Friday, December 5, 2008

TV-showssss

Þættir!

jæja, ég ætla að blogga um nokkra sjónvarpsþætti og ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er aðeins meira fyrir þætti en bíómyndir..

Gossip girl


Hvað lét mig fallar fyrir Gossip Girl? Voru það fötin, glamúrinn, partýin eða New York? Blanda af öllu myndi ég segja...
Ég veit ekkert hvað ég get sagt um þennan þátt,það er bara svo margt að ég veit ekki hvar ég myndi byrja... nema ég elska allt við hann og þetta er uppáhalds þátturinn minn. Ég er ekki manneskjan sem quotar oft í þætti/bíómyndir..en þegar kemur að gossip girl þá kann ég þau flest :D
Þátturinn er byggður á bókum eftir Cecily von Ziegeser. Ég hef reyndar aldrei lesið þær, en Una hefur lesið eina og segir að það sé búið að breyta mjög miklu og að þátturinn sé eiginlega ekki með sama söguþráðinn.
En fötin í þættinum eru bara einstök, það er enginn þáttur sem býður upp á svona flott föt og góðan söguþráð á sama tíma!
Ég sá einu sinni viðtal við stílistann og ég verð að segja að hann er bara nokkuð góður í sinni vinnu. Hann hefur allavega veitt mér innblástur .. fyrir þá sem ekki hafa séð þættina þá..
Þættirnir snúast aðallega um serenu, blair, nate, chuck (þau búa öll í upper-east side í New York og eru rík) og dan og jenny Humphrey sem eru systkin og búa í Brooklyn, sem sagt ekki eins rík. En þau ganga öll samt í sama skólann, einkaskólann st. Jude (minnir mig). Þegar Dan og Jenny fara að blandast í Mannhattan´s elite þá fara málin heldur betur að flækjast og hlutirnir að breytast.
Það er eins og þeir sem hafi búið til þáttinn hafi komist inn í huga minn og gert bara nákvæmlega það sem ég fíla !
Vá ég gæti haldið alveg endalaust áfram að telja upp kosti þáttarins en ég hef ekki tíma fyrir það núna...kannski seinna ;)



Nate Archibald aðeins of heitur...

Grey´s anatomy
Já týpískt að fíla þennan þátt, en það er ástæða fyrir því að hann er svona vinsæll..! ég hef reyndar aldrei verið með stöð2 þannig að ég byrjaði bara að horfa á þennan þátt fyrir nokkrum vikum á netinu og er búin með 3.seríu. ég varð auðvitað alveg hooked á þáttinn og gat ekki hætt að horfa. Ég veit ekki hvað það er við hann, þótt að það sé búið að gera marga lækna-drama þætti þá hefur þessi eitthvað. Fyrir þá sem hafa aldrei horft þá...
Snýst þátturinn aðallega um meredith grey, sem er að læra að verða skurðlæknir á seattle grace hospital. 1. sería byrjar á fyrsta deginum hennar sem intern og þar kynnist hún öllu aðalfólkinu í þættinum, Christina, George , Izzie og Alex eru öll interns og snýst þátturinn eiginlega mikið til um þeirra líf og þar vantar ekki dramað! En svo má ekki gleyma Mcdreamy og Mcsteamy..
Ég fíla þennan þátt af því að þetta er alveg týpískur stelpu-þáttur og það er ekkert verið að skafa af því að lífið getur verið erfitt og ósanngjarnt... En þátturinn á líka sína gamansömu spretti, en ekki mjög marga...
En ég á eftir næstum 2 seríur af þessum þætti og er ég mjög spennt að sjá hvað getur gerst meira!! Frábærir þættir !



Skins
Skins er breskur unglingaþáttur. Hann fjallar um Tony, sem á að vera sjúkt heitur gæji og hann er með Michelle, heitu gjéllunni.
Sid er síðan besti vinur Tony en hann er algjör andstæða við Tony, rola og alltaf með húfu. Síðan eru hinir vinir þeirra, Maxxie, Anwar, Jal og Chris og Cassie. Allir þessir krakkar eru mjög skrýtnir og virðast allir búa við frekar skrýtnar aðstæður.
Öll eru þau þó mjög ólík. Ég fíla Chris mest af því að hann er svo misheppnaður og er mjög fyndinn karakter.
Maxxie er samt sætasti gaurinn, en hann er samt hommi, Anwar er algjör auli sem er alltaf að sofa hjá stelpu sem situr um Maxxie. Jal er gáfaða stelpan og Cassie er mjög opinská um sína anorexíu og MJÖG skrýtin.
Þættirnir eru þannig að þar er í hverjum þætti alltaf einhver einn af þessum aðalpersónan í þessum þætti og þá kynnumst við þessum einstaklingi betur. En samt einhvern veginn er Tony alltaf aðal.
En ég dýrka þessa þætti af því að þeir bjóða upp á svo margt. Þeir eru mjög oft fyndnir og líka sorglegir. Þeir sýna stundum svona harsh-reality, þar sem að margir deyja og slys gerast og fleira og fleira...og ekkert er fegrað þegar sýnt er frá djamminu hjá krökkunum.
Þessir þættir eru mjög spes og steiktir! og það eru bara komnar tvær seríur af honum en ég vona innilega að það komi fleiri, þótt að önnur sería hafi endað pínu eins og það kæmi ekki önnur...en fyrir alla þá sem hafa gaman af því að horfa stundum á þátt um skrýtið fólk í mjög bresku umhverfi og mjög ófyrirsjáanlegur söguþráður...þá er Skins eitthvað fyrir þig :D nei ég mæli samt í alvöru með honum, hann er mjög öðruvísi og ef fólk er komið með leið á amerískum þáttum þá er þessi þáttur alveg málið !




Scrubs
Nýgræðingar eins og RÚV vill þýða þetta sem er bandarískur grínþáttur, samt ekki með svona hlátri bakvið sem er kostur.
Hann fjallar aðallega um J.D eða Dr. John Dorian sem vinnur á spítalanum Sacred Heart (yes I love those doctor-shows) og samstarfsmenn hans sem eru vinir hans. Þátturinn gengur út á samskipti hans við, annars vegar Dr. Turk sem er skurðlæknir og eru þeir bestu vinir og hins vegar Dr. Cox sem er reyndari læknir og lítur J.D mikið upp til hans og þráir viðurkenningu frá honum sem er ekki auðfáanleg. Dr. Cox er þessi týpíski kaldhæðnislegi egocentric big-shot en er samt góðhjartaður en passar sig samt að enginn komist að því. Það sem er fyndnast við þessa þætti eru momentin á milli Cox og J.D. og hef ég og pabbi eytt fjölmörgum kvöldstundum í að horfa á sömu þættina aftur og aftur og leika atriðin upp.
Við fylgjumst með J.D frá fyrsta degi (já eins og í Greys) og fylgjumst með honum öðlast meiri og meiri reynslu en persónuleiki hans breytist samt aldrei, hann er alltaf jafnmikill kjáni og einstaklega dagdreyminn.
Ég fíla þessa þætti alveg í botn og við eigum allar 6 seríurnar og ég er algjör fan!

