Sunday, March 15, 2009

Como agua para chocolate !



Como agua para chocolate eða kryddlegin hjörtu eins og hún er þýdd á íslensku er spænsk mynd frá árinu 1992. Hún er gerð uppúr bók eftir Lauru Esquivel sem ber sama titilinn. Það sem er mikilvægt að hafa í huga þegar maður les bókina eða horfir á myndina er að hún er skrifuð í töfra raunsæisstefnu þannig að hún er svolítið skrýtin og yfirnáttúruleg. EEEEn já...Við horfðum á þessa mynd fyrir stuttu í spænsku og langar mig aðeins að skrifa um hana.
Myndin á að gerast í Mexíkó á tímum Meksíkósku byltingarinnar, um 1911 og á þessum tíma giltu strangar reglur um t.d. hjónabönd og fleira.
Í myndinni fylgjumst við með móður sem á 4 dætur og sú yngsta, Tita má ekki giftast af því að reglurnar voru þær að yngsta dóttirin á að sjá um móðirina. Þessi regla var heilög og móðir Titu er mjög ströng þegar kemur að þessu. En Tita og Pedro Muzquiz, ungur strákur sem er lýst sem líkamlega aðlaðandi í spænsku glósunum mínum, verða ástfangin en þar sem að Tita er yngst þá má hún ekkert gera í því. Hún reynir eins og hún getur að gleyma Pedro og hann henni, en ást þeirra er svo sterk og sönn að engu geta þau gleymt.
Mamma Titu fær þá hugmynd að bjóða Pedro aðra dóttur sína, Rosauru. Hann elskar hana ekki, en tekur henni samt, til þess eins að geta verið nálægt og fengið að umgangast Titu. Og á þessum tíma þá flutti hann bara inn til þeirra, þannig að nú býr hann heima hjá þeim. Matur og matargerð er stór partur af myndinni og konan sem eldar heima hjá þeim, Nacha, kennir Titu hvernig eigi að elda. Þegar Nacha deyr verður Tita mjög leið en heldur uppi heiðri hennar með því að elda eftir hennar uppskriftum. Þegar Tita er neydd til þess að gera brúðkaupstertuna þá kemst hún að því að hún getur vakið upp ýmsar tilfinningar hjá fólki með matargerð, því að þegar gestirnir fá sér af kökunni þá verða allir óstjórnlega sorgmæddir og fara að gráta. Man ekki hvort að það hafi komið í ljós hvað var í kökunni, en þetta atriði var samt auðvitað stór furðulegt, eins og svo mörg í þessari mynd. Skrýtnasta atriðið í allri myndinni er samt örugglega þegar Tita ákveður að gera sérstakan rétt sem Nacha kenndi henni að búa til, Akurhæna í rósblaðasósu...hljómar vel..? Tita ber réttinn fram í matarboði og verða allir óstrjónlega graðir við það að smakka hann. Ein systir hennar Gertrude ræður ekkert við sig og hleypur nakin í burtu á móti manni sem er ríðandi á hesti og tekur hana til sín og hún snýr ekki aftur. Þetta atriði var einstaklega skrýtið, en Spánverjar eru bara líka þekktir fyrir allt nema eðlilegar myndir. Aftur að söguþræðinu... En síðar eignast Rosaura og Pedro barn, Roberto. Rosaura er mjög veikburða eftir fæðinguna og getur ekki gefið barninu mjólk. En ást Titu til barnsins er svo mikil að hún fer að framleiða mjólk og þannig fær barnið að drekka. (Þetta eru mjög skýr dæmi um töfra raunsæi í myndinni, finnst mér J) Roberto deyr síðan mjög lítill og verður Tita þunglynd og hættir að tala um tíma eftir andlát hans. Hún er send til læknisins John Brown og býr hjá honum í einhvern tíma. Hann biður hennar og hún ákveður að segja já þar sem að hún hafði hvort sem er farið að heiman og óhlýðnast móður sinni og veit að hún mun aldrei fá Pedro. En hún giftist síðan aldrei John og mörgum mörgum árum síðar deyr Rosaura þá loksins fá Tita og Pedro tækifæri. Þau ákveða að eyða nóttinni saman og í fyrsta sinn í ég-veit-ekki-hvað-mörg-ár þá eru þau ein. En eftir eldheitu nótt þeirra saman þá deyr Pedro í örmum hennar og Tita umber ekki að lifa án hans og kveikir í herberginu sem þau eru í og þau brenna saman. Já..það eru alveg fullt fullt af táknum í myndinni, allur maturinn sem hún eldar táknar oftast eitthvað og hvernig og af hverju Pedro deyr táknar líka eitthvað, en ég held að ég sleppi því alveg núna að fara út í öll táknin því að þá myndi þessi færsla mín aldrei enda!!
En mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og ég hafði gaman að henni, hef gaman af flestum spænskum myndum af því að þær líta út fyrir að vera svo mikið rugl..en síðan fattar maður síðar hvað allt er táknrænt og oftast koma endarnir á óvart. Eins og í þessari mynd. En ég segi bara að fólk eigi að vera duglegra að horfa á spænskar myndir, því að ekkert er Spánverjum heilagt og taka þeir flest öll málefni fyrir í bíómyndum sínum...finnst mér..:)
En jæja..nóg um þetta !!
Bæjjj

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 8 stig.