Sunday, February 1, 2009

Franska kvikmyndahátíðin


C.R.A.Z.Y.

Vá maður þarf næstum að blogga daglega eftir að þetta mínus-kerfi var sett á til að fá ekki mínus stig :S Og til að ná 30 stigum....
En C.R.A.Z.Y var eina myndin sem ég sá á Frönsku kvikmyndahátíðinni. Hér kemur stutt færsla um hana..
Hún gerist á árinum 1960-80 (held ég)...
Fjallar um mann sem á 5 syni, en tekur eftir því að einn þeirra Zac, er eitthvað öðruvísi en hinir, meiri rola. Pabbinn kemur að Zac klæðast kjól af mömmu sinni og grunar þar að leiðandi að hann sé hommi og getur bara ekki “acceptað” hann. Sem leiðir til þess að Zac afneiti því að hann sé hommi og vill læknast og verða “venjulegur” eins og bræður sínir og hljóta viðurkenningu frá pabba sínum.
Pabbi hans er engann veginn vondur maður, á þessum tíma vissu menn bara ekki hvernig átti að taka því þegar einhver var gay.
Seinna í myndinni kemur pabbi hans að honum með öðrum stráki og heldur að þeir hafi verið að kela og sendir Zac til sálfræðings. Ekki gengur það upp. Þegar Zac verður ennþá eldri þá fer hann að sofa hjá vinkonu sinni og reynir að vera eins macho og hann getur og afneitar sjálfum sér, en pabbi hans sakar hann um hommaskap og þá fer Zac til Jérúsalem og reynir að átta sig á því hver hann í raun er og vill vera.
Það er mjög áhugavert við þessa mynd að sjá Zac leyna því fyrir öllum og ljúga að sjálfum sér að hann sé ekki hommi og vilja mjög mikið ekki vera það bara til að samband sitt við pabba sinn verði eins og við hina bræður hans.
Mjög góð mynd sem tekst á við frekar týpískan vanda á frekar óhefðbundinn hátt og forðast klisjur. Vel leikin og oft fyndin en einnig náði ég auðvitað að tárast líka...
Mæli með henni og ætla pottþétt að sjá hana aftur, ef hún kemur á spólu !!

Xoxo
Íris

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 4+2=6 stig.