Berlin Calling:

Myndin byrjar frekar töff. Það eru sýnd atriði frá fullt af útihátíðum þar sem aðalgæjinn Dj Ickarus er að Dj-ast og fíla sig með kærustunni sinni sem augljóslega fylgir honum hvert um heiminn sem hann fer. Tónlistin er í botn og ég er ekki frá því að mig langaði bara að skella mér á djammið! Dj Ickarus er mjög vinsæll plötusnúður um heim allan og er að undirbúa plötu. En hann lifir mjög óhollt. Djammar allar daga, tekur inn eiturlyf og eyðileggur það mikið fyrir honum þegar hann tekur inn pillur sem hann heldur að sé ecstasy (kann ekki að skrifa það) en það er eitthvað virkilega hart efni í pillunum og hann er lagður inn. Daginn eftir þetta vaknar hann á semí geðveikrarhæli, en fólkið sem er þar er allt þar af því að það tók inn eitthvað of hart efni og hlaut varanlegan skaða af því. Honum er ráðlagt að dve

Myndin fannst mér mjög góð og ég er búin að hugsa frekar mikið um hana síðan ég sá hana, mæli með henni. En eitt atriði í henni minnti mig pínu á myndina One flew over the cuckoo´s nest. Það er þegar Ickarus heimtar að það sé haldið farewell partý fyrir sig og kaupir fullt af áfengi og fær hórur fyrir hina gaurana á deildinni, allavega lík pæling í gangi. En já skemmtileg mynd og mikil og há tónlist í henni, en það hefði kannski mátt stytta hana pínu, hún var aðeins of löng fannst mér.
2 comments:
Fín færsla. 5 stig.
Post a Comment