Ég gæti alveg haldið áfram endalaust..en þar sem að jólapróf eru handan við hornið, verð að hætta...
Bæ..

Thursday, November 27, 2008

Kickin´it old skool!!

Kickin´it old school !

Jahá sá þessa mynd nýlega með unu&ylfu. Ég veit ekki alveg af hverju þessi mynd varð fyrir valinu hjá okkur. En við höfum of oft tekið lélegar myndir saman, og þessi mynd var engin undantekning! Augljóslega þurfum við að taka okkur á !

Myndin byrjar in the 80’s og við sjáum svona 12 ára strák,justin, vera að undirbúa sig fyrir danskeppni.
Svo fáum við að sjá danskeppnina eða þetta er frekar svona dans-battle. Þá keppir liðið hans Justins, funky fresh boyz, sem eru svona semí-lúðarnir í skólanum á móti “nettu” gaurunum. Í lok keppninar þá ákveður justin að taka head-spin og dettur af sviðinu á hausinn og hann lendir í dái í 20 ár!!
Sem sagt 20 árum síðar fáum við að sjá næst og þar liggur justin á spítala ennþá í dái og akkúrat þegar mamma hans og pabbi ætla að fara að taka vélina úr sambandi þá vaknar hann við það að heyra lagið sem var undir í dans-battlinu!
Hann fer út í heiminn og hittir gamlan vin sinn sem var með honum í liði í dans-battlinu. Þeir sjá auglýsta dans-keppni og hóa saman hina tvo og þeir fara að æfa á fullu saman.
Myndin endar auðvitað þannig að þeir vinna og justin byrjar með stelpunni sem hann hefur alltaf dreymt um...veit samt ekki hvað hún gæti mögulega séð við gaur sem er með þroska á við 12 ára???
Myndin er langdregin og allt alltof týpísk! Sé eftir því að hafa séð hana...og ég veit ekki alveg af hverju við kláruðum hana en í endann vorum við bara farnar að gagnrýna hversu léleg hún var!
Hún byrjaði samt allt í lagi, þegar þeir voru litlir en svo gjörsamlega hrundi hún þegar jamie kennedy fór að leika 12 ára gaur í líkama 30 ára manns...!!
Mæli ekki með henni !

Saturday, November 22, 2008

Topp10--1.hluti

TOPP 10 listinn minn--- fyrsti hluti
Þetta er ekki í neinni sérstakri röð eiginlega... á mjög erfitt með að gera svona topp-lista, þetta eru aðallega bara myndir sem ég man eftir núna..


10.Center Stage
Ballett mynd frá árinu 2000. Mynd sem að Una kynnti fyrir mér og höfum við nokkrum sinnum horft á hana saman.
Myndin fjallar um Jodie Sawyer, ung ballerína sem kemst inn í virtan balletskóla útí New York, American Ballet Academy. Þar kynnist Jodie Evu sem er klár ballerína en vantar rétta “attitude-ið” og Maureen sem er besti dansarinn í skólanum.
Mikil samkeppni ríkir á milli nemandanna þar og keppast allir um að fá að dansa í loka dance-workshop sýningu.
Mikil spenna er á milli Jonathans (Sandy úr OC. ), sem sér um skólann og Cooper, mjög virtur dansari. Þeir eru báðir líka danshöfundar og fyrrverandi kærasta Cooper fór frá honum fyrir Jonathan. Þannig að spennan er svakaleg þar á milli!!
Það fer að hitna í kolunum á milli Jodie og Cooper en eftir eina nótt saman kemst Jodie síðar að því að hann er bara player!
En engu að síður velur hann Jodie til að dansa í lokaverkinu sínu og hann stofnar dans-company og vill fá hana til liðs við sig. Hún gengur til liðs við hann en það er ekkert meira á milli þeirra. Eva fær aðalhlutverk í dans verkinu hans Jonathans eftir að Maureen ákveður að hætta og einbeita sér að einhverju sem hún hefur virkilega áhuga á.
Ég elska þessa mynd, dansarnir eru mjög flottir í henni, þótt að söguþráðurinn sé kannski ekkert sá besti né frumlegasti. Lögin eru líka skemmtileg, soldið mikið Mandy Moore og Jamiroquai, veit að Birta fílar eitt lagið (Candy...) eins og ég ;) Ef að þú fílar dans-mynd þá fílaru´ana..!!!

loka dans atriðið í myndinni=awesome


9. Drowning Mona-
Er bandarísk grínmynd frá árinu 2000. Fjallar um lögreglumanninn Wyatt Rush (Danny Devito) sem rannsakar dauða Monu Dearly (Bette Midler) en hún fannst dauð eftir að hafa keyrt af kletti og niður í á og drukknað þar. Fyrst heldur Wyatt að þetta hafi verið slys, þar sem að hún var nú þekkt fyrir að vera lélegur bílstjóri..en kemst síðar að því að einhver klippti á bremsurnar...
Hann þarf því að spyrja alla sem tengjast Monu í bænum og eru allir í bænum alveg frekar skrýtnir og virðist enginn vera leiður yfir dauða Monu, sérstaklega ekki maðurinn hennar, Phil né sonur hennar, Jeff.
Wyatt á því erfitt verkefni fyrir sér því að allir eru mjög grunsamlegir og gerir það honum erfitt fyrir að finna hinn seka.

Mjög fyndin mynd en líka mjög, mjög steikt og allir karakterarnir eru eitthvað alvarlega twisted. Sérstaklega karakterinn sem Will Ferrell leikur, mann sem leigir út sal fyrir líkvökur. Hann er mjög fyndinn! En ég fíla líka Casey Affleck (bróðir Ben Affleck) mjög mikið í þessari mynd, en honum tekst mjög vel að leika algjöra rolu!!
Mæli með henni!
Casey Affleck og Will Ferrell lookin´flyyy...


8.Groundhog Day
Bandarísk bíómynd frá 1993 með Bill Murray í aðalhlutverki og Andie MacDowell. Mynd sem ég er búin að horfa aðeins of oft á með pabba og hún er alltaf jafnfyndin!
Myndin fjallar um veðurmanninn Phil Connors(Murray) sem þarf að fara ásamt Ritu(MacDowell)u til Punxsutawney til að fjalla um hátíðarhöldin þann 2.febrúar, sem er Groundhog day. Hátíðarhöldin fara þannig fram að það er groundhog(múldýr) í búri sem er spurt um veðrið næstu mánuði.
Phil er kominn með leið á þessu, enda hefur hann verið sendur í mörg ár, og vill hann helst flýta sér aftur heim til Pittsburgh. En þau komast ekkert út af vondu veðri og þau verða því að gista eina nótt í viðbót…en þegar Phil vaknar næsta dag..bregður honum nú aldeilis þegar hann áttar sig á því að það er allt það sama að gerast, það er aftur 2.febrúar! Eftir að hafa upplifað marga daga sem voru 2.febrúar fer Phil að athuga hvernig færi ef hann myndi drepa sig..en hann vaknar alltaf daginn eftir og það er 2.febrúar.
Með betri grínmyndum sem ég hef séð og Bill Murray tekst mjög vel að leika kaldhæðinn og sjálfselskan veðurfræðing!




