Reykjavík-Rotterdam
Jæja...þar sem ég er veik get ég alveg eins nýtt tímann og bloggað um þessar myndir !!
Reykjavík-Rotterdam er íslensk spennumynd leikstýrð af Óskari Jónassyni og handritið samið af honum og Arnaldi Indriðasyni.
Myndin fjallar um Kristófer, mann á skilorði fyrir áfengissmygl.
Hann á konu, Írisi og tvo syni. Hann vinnur hjá Securitas en peningamálin eru orðin slæm hjá fjölskyldu hans og honum og reddar vinur hans, Steingrímur honum loka-túr með flutningsskipi á mili Reykjavík og Rotterdam. En Steingrímur er ekki allur eins og hann er séður eins og kemur í ljós á meðan Kristófer er í burtu þá sér Steingrímur um Írisi, en þau voru einu sinni saman. En hann er alltaf að koma í heimsókn til hennar og að reyna að fá hana til baka. En hún lendir í miklu veseni vegna handrukkara sem láta hana ekki vera vegna klúðurs bróður hennar sem bitnaði á Kristófer.
Mér finnst myndin alveg mjög vel heppnuð spennumynd, allavega eftir hlé hélt hún mér alveg. Hún heppnaðist vel og hljóðið var gott, ekki eins og í mörgum íslenskum myndum þar sem hljóðið er svo slæmt að það þyrfti að hafa íslenskan texta. Plottið var gott og var ekki fyrirsjáanlegt.
Alveg með betri íslenskum myndum og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af spennumyndum með drama-ívafi!!
En svo var líka mjög gaman að við fengum heimsókn frá honum Óskari Jónassyni, betur þekktur sem Skari Skrípó!!
En hann sagði okkur frá kvikmyndagerð og sjónvarpsgerð á Íslandi og hvað það kostaði að gera svona hluti og hvort væri skemmtilegra og svona...Honum finnst skemmtilegra að vinna í sjónvarpi af því að þar gerist allt hraðar, en hann leikstýrir einmitt Svartir englar sem er sýnt á RÚV sem eru spennuþættir (að mínu mati semí-misheppnaðir...)
Gaman að heyra það sem hann hafði að segja og vonandi sjá flestir þessa stórgóðu mynd.
Luv,
Íris !!
The Amazing Truth About Queen Raquela!
Mynd eftir Ólaf Jóhannesson sem fjallar um “lady-boys” eða stelpu-stráka. Aðalhlutverkið í myndinni er Queen Raquela og býr hún í Filippseyjum en deymir um að komast þaðan og til Parísar helst. Í París dreymir hana um að kynnast ríkum og myndarlegum manni.
Myndin sýnir hana og tvær vinkonur hennar á götum Cabu borgar að selja sig, en því fleiri mönnum sem þær sofa hjá því meira líður þeim eins og konum. Queen Raquela er líka að þessu til þess að eiga pening því að það ríkir gífurleg fátækt í Cabu borg. En vændi leiðir hana út í internet klám og fær hún vinnu við það að vera einhvers konar web-cam stelpa! Þar er hún í vinnu hjá manni að nafni Michael, sem Stefan C. Schaefer tekst mjög vel að leika sem MJÖG leiðinlegan og sjálfumglaðan gaur!
En hann græðir svo mikinn pening á Raquela að hann ákveður að bjóða henni til Parísar, en vandamálið er að það vantar eitthvað uppá vegabréfið hennar....
Raquela kynnist íslenskrum stelpu-stráki á netinu, Valerie.
Valerie segir að hún getir reddað því sem uppá vantar ef Raquela kemur til Íslands og dvelur þar í 2 mánuði og vinnur í fiski með henni. Raquela lætur verða að því og flýgur til Íslands og vinnur með Valerie. Eftir tvo mánuði á Íslandi flýgur hún til Parísar og þar bíður Michael henni, en henni finnst hann svo leiðinlegur að hún vill bara frekar vera ein. Eftir allt ævintýrið er förinni síðan haldið heim til Filippseyjar.
Mér fannst myndin mjög góð og áhugaverð og verð ég að viðurkenna að ég vissi bara ekki neitt um þennan heim “lady-boys”.
En það var líka áhugavert að fá Ólaf Jóhannesson í heimsókn til okkar. Hann var mjög easy-going og tók sjálfann sig ekki mjög alvarlega sem kvikmyndagerðamann og útskýrði að hann vildi gera heimildarmynd um “lady-boys” sem væri ekki svona týpísk mynd þar sem viðtöl væru tekin við fjölskylduna um hvað þetta væri erfitt og svo frv. Þess vegna er þetta eiginlega leikin heimildarmynd. Ólafur sagði líka að stelpu-strákarnir hafi bara svona 10 ár af ævinni (17-27 ára) þar sem þær geta verið að stunda vændi af því að það sem þessi lífsstíll snýst um er að líta vel út og þær hafa í raun ekkert þegar þær eldast...
Mér finnst myndin hafa tekist mjög vel hjá honum og á hann hrós skilið að geta unnið svona vel úr þessari hugmynd.
