jæjahh
Ég veit ekki alveg hvernig eða hvar ég að byrja að skrifa um þessa mynd...
En Avant que j´oublie er frönsk mynd og er um eldri mann, Pierre sem er hommi, býr einn og hefur verið HIV smitaður í 24 ár. Jacques Nolot leikur Pierre og leikstýrir einnig myndinni. Pierre hefur eytt ævi sinni sem svona male-gigalo og nú þegar hann er of gamall til að fá borgað fyrir það þá borgar hann ungum gigalos til að fullnægja sínum þörfum.
Myndin sýnir samfélag manna í París þar sem allir eru hommar og allir hafa sofið hjá öllum og ungir menn virðast stunda það að sofa hjá eldri ríkum mönnum.
Í myndinni kemur það í ljós að Pierre hefur nýlega misst ástmann sinn, Torrance(eða e-ð þannig nafn), sem var mjög ríkur og glímir Pierre við það að fá arfinn hans.
Pierre er ráðfært að fara að taka sterkari lyf gegn HIV-inu en hann er svo hræddur um að missa hárið, en ég náði því aldrei hvort hann hafi farið að taka þau eða ekki. Ég myndi rekja söguþráðinn lengur, en í raun fannst mér ekki neitt gerast í myndinni.
Ég veit ekki alveg hvernig eða hvar ég að byrja að skrifa um þessa mynd...
En Avant que j´oublie er frönsk mynd og er um eldri mann, Pierre sem er hommi, býr einn og hefur verið HIV smitaður í 24 ár. Jacques Nolot leikur Pierre og leikstýrir einnig myndinni. Pierre hefur eytt ævi sinni sem svona male-gigalo og nú þegar hann er of gamall til að fá borgað fyrir það þá borgar hann ungum gigalos til að fullnægja sínum þörfum.
Myndin sýnir samfélag manna í París þar sem allir eru hommar og allir hafa sofið hjá öllum og ungir menn virðast stunda það að sofa hjá eldri ríkum mönnum.
Í myndinni kemur það í ljós að Pierre hefur nýlega misst ástmann sinn, Torrance(eða e-ð þannig nafn), sem var mjög ríkur og glímir Pierre við það að fá arfinn hans.
Pierre er ráðfært að fara að taka sterkari lyf gegn HIV-inu en hann er svo hræddur um að missa hárið, en ég náði því aldrei hvort hann hafi farið að taka þau eða ekki. Ég myndi rekja söguþráðinn lengur, en í raun fannst mér ekki neitt gerast í myndinni.
En já ég fór á þessa mynd með Ásgerði og ég veit ekki alveg af hverju við ákváðum þessa mynd, okkur fannst hún hljóma e-ð krassandi. En okkur gat ekki skjátlast meira. Myndin var alveg hræðileg. Það versta var kannski að allt í einu þegar það var svona klukkutími búinn af myndinni fattaði ég að það væri ekkert búið að gerast og þá fór ég að bíða eftir að e-ð myndi gerast. Myndin einkenndist af löngum samtölum milli Pierre og einhverra manna, og þá aðallega þar sem Pierre er bara að kvarta... svo án djóks komu svona 5 atriði þar sem EKKERT gerðist...myndin byrjaði á LÖÖÖÖNGU atriði þar sem Pierre er að velta sér í rúminu svo ælir hann og sest svo nakinn við e-ð borð og atriðið er í svona 5 mín. svo yfir allt í myndinni koma svona 4 önnur atriði þar sem hann situr við þetta borð og ég veit ekkert hvað hann var að gera þar og atriðið er í nokkrar mínútur, engin tónlist og ekkert tal. Endirinn var samt alveg bestur(var líka svona 8 mínútur af Pierre að reykja!!!), hann átti að vera svo áhrifamikill, en var bara svo skelfilegur að ég og Ásg. fórum eiginlega bara að hlæja. Svo var myndin líka bara svo gróf, það var bara allt sýnt. Og ég veit að það er einhver geðveik djúp pæling á bakvið myndina but I don´t care cuz it sucks anyway (töff). En þeir sem hafa gaman af old-man on man action þá er þessi mynd alveg tilvalin, nóg af grófum þannig atriðum....
Niðurstaða: 108 mínútum of löng mynd !!
En ég á eftir að blogga um nokkrar myndir sem ég er búin að sjá á Riff og umfjöllunin um þær verður ekki svona neikvæð :D
laters
Niðurstaða: 108 mínútum of löng mynd !!
En ég á eftir að blogga um nokkrar myndir sem ég er búin að sjá á Riff og umfjöllunin um þær verður ekki svona neikvæð :D
laters