7 . Love Actually
Bresk jólamynd frá árinu 2003. Þessa hef ég reyndar séð nokkuð oft. Fór á hana í bíó minnir mig og hef síðan held ég séð hana fyrir flest jól.
Í myndinni fylgjumst við með nokkrum sögum af fullt af mismunandi fólki en síðan í lokin tengist þetta fólk allt saman einhvern veginn..
Ég held að það sé mjög erfitt að segja frá henni almennilega nema í miklum smáatriðum...sem ég skal gera seinna..
En annars fíla ég þessa mynd mikið af því að hún er svo bresk, hún er rómantísk og fyndin. Kemur mér alltaf í jólaskap og bara mjög krúttleg %)
Uppáhalds karakterinn minn er litli strákurinn, Sam, sem er 8 ára og alveg viss um að hann sé ástfanginn og ætlar að gera hvað sem er til að fá Joanna.


6.Jamon, jamon ! (skinka, skinka)
-Spænsk mynd frá 1992 með Javier Bardem (leikur m.a. í No Country for Old men) í aðalhlutverki og Penelope Cruz (sem leikur í næstum öllum spænskum myndum).
Ég hef reyndar bara séð þessa mynd einu sinni með Ylfu og Unu, eftir að Iðunn spænskukennari var að tala um hana í tíma þá langaði okkur að sjá hana og hún er mjög speees....eins og Iðunn var búin að vara okkur við..
Fjallar um Sylvia (Cruz) sem er með José Luis, en þau vinna bæði hjá mömmu hans og pabbi sem hanna nærföt. Sylvia verður ólétt eftir hann, en eftir að hún segir honum frá því fer hann að haga sér skringilega, en vill samt giftast henni.
Sylvia fer að falla fyrir Raúl (Bardem) sem er gaur sem vinnur í einhverri skinku verksmiðju og er fyrrverandi nærfatamódel og keyrir um á bíl með stórum skinku legg ofan á og á bara að vera the hottest guy on earth!
En mamma hans José borgaði Raúl fyrir að láta Sylviu falla fyrir honum af því að hún vill ekki að José giftist Sylviu
Myndin endar á því að José Luis og Raúl berjast fyrir Sylviu af því að Raúl er þá ástfanginn af Sylviu í alvöru..og endar á að Raúl lemur José Luis með skinku og hann deyr..
Þessi mynd er náttúrulega bara algjör steypa, eins og margar spænskar myndir og er mjög mjög gróf og twisted! En við höfðum mjög gaman að henni...en hún er ekki fyrir viðkvæmar sálir !



skinka, öflugt morðvopn greinilega...

ps. ég ætlaði að hafa vídjó...en ég kann ekki að setja þau inná þetta...help some1!

Wednesday, October 29, 2008

Sex and city!!!



Sex and the City –The Movie

Jæja..nýbúin að sjá þessa mynd í 2.skiptið og ég elskaði hana bara alveg jafnmikið!!
Ég veit, Siggi Palli að þetta er kannski ekki alveg beint það sem þú kýst að horfa á...en góða skemmtun að lesa um hana eða ætti ég að segja "get carried away" ...og kannski langar þig bara eftir á að sjá hana...hver veit??

Hin týpíska stelpu-mynd um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar þrjár, Samantha, Miranda og Charlotte.
Við tökum upp þráðinn 4 árum eftir að seríurnar í sjónvarpinu enduðu þar sem Carrie er ennþá með Mr. Big, Samantha býr í LA. með Smith Jarrod, Miranda og Steve búa saman í Brooklyn og Charlotte og Harry eru nýbúin að ættleiða kínverskt barn. Carrie og Big ákveða að gifta sig á New York library og ætla bara að hafa litla athöfn með fáum....en þegar það fréttist um alla New York að “the last single girl” Carrie Bradshaw sé ekki lengur einhleyp.. þá stækkar brúðkaupið aðeins meira en þau höfðu í huga. T.d. er Carrie boðið að fara í myndatöku hjá Vogue í brúðarkjólum frá alls konar hönnuðum og gefur Vivienne Westwood henni einn kjól sem hún ákveður að gifta sig í (myndi aldrei gerast í alvörunni..but a girl can dream!) En allt þetta brúðkaups-húllum-hæ verður aðeins of mikið fyrir Big og kemur hann aldrei í brúðkaupið og skilur Carrie eftir með brotið hjarta og niðurlægð!
Carrie dettur í þunglyndi en þar sem hún á góðar vinkonur þá koma þær henni í gegnum þetta og ákveða þær 4 að skella sér saman til Mexíkó, en Carrie og Big ætluðu þangað í brúðkaupsferðina sína og var Carrie búin að borga það fyrirfram á kreditkortinu sínu.
Eftir Mexíkó þarf Carrie þó að halda áfram að lifa og takast á við raunveruleikann og flytur aftur inní gömlu íbúðina sína í New York (en fyrir brúðkaupið var hún og Big búin að kaupa íbúð á 5th avenue). Carrie ræður aðstoðarkonu til að hjálpa sér að flytja aftur inn í íbúðina sína og til þess að koma ferli sínum aftur á skrið(hún er rithöfundur og er búin að gefa út 3 bækur).
Aðstoðarkonan, Louise er leikin af Jennifer Hudson fyrrum American Idol stjörnu hjálpar henni að ná tökum á lífi sínu. En ekki er líf vinkvenna hennar áhyggjulaust...Steve hélt framhjá Miröndu og getur hún ekki fengið sig til að fyrirgefa honum það og Samantha leiðist lífið út í LA. og finnst líf hennar bara snúast um kærastann sinn og hún getur ekki hætt að glápa á heita, heita nágrannann sinn, Dante! En lífið leikur við Charlotte sem er ólétt eftir mörg ár að hafa reynt. Charlotte er á veitingastað einn daginn og hittir Big mörgum mánuðum eftir að hann beilaði á Carrie. Hún missir vatnið og hann keyrir hana á spítalann. Þegar Carrie kemur svo á spítalann þá er hann farinn. En Harry, eiginmaður Charlotte segir að Big hafi beðið eftir Carrie og vonast til að hitta hana, en hún hefur ekki viljað tala neitt við hann síðan á brúðkaupsdaginn. Þau hittast síðan í lokin og gifta sig, í ráðhúsinu. Einnig taka Miranda og Steve aftur saman en Samantha varð að hætta með Smith og flytur aftur til New York.

Geðveik mynd, er bara eins og langur Sex and the City þáttur. Einnig má ekki gleyma fötunum sem gera myndina af því sem hún er og stýlistin Patricia Field hefur líka hlotið mikið lof fyrir vinnu sína í myndinni og þáttunum, þar sem að stelpurnar klæðast öllu straight of the runway. Auðvitað veit ég að sem rithöfundur í New York þá ætti maður ekki efni á öllum þessum Manolo Blahnik skóm og Louis Vuitton töskum..en það eyðileggur bara fyrir manni myndina ef maður ætlaði að hugsa þannig. En já mjög skemmtileg mynd sem sýnir hvað vinskapur er dýrmætur og sýnir líka vel hvað flestar stelpur/konur hugsa um :D
bæjj!