Jæja...þar sem ég er veik get ég alveg eins nýtt tímann og bloggað um þessar myndir !!
Reykjavík-Rotterdam er íslensk spennumynd leikstýrð af Óskari Jónassyni og handritið samið af honum og Arnaldi Indriðasyni.
Myndin fjallar um Kristófer, mann á skilorði fyrir áfengissmygl.
Hann á konu, Írisi og tvo syni. Hann vinnur hjá Securitas en peningamálin eru orðin slæm hjá fjölskyldu hans og honum og reddar vinur hans, Steingrímur honum loka-túr með flutningsskipi á mili Reykjavík og Rotterdam. En Steingrímur er ekki allur eins og hann er séður eins og kemur í ljós á meðan Kristófer er í burtu þá sér Steingrímur um Írisi, en þau voru einu sinni saman. En hann er alltaf að koma í heimsókn til hennar og að reyna að fá hana til baka. En hún lendir í miklu veseni vegna handrukkara sem láta hana ekki vera vegna klúðurs bróður hennar sem bitnaði á Kristófer.
Mér finnst myndin alveg mjög vel heppnuð spennumynd, allavega eftir hlé hélt hún mér alveg. Hún heppnaðist vel og hljóðið var gott, ekki eins og í mörgum íslenskum myndum þar sem hljóðið er svo slæmt að það þyrfti að hafa íslenskan texta. Plottið var gott og var ekki fyrirsjáanlegt.
Alveg með betri íslenskum myndum og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af spennumyndum með drama-ívafi!!
En svo var líka mjög gaman að við fengum heimsókn frá honum Óskari Jónassyni, betur þekktur sem Skari Skrípó!!
En hann sagði okkur frá kvikmyndagerð og sjónvarpsgerð á Íslandi og hvað það kostaði að gera svona hluti og hvort væri skemmtilegra og svona...Honum finnst skemmtilegra að vinna í sjónvarpi af því að þar gerist allt hraðar, en hann leikstýrir einmitt Svartir englar sem er sýnt á RÚV sem eru spennuþættir (að mínu mati semí-misheppnaðir...)
Gaman að heyra það sem hann hafði að segja og vonandi sjá flestir þessa stórgóðu mynd.
Luv,
Íris !!
The Amazing Truth About Queen Raquela!
Mynd eftir Ólaf Jóhannesson sem fjallar um “lady-boys” eða stelpu-stráka. Aðalhlutverkið í myndinni er Queen Raquela og býr hún í Filippseyjum en deymir um að komast þaðan og til Parísar helst. Í París dreymir hana um að kynnast ríkum og myndarlegum manni.
Myndin sýnir hana og tvær vinkonur hennar á götum Cabu borgar að selja sig, en því fleiri mönnum sem þær sofa hjá því meira líður þeim eins og konum. Queen Raquela er líka að þessu til þess að eiga pening því að það ríkir gífurleg fátækt í Cabu borg. En vændi leiðir hana út í internet klám og fær hún vinnu við það að vera einhvers konar web-cam stelpa! Þar er hún í vinnu hjá manni að nafni Michael, sem Stefan C. Schaefer tekst mjög vel að leika sem MJÖG leiðinlegan og sjálfumglaðan gaur!
En hann græðir svo mikinn pening á Raquela að hann ákveður að bjóða henni til Parísar, en vandamálið er að það vantar eitthvað uppá vegabréfið hennar....
Raquela kynnist íslenskrum stelpu-stráki á netinu, Valerie.
Valerie segir að hún getir reddað því sem uppá vantar ef Raquela kemur til Íslands og dvelur þar í 2 mánuði og vinnur í fiski með henni. Raquela lætur verða að því og flýgur til Íslands og vinnur með Valerie. Eftir tvo mánuði á Íslandi flýgur hún til Parísar og þar bíður Michael henni, en henni finnst hann svo leiðinlegur að hún vill bara frekar vera ein. Eftir allt ævintýrið er förinni síðan haldið heim til Filippseyjar.
Mér fannst myndin mjög góð og áhugaverð og verð ég að viðurkenna að ég vissi bara ekki neitt um þennan heim “lady-boys”.
En það var líka áhugavert að fá Ólaf Jóhannesson í heimsókn til okkar. Hann var mjög easy-going og tók sjálfann sig ekki mjög alvarlega sem kvikmyndagerðamann og útskýrði að hann vildi gera heimildarmynd um “lady-boys” sem væri ekki svona týpísk mynd þar sem viðtöl væru tekin við fjölskylduna um hvað þetta væri erfitt og svo frv. Þess vegna er þetta eiginlega leikin heimildarmynd. Ólafur sagði líka að stelpu-strákarnir hafi bara svona 10 ár af ævinni (17-27 ára) þar sem þær geta verið að stunda vændi af því að það sem þessi lífsstíll snýst um er að líta vel út og þær hafa í raun ekkert þegar þær eldast...
Mér finnst myndin hafa tekist mjög vel hjá honum og á hann hrós skilið að geta unnið svona vel úr þessari hugmynd.
Ciao!
1 comment:
Flott færsla. 8 stig.
Post a Comment