Thursday, January 29, 2009

SlUmDoG Millionaire



Slumdog millionaire

Í þessari færslu ætla ég að fjalla um myndina Slumdog Millionaire. Ég er nýbúin að sjá hana í bíó, enda mjög nýkomin og hefur fengið mjög góðar viðtökur.
En ekki lesa þessa færslu samt ef að þið vitið ekki endann eða viljið ekki vita hann.
Myndin er leikstýrð af Danny Boyle og vann hún 4 Golden Globe verðlaun um daginn og er hún tilnefnd til 10 Óskarsverðalauna. Myndin er byggð á bókinn Q & A eftir Vikas Swarup, ég reyndar las aldrei bókina, eins mikið og mamma mín talaði um hvað hún væri góð og ég þyrfti endilega að lesa hana.

Slumdog Millionaire eða Viltu vinna milljarð eins og Íslendingar vilja kalla hana fjallar um ungann strák, Jamal. Hann býr í Mumbai í Indlandi við mikla fátækt í miklu fátækrarhverfiog hefur mest alla sína ævi strögglað ásamt bróður sínum Salim. Þeir misstu mömmu sína ungir og höfðu þá engan að og þurftu að sjá um sig sjálfir. En myndin byrjar á að við sjáum Jamal í Who Wants to be a Millionaire þættinum og síðan er skipt yfir í þegar einhver maður er að lemja hann og spyrja hann á fullu “who told you the answers?”. Myndin er ekki í réttri tímaröð og sjáum við strax í byrjun að Jamal er handtekinn eftir að hann tekur þátt í þættinum og hefur þá unnið frekar háa upphæð, en framhald yrði í næsta þætti hvort hann ynni milljónina. Þáttastjórnandinn sakaði hann um svindl því að hann hélt að strákur sem hafði aldrei hlotið menntun og væri frá fátækrarhverfi gæti aldrei einn svarað öllum spurningunum rétt og hlaut því eitthvað svindl að vera í gangi.
Myndin er byggð upp þannig að við sjáum Jamal í yfirheyrslu hjá lögreglunni og þeir eru að horfa á upptöku af þættinum og eftir hverja spurningu biðja þeir Jamal um að útskýra hvers vegna hann vissi svarið við þessu. Þannig byrjum við að sjá atriði þar sem hann er lítill strákur og hvernig allt í hans lífi tilviljunarkennt tengist spurningunum í þættinum.
Það sem skiptir miklu máli í myndinni er stelpa að nafni Latika, sem Jamal og Salim kynnast mjög litlir og kalla þau þrjú sig “The Three Musketeers”- en einmitt loka-spurningin í þættinum er um The Three Musketeers. Einn daginn kemur maður og tekur þau og fer með þau á munaðarleysingarhæli, sem lítur út fyrir þau að vera mjög saklaust í fyrstu, en þegar líða tekur á þá kemur auðvitað í ljós að þessi gæji er mjöööög vafasamur. En á munaðarleysingarhælinu sér maður vel hversu vel Jamal og Latika ná saman og verður Salim pínu útundan.
En Jamal og Salim ná að strjúka af heimilinu áður en eitthvað hræðilegt verður gert við þá, eins og t.d. að blinda þá. En þeir ná ekki að taka Latiku með sér og verður hún eftir. Þá fáum við að sjá hratt Jamal og Salim vaxa úr grasi með því að selja fullt af drasli um borð í lest og undir allan tímann er lagið Paper Planes. En Jamal getur ekki gleymt Latiku. En þegar þeir eru orðnir unglingar og fluttir í borgina og komnir í vinnu á einhverjum skyndibitastað þá er Jamal staðráðin í að finna Latiku. Á þessum tíma er Salim farinn að drekka mikið og farin að fíla sig sem “bad-boy” gaurinn og fer að ganga með byssu á sér. Hann er í raun andstæðan við Jamal. Þeim tekst að finna Latiku í borginni en Salim hrekur Jamal fljótt í burtu.
Þá komum við eiginlega í nútímann, sem sagt nokkrum árum síðar þar sem Jamal vinnur sem tesveinn hjá símafyrirtæki. Hann leitar uppi Salim og Latiku, hann hittir þau og kemst hann að því að Latika er allt nema hamingjusöm og mjög kúguð af manninum sem hún býr með. Jamal hatar að sjá hana svona og þess vegna ákveður hann að skrá sig í þáttinn bara í þeirri von um að Latika væri að horfa á og myndi sjá sig og átta sig á því að hún elski hann líka og fari frá manninum sínum.
Ok ég veit að þetta er mjög nákvæmlega sagt frá myndinni hjá mér og endursögn, en mig langaði bara mjög mikið að skrifa um hana...


Ég verð að segja að mér fannst þessi mynd alveg virkilega góð og mæli með henni alveg tvímælalaust!! Það kom aldrei atriði þar sem mér leiddist og allt við hana er vel gert! Og ég fíla mjög myndir sem eru ekki í réttri tímaröð og maður þarf svona aðeins að púzzla(töff?) saman hvað er að gerast. Einnig finnst mér geðveikt að hann vissi svörin við öllum spurningum bara vegna tilviljanna af því að tilviljanir leika svo stóran hluta í lífi okkar (vá Íris orðin væmin núna) !
Mér finnst aðalleikarinn Dev Patel sem lék Jamal leika einstaklega vel og hann er bara fæddur 90 ! Ég þekki (já þekki) Dev úr þættinum Skins og þar leikur hann algjöran aula þannig að það var gaman að sjá hann breyta um hlutverk. Love that guy!! Einnig var mjög gaman hvernig myndin endaði allt í einu á svona týpísku Bollywood atriði þar sem allir fóru að dansa og syngja...gaman að þessum Indverjum !
Eeeeeen...ég las á netinu eitthvað sem einhver skrifaði og sagði að Slumdog Millionaire væri sögð vera Juno þessa árs, ég gæti ekki verið meira ósammála af því að mér fannst Juno vera mjög leiðinleg mynd og bara virkilega ekki neitt spes miðað við þessa.
En allir í bíó að sjá Slumdog Millionaire, annars eruð þið að missa af miklu.

luv, Íris..

2 comments:

andri g said...

Það að þú skulir ekki vita hvaða línu ég er að tala um í No Country for Old Men sannar alveg mál mitt. Ég hefði ekki tekið eftir henni hefði ég ekki vitað af henni fyrir, þú getur gúglað "call it friendo" og þá ættu að koma fullt af niðurstöðum.

Og nei, ég er ekkert að gera grín, SATC er awesome! Mér finnst samt magnað að þeir skulu ekki hafa fattað upp á "Carried away" orðaleiknum fyrr en þeir gerðu myndina, ég er samt ekki búinn að sjá alla þættina þannig ég veit ekki.

Siggi Palli said...

Flott færsla. 8 stig.