Sunday, April 19, 2009

Kvikmyndagerð 2008-2009



Kvikmyndagerð 2008-2009

Ég valdi kvikmyndagerð af því að mér fannst það hljóma áhugavert og öðruvísi heldur en öll þessi þurru bóklegu fög í MR og einnig að hin val fögin höfðuðu bara engan veginn til mín. En ég var svo sem ekkert með einhverjar miklar væntingar til fagsins. Ég hafði alveg í byrjun 5. bekkjar ákveðið að taka þetta fag og ég sé ekkert eftir því.


Í byrjun námskeiðs byrjaði Siggi Palli á að láta okkur gera maraþonmynd þar sem við þurftum að klippa í myndavélinni, en ekki í klippitölvunni. En það var mjög gaman að gera þá mynd, en eins og Jóhanna segir í sínu bloggi þá hafði maður aldrei nægan tíma til að gera myndina eins og maður hefði viljað og leggja meiri vinnu í þær, en það á líka við um allar hinar myndirnar. Það er alltaf erfitt að finna dag þar sem allir komast og allir hafa nægan tíma. En síðan áttum við að gera heimildarmynd í nóvember minnir mig og man ég að hópurinn sem ég var í var kominn með fullt af hugmyndum, en einhvern veginn varð aldrei neitt úr því að taka upp og var það eitthvað klúður. En við gerðum í staðinn auglýsingu í janúar eða febrúar, man ekki hvort og þar er það sama hægt að segja um hana að við hefðum viljað eyða meiri tíma í hana, ef hann hefði verið til staðar. Síðasta myndin var síðan lokaverkefnið sem við gerðum um Engilbert Svarfdal. Já, það er svo sannarlega gaman að þessum stuttmyndum.
En svo að ég vitni nú aftur í það sem Jóhanna skrifar um í blogginu sínu þá er ég mjög sammála henni um að það var gott að við vorum skylduð til að fara á kvikmyndahátíðir. En þegar ég keypti passann minn á RIFF þá vissi ég ekkert hvað ég var að koma mér út í og veit núna í raun ekkert af hverju ég keypti mér passann. En síðan þegar ég fékk dagskrána í hendurnar þá áttaði ég mig á því að það voru bara fullt af myndum sem mig langaði að sjá og var ég bara nokkuð dugleg, finnst mér, að fara í bíó og höfum við Birta meira að segja ákveðið að fara aftur í haust saman :)

Stemningin sem fylgir Riff var svo mikil og ég held ég hafi alveg verið óþolandi á tímabili þegar ég var að reyna að koma vinkonum mínum í bíó, sem höfðu eiginlega engan áhuga á þessu. Ég tók eftir því á RIFF að ég hafði mjög gaman að sjá heimildarmyndir og fannst mér þær oftast áhugaverðari og skemmtilegri en leiknar, nei ég segi svona..þetta er bæði skemmtilegt. Ég fór samt bara einu sinni á kvikmyndahátíðina Shorts&Docs og sá margar mjög stuttar stuttmyndir í einu og skemmti ég mér bara nokkuð vel og sé eftir því að hafa ekki séð meira á þessari hátíð. Þannig að takk Siggi Palli fyrir að hafa opnað augu mín fyrir kvikmyndahátíðum og ég veit að ég mun pottþétt fá mér passa á Riff í haust :)



Ég ætla samt ekkert að fara og ljúga og segja að ég kunni eitthvað á myndavélina núna eða kunni eitthvað að klippa núna. En ég skal þó segja að þegar við fengum klippitölvuna í nóvember eða e-ð og áttum að klippa þetta frábæra, vel leikna og epíska kokka atriði í Final Cut þá get ég ekki sagt að ég hafi eitthvað lært að klippa,en ég áttaði mig þó á því að það er mikið mál, þarf mikla nákvæmni og það þarf að vera þolinmóður (sem er ekki eiginleiki sem guð gaf mér) til þess að klippa. Þannig að með þessu verkefni varð mér ljóst að Final Cut er flókið forrit og klippara starfið er erfitt.
Það sem var mjög skemmtilegt við námskeiðið (fyrir utan allt þetta sem ég taldi upp að ofan) var að fara á íslenska mynd í bíó og fá svo leikstjóra í heimsókn, það hleypti manni einhvern veginn nær myndunum og já maður fékk betri innsýn inn í íslenskan kvikmyndaheim.
Fyrir prófið í gær var ég að tala við Birtu og hún kom með góða hugmynd og sagði að það hefði verið betra að hafa skyndipróf allavega einu sinni í þessu námskeiði og þar er ég alveg 100% sammála henni. Ég held að það sé mjög góð hugmynd og finnst mér að þú, Siggi Palli ættir að bæta því inn í, alveg tvímælalaust til að auðvelda þetta fyrir næstu krakka. Það hefði verið gott að taka allavega eitt próf af því að þá hefði maður kannski ekki fengið svona mikið tilfinninguna eins og maður kunni ekki neitt nokkrum dögum fyrir stúdentspróf og líka þá gæti maður fengið að æfa sig á þessu sem gilti síðan 40% í stúdentsprófinu, eða ekki kannski æfa sig en svona gera það og fá betri skilning á því. Ég veit að við gerðum svona svipað verkefni einu sinni í tíma með A Piece of Apple Pie, en málið er að við vissum síðan ekkert hvað var rétt og hvað var rangt eftir á.
En jæja..þá fannst mér föstudagstíminn eftir skóla mjög óhentugur, kannski af því að fyrir áramót þurfti ég alltaf að vera mætt á æfingu í Hfj kl. 5 en ég veit að það er ekki kennarinn sem velur þessa tíma og val fög eru alltaf annað hvort á morgnana eða eftir skóla þannig að það nær ekki lengra. En sumar myndirnar sem voru sýndar...úff...veit ekki alveg með þær. Ég veit að “pointið” með þessum föstudagstímum er að sýna myndir sem við myndum aldrei sjá annars, en guð minn almáttugur Hitler myndin= bæjj og Man bites Dog, úff, ég bara hata svona myndir sem sýna endalaust af miskunnarlausum morðum og á ég mjög erfitt með að horfa á þannig myndir og fannst mér hún bara ekkert sniðug. Þetta voru allvega tvær myndir sem mér finnst að mættu alveg sleppa því að vera settar í DVD eða vídjó tæki aftur.
Já að lokum líka, að blogga um myndir er frábær hugmynd, ég vissi ekki að það gæti verið svona gaman að blogga marR! En þannig er það bara og hver veit nema ég fái bara að halda plássi á þessari síðu þótt ég sé hætt í MR ? Hehehe djók !!
En jæja..þá held ég að þetta sé bara orðið alveg ágætlega langt hjá mér og ég er bara mjög fegin að ég hafi valið þetta fag, það er miklu meira jákvætt við það heldur en neikvætt og eru það mjög góðar fréttir og svo hef ég líka bara skemmt mér helvíti vel í því. Tíhí !!

1 comment:

Siggi Palli said...

Takk fyrir veturinn. Líst vel á að þið Birta drífið ykkur á RIFF, enda brilljant hátíð.

7 stig.

Bloggeinkunn á vori: 7,8

Lokaloka bloggeinkunn: 7,7.