Ég fór á tvær myndir seinasta föstudag.
Fór á fyrri myndina Suicide Tourists með Ásgerði og Birtu í Iðnó. Vá það verður ekki auðvelt að skrifa um hana..
Suicide Tourists eða Sjálfsvígsþjónusta eins og hún er kölluð á íslensku er kanadísk heimildarmynd eftir John Zaritsky. Þegar ég skoðaði Riff bæklinginn fyrst þá var þetta fyrsta myndin sem mig langaði að sjá...
við fylgjumst með seinustu 4 dögum í lífi Craig Ewert sem er maður um sextugt sem greindist með sjúkdóm sem leiðir oftast fljótt til dauða.
Við fylgjumst einnig með eldri hjónum, George og Betty.
Þeim langar að deyja saman, helst í faðmlögum.
George hefur fengið þrisvar sinnum hjartaáfall en í raun er ekki mikið að honum nema eðlileg elli. En Betty er hins vegar alveg hraust. Þau eru búin að ákveða dagsetninguna á dauða sínum, 23. október, sem er giftingardagurinn þeirra. Þau hafa samband við Dignitas í Sviss alveg eins og Craig. Dignitas er fyrirtæki sem finnst allir eiga rétt á að deyja, ef það er það sem þeir vilja
Og aftur að craig...

En aftur að George og Betty. Þau fara til Sviss til að tala við Ludwig Minelli, manninn sem stofnaði og rekur Dignitas.

Hann hlustar á það sem þau hafa að segja en hann ákveður ekki hverjir fá að deyja, heldur er það læknir sem undirbýr blönduna. Þau útskýra að þau séu tilbúin að deyja og séu hamingjusöm og vilja fara á friðsamlegan hátt. Læknirinn segir hins vegar að hann geti ekki hjálpað þeim, þar sem að þau eru ekki nógu veik. Hann gæti misst leyfi sitt sem læknir.
Ég las á netinu að Dignitas væri fyrirtæki sem hjálpaði öllum sem vildu deyja, jafnvel þeir sem eru ekki veikir, það væri bara réttur allra.
Þegar Craig og Mary koma til Sviss þá tekur maður á móti þeim
sem var félagsráðgjafi or sum. Hann fer með þau í íbúð sem Dignitas á. Þar inni er blandan og þar mun Craig drekka hana.
Vá ! Það var svo erfitt að horfa á hann drekka blönduna, mig langaði svo mikið að gráta..það var svo skrýtið hvað konan hans var hörð, hún fékk varla tár í augun, en hún útskýrði að þegar Craig greindist með sjúkdóminn þá í raun missti hún hann. En það var samt svo skrýtið að horfa á þau kveðjast..hvernig getur maður kvatt einhvern vitandi að maður mun ekki sjá hann aftur??

En já mjög gaman að hlusta á hann segja frá og heyra hvað fólk hafði að spyrja um, fyrir utan eina konu í salnum sem var svo dónaleg og leiðinleg!!!
Ég held að pælingarnar séu endalausar í sambandi við sjálfsmorðs-hjálp..það er bara svo flókið. Það er svo innstimplað í fólk að svona á maður bara ekki að deyja.
En annars var mjög erfitt að skrifa þessa færslu, erfitt að segja frá
myndinni og því sem ég er að pæla líka..og ég er örugglega að gleyma að segja frá einhverju..
Mæli alveg hiklaust með henni :0)
Skrifa seinna um Avant que j´oublie...
Ég held að pælingarnar séu endalausar í sambandi við sjálfsmorðs-hjálp..það er bara svo flókið. Það er svo innstimplað í fólk að svona á maður bara ekki að deyja.
En annars var mjög erfitt að skrifa þessa færslu, erfitt að segja frá
myndinni og því sem ég er að pæla líka..og ég er örugglega að gleyma að segja frá einhverju..
Mæli alveg hiklaust með henni :0)
Skrifa seinna um Avant que j´oublie...
2 comments:
úff... aðeins of góð mynd. get ekki hætt að hugsa um hana.
Flott færsla. 7 stig.
Vá. Ég var ekkert rosalega spenntur fyrir þessari þegar ég las um hana í bæklingnum, hélt að hún væri kannski of þunglyndisleg. En eftir að hafa heyrt lof ykkar Birtu um hana, og eftir að hafa hlustað á Zaritsky og séð smá brot úr myndinni (þar sem George og Betty eru kynnt til sögunar) þá held ég að maður verði bara að sjá hana.
Var þetta ekki örugglega Teri Schiavo sem Zaritsky talaði um, þ.e. þetta mál sem kom upp í Bandaríkjunum og kom honum af stað með þessa mynd? Hann talaði líka um þetta á fyrirlestrinum en nefndi hana ekki á nafn, en ég held að það hljóti að vera Schiavo. Muniði ekki eftir henni?
Post a Comment