Friday, October 24, 2008

Movies!!

Reykjavík-Rotterdam

Jæja...þar sem ég er veik get ég alveg eins nýtt tímann og bloggað um þessar myndir !!

Reykjavík-Rotterdam er íslensk spennumynd leikstýrð af Óskari Jónassyni og handritið samið af honum og Arnaldi Indriðasyni.
Myndin fjallar um Kristófer, mann á skilorði fyrir áfengissmygl.
Hann á konu, Írisi og tvo syni. Hann vinnur hjá Securitas en peningamálin eru orðin slæm hjá fjölskyldu hans og honum og reddar vinur hans, Steingrímur honum loka-túr með flutningsskipi á mili Reykjavík og Rotterdam. En Steingrímur er ekki allur eins og hann er séður eins og kemur í ljós á meðan Kristófer er í burtu þá sér Steingrímur um Írisi, en þau voru einu sinni saman. En hann er alltaf að koma í heimsókn til hennar og að reyna að fá hana til baka. En hún lendir í miklu veseni vegna handrukkara sem láta hana ekki vera vegna klúðurs bróður hennar sem bitnaði á Kristófer.
Mér finnst myndin alveg mjög vel heppnuð spennumynd, allavega eftir hlé hélt hún mér alveg. Hún heppnaðist vel og hljóðið var gott, ekki eins og í mörgum íslenskum myndum þar sem hljóðið er svo slæmt að það þyrfti að hafa íslenskan texta. Plottið var gott og var ekki fyrirsjáanlegt.
Alveg með betri íslenskum myndum og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af spennumyndum með drama-ívafi!!
En svo var líka mjög gaman að við fengum heimsókn frá honum Óskari Jónassyni, betur þekktur sem Skari Skrípó!!
En hann sagði okkur frá kvikmyndagerð og sjónvarpsgerð á Íslandi og hvað það kostaði að gera svona hluti og hvort væri skemmtilegra og svona...Honum finnst skemmtilegra að vinna í sjónvarpi af því að þar gerist allt hraðar, en hann leikstýrir einmitt Svartir englar sem er sýnt á RÚV sem eru spennuþættir (að mínu mati semí-misheppnaðir...)
Gaman að heyra það sem hann hafði að segja og vonandi sjá flestir þessa stórgóðu mynd.

Luv,
Íris !!

The Amazing Truth About Queen Raquela!

Mynd eftir Ólaf Jóhannesson sem fjallar um “lady-boys” eða stelpu-stráka. Aðalhlutverkið í myndinni er Queen Raquela og býr hún í Filippseyjum en deymir um að komast þaðan og til Parísar helst. Í París dreymir hana um að kynnast ríkum og myndarlegum manni.
Myndin sýnir hana og tvær vinkonur hennar á götum Cabu borgar að selja sig, en því fleiri mönnum sem þær sofa hjá því meira líður þeim eins og konum. Queen Raquela er líka að þessu til þess að eiga pening því að það ríkir gífurleg fátækt í Cabu borg. En vændi leiðir hana út í internet klám og fær hún vinnu við það að vera einhvers konar web-cam stelpa! Þar er hún í vinnu hjá manni að nafni Michael, sem Stefan C. Schaefer tekst mjög vel að leika sem MJÖG leiðinlegan og sjálfumglaðan gaur!
En hann græðir svo mikinn pening á Raquela að hann ákveður að bjóða henni til Parísar, en vandamálið er að það vantar eitthvað uppá vegabréfið hennar....
Raquela kynnist íslenskrum stelpu-stráki á netinu, Valerie.
Valerie segir að hún getir reddað því sem uppá vantar ef Raquela kemur til Íslands og dvelur þar í 2 mánuði og vinnur í fiski með henni. Raquela lætur verða að því og flýgur til Íslands og vinnur með Valerie. Eftir tvo mánuði á Íslandi flýgur hún til Parísar og þar bíður Michael henni, en henni finnst hann svo leiðinlegur að hún vill bara frekar vera ein. Eftir allt ævintýrið er förinni síðan haldið heim til Filippseyjar.
Mér fannst myndin mjög góð og áhugaverð og verð ég að viðurkenna að ég vissi bara ekki neitt um þennan heim “lady-boys”.
En það var líka áhugavert að fá Ólaf Jóhannesson í heimsókn til okkar. Hann var mjög easy-going og tók sjálfann sig ekki mjög alvarlega sem kvikmyndagerðamann og útskýrði að hann vildi gera heimildarmynd um “lady-boys” sem væri ekki svona týpísk mynd þar sem viðtöl væru tekin við fjölskylduna um hvað þetta væri erfitt og svo frv. Þess vegna er þetta eiginlega leikin heimildarmynd. Ólafur sagði líka að stelpu-strákarnir hafi bara svona 10 ár af ævinni (17-27 ára) þar sem þær geta verið að stunda vændi af því að það sem þessi lífsstíll snýst um er að líta vel út og þær hafa í raun ekkert þegar þær eldast...
Mér finnst myndin hafa tekist mjög vel hjá honum og á hann hrós skilið að geta unnið svona vel úr þessari hugmynd.
Ciao!

Tuesday, October 14, 2008

Riff !!

Jæja..átti ennþá eftir að skrifa um 3 myndir sem ég sá á Riff og þær eru allar heimildarmyndir:

Squeezebox!
Heimildarmynd um skemmtistaðinn Squeezebox úti í New York sem var mjög vinsæll þangað til honum varð lokað 2001. Klúbburinn opnaði snemma á 10.áratugnum. Klúbbinn sóttu mikið dragdrottningar og fólk sem fílaði alvöru rokk!! Á hverju kvöldi var live-band og oftast einhver dragdrottning uppá sviði að syngja. Oftast var líka einhver að fækka fötum nálægt sviðinu. Myndin sýnir upptökur af viðburðum sem áttu sér stað inná Squeezebox og viðtöl við nokkra af fastagestum staðarins.
Mér fannst myndin ágæt, kannski aðeins of löng miðað við það að þetta voru bara viðtöl og myndbrot sem er alveg smá þreytt til lengdar. Það var líka alveg frekar lélegt hljóðið og ég heyrði ekki alltaf hvað var verið að segja, en fólk virtist alveg heyra það í salnum þannig að kannski var ég bara eitthvað slow.. En samt alveg áhugavert að sjá svona sveittan djamm-hluta af New York...


Generation 68:

Myndin segir frá árinu 1968 eins og er kannski nokkuð augljóst af fyrirsögninni. Árið þar sem Martin Luther King og Kenndy voru drepnir, árið þar sem allir voru með sítt hár og tískan var geðveikt töff og flower-power réð ríkjum. Myndin einkennist af viðtölum við t.d. Dennis Hopper,leikari, Annie Nightingale, sem var fyrsti kvenkyns útvarps Dj og fleiri góða. En já erfitt að skrifa um þessa mynd þar sem hún var frekar stutt og einkenndist mikið af myndbrotum og gömlum fréttabrotum líka..alveg ágætlega áhugaverð...en gaman að segja frá því að mamma mín var einmitt 20 og e-ð ára hippi á þessum tíma og bjó útí London og fór á tónleika með Rolling stones og Bítlunum og var alltaf bara að tjilla á Carnaby Street með peace merkið um hálsinn..




She´s a Boy I Knew:
Bandarísk heimildarmynd eftir Gwen Haworth en myndin segir sögu hennar. Í myndinni eru viðtöl við nánustu ættingja hennar og tala þau eins og þau séu að tala við hana. Gwen eða Steven eins og hann heitir fyrir aðgerð segir frá því(ætla að tala um hann í karlkyni fyrir aðgerð) hvernig honum hafi liðið eins og stelpu í strákalíkama síðan hann var 4 ára. Hann ætlaði alltaf að reyna að hunsa það bara og gera ekkert í því. En fannst hann bera of þung birði og vera að ljúga að sjálfum sér þannig. Hann hélt þessu leyndi fyrir öllum þangað til hann var kominn á þrítugsaldurinn og ákvað að fara að taka alls konar hormón og fara í aðgerð og breyta sér í konu. En svona aðgerð tekur langan tíma... En það sem er soldið skrýtið er að hann var giftur konu, Malgosia á þessum tíma, en ég hef alltaf verið föst með það í hausnum að ef maður lætur breyta sér í konu þá hlýtur hann að vera hommi...en svo er ekki.
En í hjónabandinu mynduðust margir erfiðleikar þegar Steven byrjaði að taka inn hormón og mála sig og verða kvenlegri. Aðallega af því að Malgosia laðaðist að honum sem manni og gat ekki laðast að honum sem konu. Þau skildu eftir einhvern tíma, en eru enn góðir vinir í dag.
Mjög góð mynd, mjög raunveruleg og áhrifamikil.
Gwen hleypir okkur inní líf sitt og deilir tilfinningum sínum með okkur. Hún er ekki að fegra neitt í myndinni...
Það var eitt sem kom skemmtilega á óvart og það var að Gwen sjálf var á sýningunni, en hún birtist bara óvænt, samkvæmt dagskránni átti hún ekki að koma. Það gerði auðvitað myndina líka minnistæðari. Gwen talaði aðeins fyrir myndina en þá sagði hún aðallega bara takk fyrir að sjá myndina mína og e-ð, en eftir myndina var Q&A. Hún var mjög krúttleg og hógvær... hún útskýrði að hún hafi gert myndina til þess að hjálpa fólki að skilja kynskiptaaðgerðir og að það er ekkert rangt við það ef það er það sem fólk vill, þó það hafi auðvitað sína afleiðingar. En Gwen er mjög hamingjusöm í dag þrátt fyrir erfiðleika og vill segja fólki sína sögu. Heh..kannski ruglingslegt að lesa þetta...erfitt að vita hvenær ég á að skrifa hún eða hann....


that´s it :)


Sunday, October 5, 2008

bíó bíó

Afterschool

Sá þessa mynd á sunnudeginum 28.sept með Birtu. Það var soldið gaman að þegar ég og Birta töluðum fyrst um Riff þá vorum við báðar búnar að merkja við þessa mynd og því alveg tilvalið að við myndum skella okkur á hana.

Myndin Afterschool er bandarísk og segir frá Robert sem er í námi í prep-school. Robert er frekar skrýtinn og hann er alltaf á netinu að skoða klám, einhver vídjó eða bara eitthvað sem er ekki leikið, heldur raunverulegt. Hann deilir herbergi með stráki að nafni Dave, sem er slæmur félagsskapur, því hann er á kafi í dópi og að selja krökkum dóp. Einn dag er Robert og Amy (stelpa úr “bekknum” hans) að mynda gang skólans fyrir eitthvað skólaverkefni og þá allt í einu út úr einni skólastofunni birtast tvíburasysturnar Mary og Ann Talbert(vinsælustu gjéllur skólans). Þær fá flogakast og falla í gólfið. Robert labbar til þeirra og heldur annarri þeirra í fanginu á meðan hún deyr. Þær deyja báðar. Mikið sjokk og mikil sorg er í skólanum og er skólastjórinn alltaf að tala við Robert og spyrja hann hvort að það sé í lagi með hann. En Robert er ekki málglaður og mjög mikið inní sér og því reynist erfitt að tala við hann. Seinna kemur í ljós að Mary og Ann dóu úr eitruðum kókaín skammti. Skólastjórinn fær Robert til að gera minningarmynband um þær. Robert gerir myndbandið ekki eins og skólastjórinn vill hafa það, því að hann gerir það raunverulegt. Eftir dauða stelpnanna er samband Dave og Roberts breytt og ræðst Robert á Dave í skólanum, þar sem hann segir “you killed them”. Skólastjórinn spyr Robert út í slagsmálin, en eins og alltaf svarar Robert bara að allt sé í lagi. Það kemur aldrei í ljós í hvort að Dave eigi sök á dauða þeirra, en hann er líklega sá sem seldi þeim efnið. Það sem var áhugavert var að seinna þegar Robert kíkti á vídjó á netinu þá var einhver búin að setja inn myndband af tvíburunum deyja. Það vídjó var tekið á síma og ofan frá. Einnig eftir slagsmál Roberts og Dave, þá var vídjó af því komið á netið líka tekið ofan frá á síma. Það kom aldrei í ljós hver það var sem tók þessi myndbönd.

Mér fannst myndin alveg ágæt bara. Hún var tekin mjög skringilega, en það var samt til að hafa hana raunverulega. En til lengdar var það alveg þreytt, því stundum var fólkið sem var að tala ekki einu sinni almennilega inná. Í myndinni var lögð áhersla á hvernig komið var fram við krakkana öðruvísi. T.d. Dave átti ríka foreldra og var ekki í skólanum á styrki og segir skóla”sálfræðingurinn” í myndinni við Robert að hann viti alveg að Dave sé að selja dóp, og að hann hafi sagt skólastjórninni það og þau hafi ekkert gert. Í Riff bæklingnum stendur að myndin sé könnun á því ofsóknarbrjálæði sem skapaðist í Bandaríkjunum eftir 11.sept og líka áhrif myndbanda á netinu á hegðum fólk. Þetta með ofsóknarbrjálaðið sást þegar skólinn fór að leita í töskum hjá nemendum eftir helgarfrí. Þá var pabba hans Dave sagt frá því áður svo Dave gæti falið dópið sitt inná sér. Þetta sýnir það að skólinn þurfti á peningnum að halda sem pabbi Dave borgar.


