Made of honor
Seinasti dagur mánaðarins og ég er ekki komin með 30 stig, þá gríp ég til örþrifaráða og blogga um myndina Made of honor.
Made of honor er rómantísk gamanmynd sem kom út í fyrra. Hjartaknúsarinn Patrick Dempsey (McDreamy úr Greys) fer með aðalhlutverk í myndinni.
Auðvitað þegar ég tók þessa mynd bjóst ég ekki við neinu svakalegu, bara venjulegri chick-flick..sem þetta er.
Myndin fjallar um Tom Bailey (leikinn af Dempsey), sem er þessi týpíski lausláti gaur sem er alltaf að sofa hjá mismunandi gjéllum og lifir the life of a single man. Besta vinkona hans, Michelle er að leita af stóru ástinni í lífi sínu og hún fer til Skotlands í vinnuferð og kynnist þar skoskum manni. Þau ákveða að gifta sig og biðja Tom um að vera made of honor. En á meðan hún er úti í Skotlandi finnur Tom hversu mikið hann saknar hennar og áttar sig á því að hann elskar hana og vill vera með henni. Tom áttar sig á því að hann þarf að breytast mikið og sýna henni að honum sé alvara og reynir það sem hann getur til að hrinda skoska manninum úr umferð. Þarna í myndinni byrja mörg týpísk atriði að koma og kemur ekki mikið á óvart og í raun kemur saga sem hefur verið sögð nokkuð oft.
En þótt að þessi mynd sé í týpískari kantinum þá má hún alveg eiga það að hún er miklu betri en margar rómantískar myndir sem ég hef séð (og þær eru nú alveg nokkuð margar!!). Það voru mörg atriði í myndinni sem voru frekar krúttleg en einnig sumir brandarar mjöööööööög þreyttir.
Það var eitt sem var svolítið skemmtilegt í myndinni, það var vinahópurinn hans Tom, þeir voru allir að reyna að vera svo miklir karlmenn en þegar Tom verður Made of honor þá eru þeir allir tilbúnir til að hjálpa honum of finna sinn innri kvenmann, nema þessi eitursvali gæji sem lét þessi orð falla:
"i'm gonna go to a strip club and eat some meat, then get into a fight."
Seinasti dagur mánaðarins og ég er ekki komin með 30 stig, þá gríp ég til örþrifaráða og blogga um myndina Made of honor.
Made of honor er rómantísk gamanmynd sem kom út í fyrra. Hjartaknúsarinn Patrick Dempsey (McDreamy úr Greys) fer með aðalhlutverk í myndinni.
Auðvitað þegar ég tók þessa mynd bjóst ég ekki við neinu svakalegu, bara venjulegri chick-flick..sem þetta er.
Myndin fjallar um Tom Bailey (leikinn af Dempsey), sem er þessi týpíski lausláti gaur sem er alltaf að sofa hjá mismunandi gjéllum og lifir the life of a single man. Besta vinkona hans, Michelle er að leita af stóru ástinni í lífi sínu og hún fer til Skotlands í vinnuferð og kynnist þar skoskum manni. Þau ákveða að gifta sig og biðja Tom um að vera made of honor. En á meðan hún er úti í Skotlandi finnur Tom hversu mikið hann saknar hennar og áttar sig á því að hann elskar hana og vill vera með henni. Tom áttar sig á því að hann þarf að breytast mikið og sýna henni að honum sé alvara og reynir það sem hann getur til að hrinda skoska manninum úr umferð. Þarna í myndinni byrja mörg týpísk atriði að koma og kemur ekki mikið á óvart og í raun kemur saga sem hefur verið sögð nokkuð oft.
En þótt að þessi mynd sé í týpískari kantinum þá má hún alveg eiga það að hún er miklu betri en margar rómantískar myndir sem ég hef séð (og þær eru nú alveg nokkuð margar!!). Það voru mörg atriði í myndinni sem voru frekar krúttleg en einnig sumir brandarar mjöööööööög þreyttir.
Það var eitt sem var svolítið skemmtilegt í myndinni, það var vinahópurinn hans Tom, þeir voru allir að reyna að vera svo miklir karlmenn en þegar Tom verður Made of honor þá eru þeir allir tilbúnir til að hjálpa honum of finna sinn innri kvenmann, nema þessi eitursvali gæji sem lét þessi orð falla:
"i'm gonna go to a strip club and eat some meat, then get into a fight."
-Já þessi veit sko hvað orðið karlmaður stendur fyrir.
Sem sagt niðurstaðan er sú að ef að þú ert í skapi fyrir svona chick-flick-nenni-ekki-að-hugsa-mikið-mynd þá er þessi alveg tilvalin !
Peace out
-Íris
Sem sagt niðurstaðan er sú að ef að þú ert í skapi fyrir svona chick-flick-nenni-ekki-að-hugsa-mikið-mynd þá er þessi alveg tilvalin !
Peace out
-Íris
1 comment:
4 stig.
Post a Comment