn strákur sem er nemandi hjá henni hefur mikinn áhuga á verðbréfum og hefur einhverjar ofur-gáfur á því sviði.
Þegar Margrét heyrir svona fréttir finnst henni hún vera að fá tækifæri til að athuga hvað Keli kann og geta jafnvel fengið að vita áhugamál hans og kynnast honum betur. Hún flýgur því fjölskylduna sína út til Bandaríkjanna og hittir Soma og fer með Kela til hennar. Þar kemur í ljós að Keli getur skilið, meira að segja ensku og stóð hann sig með prýði þar og kemur í ljós að honum langar að spila á piano og segist vera að semja lög. Í viðtalinu eftir á við Margréti og pabba Kela þá sést mjög vel hvað hún er reið, en samt ánægð, aðallega reið af því að hún hefur þurft að heyra alla ævi hans Kela að hann skilji ekki neitt og geti í raun ekki gert neitt. En maður heyrir líka hvað hún er ánægð að hafa ekki gefist upp bara og gert ekki neitt fyrir hann. Mér finnst hún aðdáunarverð að gefast ekki upp og hlusta ekki á það sem aðrir sögðu við hana.




What do I think?
Mér finnst þessi mynd mjög góð og tekið er fyrir efni sem fólk yfir höfuð veit ekki mikið um og auðvitað löngu kominn tími til að fræða fólk um það. Ég hef sjálf unnið með fötluðum í 3 sumur og það hefur verið einhverfur strákur með okkur öll þau sumur og ég man eftir að hafa verið í svo miklu sjokki fyrst þegar hann kom því að ég kunni ekki neitt á hann, en hann er mjög, mjög einhverfur og talar ekki við fólk, heldur endurtekur alltaf bara einhver nokkur nöfn og er hann búinn að gera það öll 3 árin sem ég hef þekkt hann. En ég sé að hann hefur tekið breytingum í gegnum árin og kom hann okkur svo sannarlega á óvart núna í sumar þegar hann fór í tölvu og fór bara á google og googlaði einhverja bók sem hann var með með sér...sýnir bara að þótt hann líti út fyrir að vita ekkert hvað er í gangi í kringum sig þá getur hann skrifað og nú horfir hann í augun á manni, en það gerði hann ekki í denn.. Ég velti alltaf fyrir mér hvernig hann útskrifaðist með verslunarpróf úr Flensborg, ég kalla það nú bara nokkuð gott hjá honum...en að sjá krakkana læra í myndinni útskýrir að flestir einhverfir geta lært.
En já að fá Friðrik Þór í heimsókn var mjög áhugavert og finnst mér hann alveg hreint hinn viðkunnanlegasti maður og var það augljóst að þetta mál er nálægt hjarta hans og vill hann að breytingar verði á hvernig komið er fram við einhverfa og kom það mér á óvart að í Evrópu er fólki bara semí hent á stofnun, sérstaklega í Bretlandi. En Friðrik Þór vill opna skóla hér á Íslandi fyrir einhverfa og finnst mér það góð hugmynd hjá honum. Kom mér líka á óvart þegar Friðrik Þór sagði að einhverfa væri algengari núna en áður og sagði að sín kenning væri að það væri eitthvað “í álinu og plastinu” eins og hann orðaði það, já það er alveg pæling hjá honum..en samt skrýtið ef að eitthvað er til í þessu hjá honum að umhverfið geti haft þannig áhrif...en allavega er ekki búið að sanna neitt strax. Ég er bara nokkuð ánægð með myndina og heimsóknina og vona ég bara að hann haldi áfram að reyna að gera það sem hann getur fyrir einhverfa á Íslandi.
bæjjj...

Monday, January 19, 2009

TaKeN

Jæja...fyrsta bloggið á árinu...


Taken

Ég ætla að skella þessari færslu hér inn, gerði þetta fyrir löngu..anywhoo..svo koma pöntuðu færslurnar...

Fór á þessa mynd með Ylfu um daginn og við urðum alveg spenntar... Með aðalhlutverk í myndinni fer Liam Neeson. Hann leikur Bryan Mills sem hefur verið skilinn í nokkur ár og hefur misst samband við 17 ára dóttur sína, Kim. Hann ákveður því að hætta í vinnunni sinni sem einhvers konar spæjari og flytja í borgina sem dóttir hans og fyrrverandi kona búa í. Í byrjun myndar reynir hann allt til að komast nær dóttur sinni, en fellur oft í skuggann á ríka stjúppabba hennar. Einn dag spyr dóttir hans hvort að hún megi fara til Parísar með vinkonu sinni, Amanda og segir að þær verði hjá frændfólki hennar. Bryan líst ekki vel á, en lætur undan og leyfir henni að fara. Þegar þær koma til Parísar þá kemur hins vegar í ljós að frændfólk Amöndu er á Spáni og Amanda ákvað að láta Kim ekki vita af því. Þegar þær eru nýkomnar hringir Bryan í Kim til þess að athuga hvort það sé ekki allt í lagi og á meðan á símtalinu stendur þá sér Kim annars staðar í húsinu einhverja menn ráðast á og taka Amöndu og Kim er svo heppin að hafa pabba sinn í símanum á meðan þeir taka hana síðan.
Bryan kemst af því að þetta eru albanískir innflytjendur í París sem ræna ungum útlenskum stelpum og gera háðar dópi og selja. Bryan fer til Parísar og er staðráðinn í að finna dóttur sína sama hvað hann þarf að gera, en hann hefur aðeins 72 tíma til þess. Í leitinni nýtist honum vel að vera njósnari og þekkja til ýmissa manna í bransanum sem geta hjálpað honum. Það sem eftir er af myndinni er mikill hasar(það hefði mátt stytta aðeins “the car chase” sem er í öllum myndum) og aðalgaurinn er auðvitað ódrepandi..

En allavega okkur Ylfu fannst þetta samt bara alveg ágætis skemmtun, hún var mjög spennandi á köflum en hápunkturinn var nú alveg pottþétt þegar Holly Valance (fyrrverandi stjarna úr Neighbours) birtist í myndinni sem söngkona. (djók)

Epík!