O’HORTEN
Bráðskemmtileg norsk mynd eftir Bent Hamer. Myndin fjallar um Odd Horten sem er komin á eftirlaunaaldurinn og þarf því að hætta að vinna sem lestarstjóri. Hann hefur unnið lengi sem lestarstjóri og þekkir í raun ekkert annað líf. Hann á erfitt með að aðlaga sig að hinum nýja hversdagsleika og lendir hann í alls konar uppákomum. T.d. að synda nakinn í sundlaug, klæðast rauðum hælaskóm og fara í bíl með manni með bundið fyrir augun.
Odd er að átta sig á því að það styttist í dauðann og hann manar sjálfan sig upp í að gera marga hluti sem hann myndi annars ekki gera....
Ef ég hefði lesið um myndina þá hefði mig ekki langað mikið að sjá hana, en ég fór á hana af því að ég hafði heyrt góða hluti um hana. Ég sé sko ekki eftir því...
Mjög vel heppnuð grínmynd og líka eina grínmyndin sem ég sá á Riff. Kannski ekki mikið að segja um þessa mynd nema bara mjög krúttleg :)
laters ;)

Tuesday, September 30, 2008

avant que j´oublie






jæjahh
Ég veit ekki alveg hvernig eða hvar ég að byrja að skrifa um þessa mynd...
En Avant que j´oublie er frönsk mynd og er um eldri mann, Pierre sem er hommi, býr einn og hefur verið HIV smitaður í 24 ár. Jacques Nolot leikur Pierre og leikstýrir einnig myndinni. Pierre hefur eytt ævi sinni sem svona male-gigalo og nú þegar hann er of gamall til að fá borgað fyrir það þá borgar hann ungum gigalos til að fullnægja sínum þörfum.
Myndin sýnir samfélag manna í París þar sem allir eru hommar og allir hafa sofið hjá öllum og ungir menn virðast stunda það að sofa hjá eldri ríkum mönnum.
Í myndinni kemur það í ljós að Pierre hefur nýlega misst ástmann sinn, Torrance(eða e-ð þannig nafn), sem var mjög ríkur og glímir Pierre við það að fá arfinn hans.
Pierre er ráðfært að fara að taka sterkari lyf gegn HIV-inu en hann er svo hræddur um að missa hárið, en ég náði því aldrei hvort hann hafi farið að taka þau eða ekki. Ég myndi rekja söguþráðinn lengur, en í raun fannst mér ekki neitt gerast í myndinni.






En já ég fór á þessa mynd með Ásgerði og ég veit ekki alveg af hverju við ákváðum þessa mynd, okkur fannst hún hljóma e-ð krassandi. En okkur gat ekki skjátlast meira. Myndin var alveg hræðileg. Það versta var kannski að allt í einu þegar það var svona klukkutími búinn af myndinni fattaði ég að það væri ekkert búið að gerast og þá fór ég að bíða eftir að e-ð myndi gerast. Myndin einkenndist af löngum samtölum milli Pierre og einhverra manna, og þá aðallega þar sem Pierre er bara að kvarta... svo án djóks komu svona 5 atriði þar sem EKKERT gerðist...myndin byrjaði á LÖÖÖÖNGU atriði þar sem Pierre er að velta sér í rúminu svo ælir hann og sest svo nakinn við e-ð borð og atriðið er í svona 5 mín. svo yfir allt í myndinni koma svona 4 önnur atriði þar sem hann situr við þetta borð og ég veit ekkert hvað hann var að gera þar og atriðið er í nokkrar mínútur, engin tónlist og ekkert tal. Endirinn var samt alveg bestur(var líka svona 8 mínútur af Pierre að reykja!!!), hann átti að vera svo áhrifamikill, en var bara svo skelfilegur að ég og Ásg. fórum eiginlega bara að hlæja. Svo var myndin líka bara svo gróf, það var bara allt sýnt. Og ég veit að það er einhver geðveik djúp pæling á bakvið myndina but I don´t care cuz it sucks anyway (töff). En þeir sem hafa gaman af old-man on man action þá er þessi mynd alveg tilvalin, nóg af grófum þannig atriðum....
Niðurstaða: 108 mínútum of löng mynd !!

En ég á eftir að blogga um nokkrar myndir sem ég er búin að sjá á Riff og umfjöllunin um þær verður ekki svona neikvæð :D

laters


























Sunday, September 28, 2008

Suicides Tourists

Hæ!
Ég fór á tvær myndir seinasta föstudag.
Fór á fyrri myndina Suicide Tourists með Ásgerði og Birtu í Iðnó. Vá það verður ekki auðvelt að skrifa um hana..

Suicide Tourists eða Sjálfsvígsþjónusta eins og hún er kölluð á íslensku er kanadísk heimildarmynd eftir John Zaritsky. Þegar ég skoðaði Riff bæklinginn fyrst þá var þetta fyrsta myndin sem mig langaði að sjá...
við fylgjumst með seinustu 4 dögum í lífi Craig Ewert sem er maður um sextugt sem greindist með sjúkdóm sem leiðir oftast fljótt til dauða.
Við fylgjumst einnig með eldri hjónum, George og Betty.
Þeim langar að deyja saman, helst í faðmlögum.
George hefur fengið þrisvar sinnum hjartaáfall en í raun er ekki mikið að honum nema eðlileg elli. En Betty er hins vegar alveg hraust. Þau eru búin að ákveða dagsetninguna á dauða sínum, 23. október, sem er giftingardagurinn þeirra. Þau hafa samband við Dignitas í Sviss alveg eins og Craig. Dignitas er fyrirtæki sem finnst allir eiga rétt á að deyja, ef það er það sem þeir vilja
Og aftur að craig...


Craig útskýrir í myndinni að hann kjósi frekar dauðann heldur en að lifa áfram með sjúkdóminn. Því að á aðeins 5 mánuðum (hann greindist fyrir 5 mánuðum) hefur Craig hrörnað svo að hann er í hjólastól og með öndunarhjálpartæki og getur ekki gert neitt sjálfur. Þegar búið er að ákveða dagsetningu handa Craig, 26. september þá fylgjumst við með seinustu 4 dögunum. Það er svo skrýtið að hugsa til þess hvernig honum hefur liðið þessa daga eftir að hann fékk dagsetninguna og gat byrjað að telja niður.
En aftur að George og Betty. Þau fara til Sviss til að tala við Ludwig Minelli, manninn sem stofnaði og rekur Dignitas.
Hann hlustar á það sem þau hafa að segja en hann ákveður ekki hverjir fá að deyja, heldur er það læknir sem undirbýr blönduna. Þau útskýra að þau séu tilbúin að deyja og séu hamingjusöm og vilja fara á friðsamlegan hátt. Læknirinn segir hins vegar að hann geti ekki hjálpað þeim, þar sem að þau eru ekki nógu veik. Hann gæti misst leyfi sitt sem læknir.
Ég las á netinu að Dignitas væri fyrirtæki sem hjálpaði öllum sem vildu deyja, jafnvel þeir sem eru ekki veikir, það væri bara réttur allra.
Þegar Craig og Mary koma til Sviss þá tekur maður á móti þeim
sem var félagsráðgjafi or sum. Hann fer með þau í íbúð sem Dignitas á. Þar inni er blandan og þar mun Craig drekka hana.
Vá ! Það var svo erfitt að horfa á hann drekka blönduna, mig langaði svo mikið að gráta..það var svo skrýtið hvað konan hans var hörð, hún fékk varla tár í augun, en hún útskýrði að þegar Craig greindist með sjúkdóminn þá í raun missti hún hann. En það var samt svo skrýtið að horfa á þau kveðjast..hvernig getur maður kvatt einhvern vitandi að maður mun ekki sjá hann aftur??
Einstaklega góð mynd sem hreyfði mjög mikið við mér. Fékk mig til að pæla mikið. Leikstjórinn John Zaritsky talaði í smástund eftir myndina. Hann bað okkur um að rétta upp hönd ef við værum sammála ákvörðun Craigs, það réttu allir upp hönd, nema einhver einn gæji. Svo spuði hann hverjir væru sammála ákvörðun Betty, ég rétti reyndar ekki upp hönd þá og ekki heldur þegar hann spurði hverjir væru ósammála henni. Mér finnst bara mjög erfitt að skilja hana. Hún segir að hún geti ekki og vilji ekki lifa án mannsins síns, þótt hún sé heilbrigð og eigi börn og barnabörn á lífi og hún segir að hún elski manninn sinn meira en börnin sín. En ég meina ef þessi kona er sátt við það að deyja og kýs það frekar þá er það bara hennar ákvörðun. Herra Zaritsky (ekki töff?) sagði líka að Craig og Mary hefðu ákveðið að flytja frá USA til London eftir að Bush tók við stjórnun, sérstaklega eftir að þau fréttu af gamallri konu sem var haldin á lífi með öndunarvél bara og maðurinn hennar vildi taka hana úr sambandi en Bush leyfði það ekki (skil ekki alveg þar sem að það er ekki Bush að ákveða heldur dómstóla or sum en allavega sagði leikstjórinn þetta). Og með mynd sinni væri hann líka að reyna að opna augu Bandaríkjamanna, en af öllum löndum sem hann var búinn að sýna myndina fékk hann minnstu viðbrögð frá Bandaríkjamönnum. En vá þegar ég fattaði að það var 26.sept og það væru 2 ár síðan Craig dó þá fékk ég gæsahúð..



En já mjög gaman að hlusta á hann segja frá og heyra hvað fólk hafði að spyrja um, fyrir utan eina konu í salnum sem var svo dónaleg og leiðinleg!!!
Ég held að pælingarnar séu endalausar í sambandi við sjálfsmorðs-hjálp..það er bara svo flókið. Það er svo innstimplað í fólk að svona á maður bara ekki að deyja.


En annars var mjög erfitt að skrifa þessa færslu, erfitt að segja frá
myndinni og því sem ég er að pæla líka..og ég er örugglega að gleyma að segja frá einhverju..
Mæli alveg hiklaust með henni :0)

Skrifa seinna um Avant que j´oublie...

Friday, September 26, 2008

Berlin Calling

Hæ hæ. Jæja Riff byrjað sem þýðir að við munum sjá Sigga Palla hjólandi óvenju mikið á milli bíóhúsa næstu 10 daga. ;) En ég og Birta Svaaaaa kíktum í bíó í gær til að tékka what the fuss is all about og fórum á Berlin Calling.
Berlin Calling:
Myndin byrjar frekar töff. Það eru sýnd atriði frá fullt af útihátíðum þar sem aðalgæjinn Dj Ickarus er að Dj-ast og fíla sig með kærustunni sinni sem augljóslega fylgir honum hvert um heiminn sem hann fer. Tónlistin er í botn og ég er ekki frá því að mig langaði bara að skella mér á djammið! Dj Ickarus er mjög vinsæll plötusnúður um heim allan og er að undirbúa plötu. En hann lifir mjög óhollt. Djammar allar daga, tekur inn eiturlyf og eyðileggur það mikið fyrir honum þegar hann tekur inn pillur sem hann heldur að sé ecstasy (kann ekki að skrifa það) en það er eitthvað virkilega hart efni í pillunum og hann er lagður inn. Daginn eftir þetta vaknar hann á semí geðveikrarhæli, en fólkið sem er þar er allt þar af því að það tók inn eitthvað of hart efni og hlaut varanlegan skaða af því. Honum er ráðlagt að dvelja á hælinu. Hann vill það, en samt vill hann líka geta farið til borgarinnar og hitt kærustuna sína. Ickarus virkar ekkert það geðveikur fyrst en svo fer hann að fá köst og haga sér skringilega. Hann fær samt tölvuna sína til sín og getur þá haldið áfram að semja. En hlutirnir stefna bara niður fyrir hann því lengra sem líður á og missir hann samning sinn við plötufyrirtækið, kærastan hans flytur inn með annarri gellu og hann er ennþá fastur á hælinu, en það sem hann missir aldrei er egó-ið sitt. En allt er gott sem endar vel og fær hann plötuna gefna út í endann með hjálp fyrrverandi kærustu sinnar og ástkonu hennar.
Myndin fannst mér mjög góð og ég er búin að hugsa frekar mikið um hana síðan ég sá hana, mæli með henni. En eitt atriði í henni minnti mig pínu á myndina One flew over the cuckoo´s nest. Það er þegar Ickarus heimtar að það sé haldið farewell partý fyrir sig og kaupir fullt af áfengi og fær hórur fyrir hina gaurana á deildinni, allavega lík pæling í gangi. En já skemmtileg mynd og mikil og há tónlist í henni, en það hefði kannski mátt stytta hana pínu, hún var aðeins of löng fannst mér.

Saturday, September 20, 2008

SvEiTaBrÚðKaUp

Hefði kannski átt að blogg um þessa mynd fyrir löngu þar sem að það eru alveg heilar 3 vikur síðan ég sá hana og því er hún ekkert alltof fersk í minni mínu.
En hér eru mín ummæli:


Þegar ég var á myndinni var ég búin að gleyma að þau væru semí að spinna, en þá hefði ég örugglega horft aðeins öðruvísi á myndina ef ég hefði munað það. Mér finnst það mjög góð hugmynd og flott hvernig það var framkvæmt. Ég þyrfti eiginlega að sjá myndina aftur með spunann í huga. Einnig gaman að vita það að allir leikararnir héldu að Hafsteinn (minnir það nafn) væri sálfræðingur en svo ákvað hann að hann væri sagnfræðingur. Það er líka merkilegt að Nanna Kristín hafi verið að tilkynna í alvöru í fyrsta skiptið að hún væri ólétt.

Myndin var ágætis skemmtun en eins og Siggi Palli sagði í sinni færslu þá var hún ekkert meistaraverk og skildi ekkert mjög mikið eftir sig.
Hún var líka alveg frábrugðin flestum öðrum íslenskum myndum, þar sem að það var engin nekt né engar svefnherbergissenur sýndar eins og er í flest öllum íslenskum myndum. Kannski er útskýringin á því að þetta er grínmynd. Karakterarnir voru mjög sniðugir og kannaðist maður við allar týpurnar í myndinni úr alls konar áttum.
Ég las að myndin er tilnefnd til Sutherland verðlauna í London og hafi verið sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Það eru nú mjög góðar fréttir fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. :D
Gaman að´essu..

Wednesday, September 10, 2008

sunnudagsmorgunn

Stuttmyndagerðin:

Hittumst eftir skóla, ég, Anna, Tryggvi og Breki og lögðum höfuð okkar í bleyti.
Þemað okkar var morð/glæpur og fyrsta hugmyndin sem við fengum krafðist þess að við þyrftum að taka upp úti, en það var bara ekki orðið dimmt þá. En þegar við fengum aðra hugmynd ákváðum við að fara heim til Breka og festa á filmu það sem hafði komið upp í huga okkar. Þegar við komum þangað þá þurfti að Tryggvi aðeins að skreppa, enginn veit hvað hann þurfti að gera en hann sagðist koma aftur eftir 20 mín. en við gátum ekki gert mikið á meðan þar sem að Tryggvi var aðalhlutverkið í myndinni.
Breki má nú eiga það að hann sá um það að taka upp og þar að leiðandi klippa, sem var bara fínt og Anna sá um hljóðið :)
Myndin varð síðan bara mjög súr hjá okkur, en við vorum alveg ágætlega ánægð með afraksturinn og skemmtum okkur bara nokkuð vel. :D


Wednesday, August 27, 2008

shorts&docs:sundance stuttmyndir

Hæ, hæ...áðan fór ég í bíó með Birtu og Helgu á Sundance stuttmyndir eins og fyrirsögnin gefur til kynna kannski..

Myndirnar sem við sáum voru misgóðar.

By Modern Measure:



Við misstum af byrjuninni af þessari frönsku mynd þannig að þetta var alveg pínu ruglingslegt. Þegar ég kom inn í myndina var verið að tala um Doritos og Taco Bell og ég skildi ekki neitt. En svo las ég um að myndin er um strák og stelpu útí USA sem hittast af tilviljun á Taco Bell og fara að hanga saman (veit ekki hversu lengi). Já..alveg krúttleg mynd..




Count Backwards from Five:
Já…annað hvort er ég bara ofur-treg eða þessi mynd var ekki um neitt!! Í byrjun reyndi ég virkilega að fylgjast með en svo datt ég svo oft út...svo voru líka öll samtölin í myndinni í gegnum síma og mjög óskýr og ég skildi ekki neitt, þótt að hún væri á ensku. Svo virtist líka sem að sá sem væri að taka upp væri bara að taka af einhverjum random hlutum. Ég las um myndina eftir á og þá stóð að þetta væri myndræn könnun á gjafmildi og fíkn..way2go að koma því til skila…nei!! Þetta fattaði ég allavega ekki!! ;)

Because Washington is a Place For Ugly People:
Þegar ég heyrði fyrst titillinn á þessari mynd hélt ég að hún yrði skemmtilegt, en ég varð alveg fyrir vonbrigðum. Myndin er gagnrýni á bandarísk stjórnvöld held ég og allt í lagi með það, en ég fílaði ekki alveg þetta action-figure dæmi í myndinni. Svo líka var gæjinn sem talaði inn á svo æstur að ég skildi eiginlega ekkert hvað hann var að segja..en þá komum við bara enn og aftur að því að kannski skil ég bara ekkert ensku..!?! Ég get samt ímyndað mér vissa týpu af strákum sem finnst þessi mynd snilld…það er gott að fólk hefur mismunandi skoðanir..

I am Gay:
Sænsk mynd um ungan karlmann sem er hommi og er kominn út úr skápnum fyrir öllum nema fjölskyldu sinni (mömmu, pabba og bróður). Hann á kærasta og langar mikið að koma út fyrir fjölskyldu sinni. Hann fer til foreldra sinna í mat og alla myndina reynir hann að segja þeim kynhneigð sína. Hann ímyndar sér það hvernig þau myndu taka því, bæði illa og vel. Hann nær samt ekki að mana sig upp í þetta í endann og ákveður að bíða í nokkur ár til viðbótar, sem er mjög pirrandi af því að alla myndina er maður látin halda að nú segi hann “jag ar bög” (ísl. Ég er hommi).
Mér fannst áhugavert að aðalpersónan segir ekki neitt alla myndina, við heyrum bara í honum í gegnum hugsanir hans. Fín mynd og alveg ágætlega fyndin


Adventure og B&M: The Boss:
Jahá…hvað skrifar maður um svona mynd? Teiknimynd um eistu sem eru vinir og typpið er The boss…nokkuð steikt mynd og alveg fyndin. Kannski ekki mikið að segja um hana, þar sem að hún var mjög stutt. En hann Mike Blum (gæjinn sem gerði myndina) má nú alveg eiga það að hann er nú alveg frumlegur (og kannski pínu dirty minded?).


Missing:
Frönsk mynd um konu sem fær símtal um að maðurinn hennar, Bernard sé týndur þótt hann standi við hliðiná henni. Eftir að Bernard er tilkynntur týndur virðist enginn taka eftir honum, hann er samt ekki ósýnilegur heldur virðist bara enginn virða hann viðlits. Hann er auglýstur missing út um allt og fer af stað alls herjar leit af honum sem hann sjálfur tekur meira að segja þátt í. Mikill pirringur er komin í Bernard í lok myndar og reynir hann að gera allt til að láta sig finnast, hann setur á svið mannrán en enginn trúir honum. Hann “finnst” í lok myndar og lífið gengur aftur sinn vanagang. Myndin var alveg hreint ágætis skemmtun.

Like Father Like Death:
Sænsk mynd um mann sem er samkynhneigður og yfirgaf fjölskyldu sína fyrir mörgum árum og er núna að reyna að bæta samband sitt við son sinn. Sonur hans samt hatar hann og hleypir honum alls ekki að sér og í lokin skýtur hann pabba sinn í bíói. Pabbinn fékk alla mína samúð, eina sem hann vildi var að sonur hans myndi sjá hlutina út frá hans sjónarhorni.. En svona er lífið..Umhverfið í myndinni var ofur plein og það gerði myndina pínu dull þar sem að söguþráðurinn var ekki beint mjög spennandi.

Drake:
Mjög töff og frumleg mynd. Við sjáum ekkert nema skuggamyndir af fjölskyldu, konu sem er ólétt, manni og barninu þeirra. Maðurinn er að reyna að ná þeim öllum saman á mynd og stillir myndavélina á timer. Fyrst er mjög fyndið hvernig það klúðrast alltaf, en svo í endann fer hann að lemja konuna sína og endar hún þannig að hún keyrir í burtu með barnið.

Laura in Action:
Dönsk mynd um tvær stelpur sem eru báðar að reyna að gefa út teiknimyndasögur. En önnur er miklu betri en hin að semja. Frekar hallærislegt í endann þegar Laura er allt í einu búin að setja á sig varalit og kinnalit og lítur á hina gelluna með ógnandi augnráði og fer svo að klifra utan á byggingunni eins og ofurhetju-gjéllan hennar. Pínu tæp mynd…

Breadmakers:
Ég veit ekki alveg, hef mjög takmarkaðan áhuga á brauðgerð og þess vegna fannst mér ekkert alltof áhugavert að horfa á folk fletja út deig, taka brauð úr ofninum og setja brauð í poka í heilar 10 mínútur enda var ég alveg farin að dotta í endann. En eflaust mynd sem einhverjir hafa gaman af… Kannski bakarar?? ;)

Monday, August 25, 2008

omg

Ég held að ég hafi bara aldrei bloggað áður á minni lífsleið, þetta verður eitthvað spennandi!