Monday, January 19, 2009

TaKeN

Jæja...fyrsta bloggið á árinu...


Taken

Ég ætla að skella þessari færslu hér inn, gerði þetta fyrir löngu..anywhoo..svo koma pöntuðu færslurnar...

Fór á þessa mynd með Ylfu um daginn og við urðum alveg spenntar... Með aðalhlutverk í myndinni fer Liam Neeson. Hann leikur Bryan Mills sem hefur verið skilinn í nokkur ár og hefur misst samband við 17 ára dóttur sína, Kim. Hann ákveður því að hætta í vinnunni sinni sem einhvers konar spæjari og flytja í borgina sem dóttir hans og fyrrverandi kona búa í. Í byrjun myndar reynir hann allt til að komast nær dóttur sinni, en fellur oft í skuggann á ríka stjúppabba hennar. Einn dag spyr dóttir hans hvort að hún megi fara til Parísar með vinkonu sinni, Amanda og segir að þær verði hjá frændfólki hennar. Bryan líst ekki vel á, en lætur undan og leyfir henni að fara. Þegar þær koma til Parísar þá kemur hins vegar í ljós að frændfólk Amöndu er á Spáni og Amanda ákvað að láta Kim ekki vita af því. Þegar þær eru nýkomnar hringir Bryan í Kim til þess að athuga hvort það sé ekki allt í lagi og á meðan á símtalinu stendur þá sér Kim annars staðar í húsinu einhverja menn ráðast á og taka Amöndu og Kim er svo heppin að hafa pabba sinn í símanum á meðan þeir taka hana síðan.
Bryan kemst af því að þetta eru albanískir innflytjendur í París sem ræna ungum útlenskum stelpum og gera háðar dópi og selja. Bryan fer til Parísar og er staðráðinn í að finna dóttur sína sama hvað hann þarf að gera, en hann hefur aðeins 72 tíma til þess. Í leitinni nýtist honum vel að vera njósnari og þekkja til ýmissa manna í bransanum sem geta hjálpað honum. Það sem eftir er af myndinni er mikill hasar(það hefði mátt stytta aðeins “the car chase” sem er í öllum myndum) og aðalgaurinn er auðvitað ódrepandi..

En allavega okkur Ylfu fannst þetta samt bara alveg ágætis skemmtun, hún var mjög spennandi á köflum en hápunkturinn var nú alveg pottþétt þegar Holly Valance (fyrrverandi stjarna úr Neighbours) birtist í myndinni sem söngkona. (djók)

Epík!

1 comment:

Siggi Palli said...

Kannski fullmikil endursögn. Hefði viljað sjá meira um stílinn, sem ég heyrt að sé ansi flottur. 4 stig