Tuesday, October 14, 2008

Riff !!

Jæja..átti ennþá eftir að skrifa um 3 myndir sem ég sá á Riff og þær eru allar heimildarmyndir:

Squeezebox!
Heimildarmynd um skemmtistaðinn Squeezebox úti í New York sem var mjög vinsæll þangað til honum varð lokað 2001. Klúbburinn opnaði snemma á 10.áratugnum. Klúbbinn sóttu mikið dragdrottningar og fólk sem fílaði alvöru rokk!! Á hverju kvöldi var live-band og oftast einhver dragdrottning uppá sviði að syngja. Oftast var líka einhver að fækka fötum nálægt sviðinu. Myndin sýnir upptökur af viðburðum sem áttu sér stað inná Squeezebox og viðtöl við nokkra af fastagestum staðarins.
Mér fannst myndin ágæt, kannski aðeins of löng miðað við það að þetta voru bara viðtöl og myndbrot sem er alveg smá þreytt til lengdar. Það var líka alveg frekar lélegt hljóðið og ég heyrði ekki alltaf hvað var verið að segja, en fólk virtist alveg heyra það í salnum þannig að kannski var ég bara eitthvað slow.. En samt alveg áhugavert að sjá svona sveittan djamm-hluta af New York...


Generation 68:

Myndin segir frá árinu 1968 eins og er kannski nokkuð augljóst af fyrirsögninni. Árið þar sem Martin Luther King og Kenndy voru drepnir, árið þar sem allir voru með sítt hár og tískan var geðveikt töff og flower-power réð ríkjum. Myndin einkennist af viðtölum við t.d. Dennis Hopper,leikari, Annie Nightingale, sem var fyrsti kvenkyns útvarps Dj og fleiri góða. En já erfitt að skrifa um þessa mynd þar sem hún var frekar stutt og einkenndist mikið af myndbrotum og gömlum fréttabrotum líka..alveg ágætlega áhugaverð...en gaman að segja frá því að mamma mín var einmitt 20 og e-ð ára hippi á þessum tíma og bjó útí London og fór á tónleika með Rolling stones og Bítlunum og var alltaf bara að tjilla á Carnaby Street með peace merkið um hálsinn..




She´s a Boy I Knew:
Bandarísk heimildarmynd eftir Gwen Haworth en myndin segir sögu hennar. Í myndinni eru viðtöl við nánustu ættingja hennar og tala þau eins og þau séu að tala við hana. Gwen eða Steven eins og hann heitir fyrir aðgerð segir frá því(ætla að tala um hann í karlkyni fyrir aðgerð) hvernig honum hafi liðið eins og stelpu í strákalíkama síðan hann var 4 ára. Hann ætlaði alltaf að reyna að hunsa það bara og gera ekkert í því. En fannst hann bera of þung birði og vera að ljúga að sjálfum sér þannig. Hann hélt þessu leyndi fyrir öllum þangað til hann var kominn á þrítugsaldurinn og ákvað að fara að taka alls konar hormón og fara í aðgerð og breyta sér í konu. En svona aðgerð tekur langan tíma... En það sem er soldið skrýtið er að hann var giftur konu, Malgosia á þessum tíma, en ég hef alltaf verið föst með það í hausnum að ef maður lætur breyta sér í konu þá hlýtur hann að vera hommi...en svo er ekki.
En í hjónabandinu mynduðust margir erfiðleikar þegar Steven byrjaði að taka inn hormón og mála sig og verða kvenlegri. Aðallega af því að Malgosia laðaðist að honum sem manni og gat ekki laðast að honum sem konu. Þau skildu eftir einhvern tíma, en eru enn góðir vinir í dag.
Mjög góð mynd, mjög raunveruleg og áhrifamikil.
Gwen hleypir okkur inní líf sitt og deilir tilfinningum sínum með okkur. Hún er ekki að fegra neitt í myndinni...
Það var eitt sem kom skemmtilega á óvart og það var að Gwen sjálf var á sýningunni, en hún birtist bara óvænt, samkvæmt dagskránni átti hún ekki að koma. Það gerði auðvitað myndina líka minnistæðari. Gwen talaði aðeins fyrir myndina en þá sagði hún aðallega bara takk fyrir að sjá myndina mína og e-ð, en eftir myndina var Q&A. Hún var mjög krúttleg og hógvær... hún útskýrði að hún hafi gert myndina til þess að hjálpa fólki að skilja kynskiptaaðgerðir og að það er ekkert rangt við það ef það er það sem fólk vill, þó það hafi auðvitað sína afleiðingar. En Gwen er mjög hamingjusöm í dag þrátt fyrir erfiðleika og vill segja fólki sína sögu. Heh..kannski ruglingslegt að lesa þetta...erfitt að vita hvenær ég á að skrifa hún eða hann....


that´s it :)


1 comment: