Sunday, October 5, 2008

bíó bíó

Afterschool

Sá þessa mynd á sunnudeginum 28.sept með Birtu. Það var soldið gaman að þegar ég og Birta töluðum fyrst um Riff þá vorum við báðar búnar að merkja við þessa mynd og því alveg tilvalið að við myndum skella okkur á hana.

Myndin Afterschool er bandarísk og segir frá Robert sem er í námi í prep-school. Robert er frekar skrýtinn og hann er alltaf á netinu að skoða klám, einhver vídjó eða bara eitthvað sem er ekki leikið, heldur raunverulegt. Hann deilir herbergi með stráki að nafni Dave, sem er slæmur félagsskapur, því hann er á kafi í dópi og að selja krökkum dóp. Einn dag er Robert og Amy (stelpa úr “bekknum” hans) að mynda gang skólans fyrir eitthvað skólaverkefni og þá allt í einu út úr einni skólastofunni birtast tvíburasysturnar Mary og Ann Talbert(vinsælustu gjéllur skólans). Þær fá flogakast og falla í gólfið. Robert labbar til þeirra og heldur annarri þeirra í fanginu á meðan hún deyr. Þær deyja báðar. Mikið sjokk og mikil sorg er í skólanum og er skólastjórinn alltaf að tala við Robert og spyrja hann hvort að það sé í lagi með hann. En Robert er ekki málglaður og mjög mikið inní sér og því reynist erfitt að tala við hann. Seinna kemur í ljós að Mary og Ann dóu úr eitruðum kókaín skammti. Skólastjórinn fær Robert til að gera minningarmynband um þær. Robert gerir myndbandið ekki eins og skólastjórinn vill hafa það, því að hann gerir það raunverulegt. Eftir dauða stelpnanna er samband Dave og Roberts breytt og ræðst Robert á Dave í skólanum, þar sem hann segir “you killed them”. Skólastjórinn spyr Robert út í slagsmálin, en eins og alltaf svarar Robert bara að allt sé í lagi. Það kemur aldrei í ljós í hvort að Dave eigi sök á dauða þeirra, en hann er líklega sá sem seldi þeim efnið. Það sem var áhugavert var að seinna þegar Robert kíkti á vídjó á netinu þá var einhver búin að setja inn myndband af tvíburunum deyja. Það vídjó var tekið á síma og ofan frá. Einnig eftir slagsmál Roberts og Dave, þá var vídjó af því komið á netið líka tekið ofan frá á síma. Það kom aldrei í ljós hver það var sem tók þessi myndbönd.

Mér fannst myndin alveg ágæt bara. Hún var tekin mjög skringilega, en það var samt til að hafa hana raunverulega. En til lengdar var það alveg þreytt, því stundum var fólkið sem var að tala ekki einu sinni almennilega inná. Í myndinni var lögð áhersla á hvernig komið var fram við krakkana öðruvísi. T.d. Dave átti ríka foreldra og var ekki í skólanum á styrki og segir skóla”sálfræðingurinn” í myndinni við Robert að hann viti alveg að Dave sé að selja dóp, og að hann hafi sagt skólastjórninni það og þau hafi ekkert gert. Í Riff bæklingnum stendur að myndin sé könnun á því ofsóknarbrjálæði sem skapaðist í Bandaríkjunum eftir 11.sept og líka áhrif myndbanda á netinu á hegðum fólk. Þetta með ofsóknarbrjálaðið sást þegar skólinn fór að leita í töskum hjá nemendum eftir helgarfrí. Þá var pabba hans Dave sagt frá því áður svo Dave gæti falið dópið sitt inná sér. Þetta sýnir það að skólinn þurfti á peningnum að halda sem pabbi Dave borgar.


O’HORTEN
Bráðskemmtileg norsk mynd eftir Bent Hamer. Myndin fjallar um Odd Horten sem er komin á eftirlaunaaldurinn og þarf því að hætta að vinna sem lestarstjóri. Hann hefur unnið lengi sem lestarstjóri og þekkir í raun ekkert annað líf. Hann á erfitt með að aðlaga sig að hinum nýja hversdagsleika og lendir hann í alls konar uppákomum. T.d. að synda nakinn í sundlaug, klæðast rauðum hælaskóm og fara í bíl með manni með bundið fyrir augun.
Odd er að átta sig á því að það styttist í dauðann og hann manar sjálfan sig upp í að gera marga hluti sem hann myndi annars ekki gera....
Ef ég hefði lesið um myndina þá hefði mig ekki langað mikið að sjá hana, en ég fór á hana af því að ég hafði heyrt góða hluti um hana. Ég sé sko ekki eftir því...
Mjög vel heppnuð grínmynd og líka eina grínmyndin sem ég sá á Riff. Kannski ekki mikið að segja um þessa mynd nema bara mjög krúttleg :)
laters ;)

1 comment: