Thursday, November 27, 2008

Kickin´it old skool!!

Kickin´it old school !

Jahá sá þessa mynd nýlega með unu&ylfu. Ég veit ekki alveg af hverju þessi mynd varð fyrir valinu hjá okkur. En við höfum of oft tekið lélegar myndir saman, og þessi mynd var engin undantekning! Augljóslega þurfum við að taka okkur á !

Myndin byrjar in the 80’s og við sjáum svona 12 ára strák,justin, vera að undirbúa sig fyrir danskeppni.
Svo fáum við að sjá danskeppnina eða þetta er frekar svona dans-battle. Þá keppir liðið hans Justins, funky fresh boyz, sem eru svona semí-lúðarnir í skólanum á móti “nettu” gaurunum. Í lok keppninar þá ákveður justin að taka head-spin og dettur af sviðinu á hausinn og hann lendir í dái í 20 ár!!
Sem sagt 20 árum síðar fáum við að sjá næst og þar liggur justin á spítala ennþá í dái og akkúrat þegar mamma hans og pabbi ætla að fara að taka vélina úr sambandi þá vaknar hann við það að heyra lagið sem var undir í dans-battlinu!
Hann fer út í heiminn og hittir gamlan vin sinn sem var með honum í liði í dans-battlinu. Þeir sjá auglýsta dans-keppni og hóa saman hina tvo og þeir fara að æfa á fullu saman.
Myndin endar auðvitað þannig að þeir vinna og justin byrjar með stelpunni sem hann hefur alltaf dreymt um...veit samt ekki hvað hún gæti mögulega séð við gaur sem er með þroska á við 12 ára???
Myndin er langdregin og allt alltof týpísk! Sé eftir því að hafa séð hana...og ég veit ekki alveg af hverju við kláruðum hana en í endann vorum við bara farnar að gagnrýna hversu léleg hún var!
Hún byrjaði samt allt í lagi, þegar þeir voru litlir en svo gjörsamlega hrundi hún þegar jamie kennedy fór að leika 12 ára gaur í líkama 30 ára manns...!!
Mæli ekki með henni !