Sunday, January 25, 2009

Best of 2008


Bíómyndir sem ég sá 2008!

Þegar ég reyndi að hugsa um myndir sem hafði séð frá seinasta ári, þá mundi ég eftir mjög fáum og ég held að ég hafi ekki horft eins mikið á bíómyndir áður en ég byrjaði í þessu fagi og ég fór eiginlega aldrei í bíó, en núna fer ég frekar oft. En hér eru nokkrar myndir sem ég man eftir að hafa séð á árinu 2008. Þær eru ekki í neinni sérstakri röð.


Mamma mia (2008)
Söngvamyndin víðfræga sem flestir virðast fíla.
Hún var sýnd í bíóhúsum landsins í sumar og held ég að það hafi aukið vinsældir hennar því að þessi mynd er svo sumarleg og hress og á miklu betur við yfir sumartímann. Söguþráður myndarinnar er svo sem ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, en það skiptir ekki höfuðmáli þegar að þessu kemur og skiptir máli að þetta er svona feel-good mynd og kemur vonandi flestum í gott skap. Ég hef þó séð leikritið tvisvar úti í London og verð að segja að leikritið er betra en myndin, kannski af því að Pierce Bronsan var ekki í leikritinu og það er eitthvað kjánalegt við að sjá hann syngja og dansa þarna með Meryl Streep...


Sex and the city (2008)
Þessa mynd hef ég bloggað um áður þannig að ég mun ekki gera það aftur...en ég elska samt þessa mynd mikið!

Into the Wild (2007)
Sá þessa mynd í sumar og datt bara óvart inn í hana og missti af byrjuninni reyndar en það var allt í lagi. Myndin er byggð á raunverulegum atburði um ungan mann sem skilur við venjubundið líf þar sem hann býr með foreldrum sínum og systur sinni og leggur af stað til Alaska án þess að láta þau vita og hefur ekkert samband við þau. Myndin fjallar um þessa ferð hans og fólk sem hann hittir. En það sem er áhrifaríkast við myndina er þegar hann er kominn einn til Alaska. Markmið Christophers var að lifa af landinu einn í víðerni Alaska en það er augljóst að hann hefur lítið planað hvernig hann ætli að fara að því. Það er þó ekki hægt annað en að dást að ákveðni hans en á móti kemur að hann er mjög eigingjarna að yfirgefa fjölskylduna og láta ekkert vita af sér.


Big Lebowski (1998)
Varð að sjá þessa mynd eftir að mjög margir voru búnir að blogga um hana. Flesti karakterar í myndinn eru mjög steiktir og bara ekkert eðlilegt við hana. Vinátta The Dude (Jeff Bridges), Donny(Steve Buscemi)og Walter(John Goodman) og samræður þeirra lætur áhorfandann spyrja sig ...af hverju hanga þessir menn saman...af því að það er svo gaman hjá þeim ? Samræður þeirra einkennast af því að það sem einn segir virðist hinn ekki skilja. Allavega spurði ég mig að þessu..en það er það sem gerir myndina fyndnari.
Þó að það sé ákveðið plott í myndinni sem byggist á ákveðnum misskilningi og plottið ekkert mjög far-out, þá enn og aftur spyr áhorfandinn sig...af hverju eru þessir 3 vinir flæktir inn í mannrán!!? En það er einmitt það sem gerir myndina öðruvísi frá öðrum. Það sem er eftirminnilegast eru þó ákveðin “quotes” sem að einhver af aðalpersónunum segir...dæmi um það:

The Dude: “The rug really tight the room together”----Epík!





The Bridge (2006)
Heimildarmynd um Golden Gate brúnna útí San Fransisco, en þar eru framin mjög mörg sjálfsmorð á ári hverju. Þessi mynd var mjög góð og áhugaverð og fékk mann til að hugsa. Við fylgdumst með aðstandendum fólks sem drap sig á brúnni og opnar hún augu manns fyrir því hvað sjálfsmorð eru í raun sjálfselskur verknaður...Sjáið þessa!



Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Café (1991)
Man að ég sá þessa mynd þegar ég var lítil og nýbúin að missa fyrsta hamsturinn minn þannig að ég var mjög sorgmædd þegar ég horfði á hana. Þess vegna finnst mér þetta enn í dag mjög sorgleg mynd en einnig út af því sem gerist í myndinni, sem ég sá seint á árinu 2008. Mér fannst myndin góð af því að hún náði vel að lýsa andrúmslofti á 3.og 4.áratugnum, m.a. kynþáttahatri en styrkleiki myndarinnar er samleikur aðalpersónanna.
En ég las samt fyrst bókina(gerði ritgerð upp úr henni) og sá síðan bíómyndina(þ.e.a.s áður en ég sá hana í 2.skiptið) og finnst mér bókin eiginlega aðeins betri, en bíómyndin er samt mjög góð og ef þið ætlið að horfa á hana muniði bara að hafa tissjú við hönd!




Se7en (1995)
Helvíti góð mynd og spennandi og mér fannst endirinn mjöööög góður ! Það sem auðvitað einkenndi þessa mynd er hversu drungalegt andrúmsloftið er allan tímann, t.d. það rigndi allan tímann og tengist það auðvitað viðfangsefninu, þ.e. röð skelfilegra morða sem virðast vera random en kemur síðan í ljós að þau virðast tengjast hinum 7 dauðasyndum.
Ég er ekki mikið fyrir svona spennumyndir með morðum en þessi er mjög góð!



No Country 4 old men (2008)
Þetta er mynd sem er að sumu leyti klassísk, það er að segja við höfum “the bad guy”- Javier Bardem og “the good guy”- Tommy Lee Jones. Síðan má segja að Josh Brolin leiki bæði góðan og slæman mann þó að áhorfendur hafi samúð men honum. Það sem er óvenjulegt við myndina er endirinn, ekki beint Hollywood endir, þar sem að vondi gæjinn tapar ekki heldur tapar góði gæjinn með því að hætta sem lögga. Myndin er spennandi og vel leikin af flestum og ber einkenni Coen bræðra, þar sem að söguþráðurinn er fullur af sérkennilegum “twists and turns”. Aðalgallinn er kannski að Javier Bardem virðist gjörsamlega vera ódrepandi, en kannski er það eitthvað sem strákar fíla.












jæja that´s it folks...:)

2 comments:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 8 stig.

Varðandi persónu Javier Bardem í No Country for Old Men, þá fannst mér virka ágætlega að hafa hann svona ódrepanlegan. Hann virkar einhvern veginn ómannlegur, bæði vegna þess hversu ósigrandi hann er og líka vegna þess að hann sýnir engar tilfinningar...

andri g said...

Ég fatta ekki hvað var svona mikil snilld við "call it, friendo" línuna í No Country for Old Men. Hún kom bara einu sinni og það var engin epísk uppbygging að henni eða neitt.