KNOWING !
Ég sé að það eru allir að blogga á fullu núna til að reyna að ná sem flestum stigum fyrir mánuðinn. Ég ætla ekki að vera neitt öðruvísi og því ætla ég að reyna að blogga um myndina sem ég sá í bíó um daginn, sem var Know1ng. Ég hafði séð hana auglýsta fyrir stuttu og langaði einhverra hluta vegna að sjá hana af því að mér fannst hún virka pínu spennandi. Og þar hafði ég nú alveg smá rétt fyrir mér.
Byrjunaratriðið í myndinni gerist 1959 í grunnskóla og þar sjáum við litla krakka sem eiga að teikna mynd eins og þeir halda að framtíðin verði og svo setja þau myndina í “time-capsule” og svo eftir 50 ár verður þetta tekið upp og skoðað. En við fylgjumst mikið með lítilli drungalegri dökkhærðri stelpu, Lucindu sem virðist vera að heyra raddir og virðist vera mjög mikið út af fyrir sig. Þegar þau byrja öll að teikna þá sjáum við krakka teikna týpíska hluti eins og geimför og hluti í þannig dúr. En Lucinda teiknar ekki, heldur fyllir hún allt blaðið af tölum.
Ok þetta er auðvitað eitthvað sem ég held að myndi ekki gerast í alvörunni af því að grunnskólar myndu örugglega ekkert vera að eyða peningunum sínum í eitthvað geðveikt pro-“time-capsule” en allavega var þetta samt gott atriði og góð byrjun á myndinni og stundum verður maður bara ekki að pæla í svona hlutum ef að njóta á myndarinnar.
En síðan kemur 50 árum síðar og þá sjáum við Nicholas Cage, sem leikur John og lítinn krakka sem er sonur hans og þeir eru að fara í skólann og þar á að taka upp tímahylkið. Þegar hylkið er tekið upp úr jörðinni þá er öllum krökkunum rétt ein mynd og auðvitað fær sonur hans Johns “myndina” sem Lucinda gerði með öllum tölunum. Hann tekur hana með sér heim, þótt hann megi það ekki og heldur kannski að þetta þýði eitthvað. Seinna um kvöldið fer John að pæla aðeins í þessu og kemst þá að þeim stórmerkilega hlut að tölurnar eru dagsetningar á öllum stórslysum/hryðjuverkum síðustu 50 árin og samkvæmt blaðinu þá ætti 81 manneskja að farast í einhverju slysi á morgun. John veit ekki hvað hann á að gera og fer með myndina í vinnuna, en hann vinnur sem prófessor í háskóla, og sýnir vini sínum myndina og útskýrir fyrir honum. Vinur hans á auðvitað erfitt með að trúa þessu og heldur jafnvel að þetta sé bara tilviljanir. En John getur ekki gleymt þessu og líður eins og hann sé eitthvað “chosen” til þess að stöðva stórslys í framtíðinni. Þegar það kemur að deginum þar sem 81 manneskja á að deyja í slysi þá er John fastur í umferð og hann er með GPS tæki í bílnum sínum og hann sér að tölurnar sem tákna “location” passa við tölurnar sem eru á eftir dagsetningunni á blaðinu og fattar hann þá að hann er meira að segja með staðsetninguna á slysum. Til að gera langa sögu stuttu þá er hann staddur þar sem þetta næsta slys á að gerast og það hrapar flugvél rétt hjá honum. Það var mjög flott atriði!!
John reynir að hafa samband við Lucindu, en kemst að því að hún er löngu dáin, svo hann ákveður að hafa samband við dóttur hennar sem er á hans aldri. Hann reynir að útskýra fyrir henni hvað er að gerast og hún heldur fyrst að hann sé bara einhver crazy person, en síðar í myndinni áttar hún sig á því að hann gæti haft rétt fyrir sér. Hún sagði honum að mamma hennar hefði aldrei verið eðlileg og alltaf sagt að hún myndi deyja 19.október. En á blaðinu leit sú dagsetning út svona: 19102008EE, frekar nett já..en þau gátu ekki áttað sig á því hvað EE átti að tákna og af hverju það var engin tala á hversu margir myndu deyja..en þau fatta síðar að EE táknar Everyone Else, þ.e.a.s heimsendir!! Ég nenni ekki að fara í meiri smáatriði, en síðan eftir að þau uppgötva þetta þá reyna þau að flýja því 19.október nálgast óðum. En það getur enginn flúið heimsendi.
En já yfir heildina litið þá fannst mér þetta góð mynd og spennandi.
Endirinn, sem ég ætla ekki að segja frá almennilega hérna var samt frekar tæpur og var myndin komin út í mjög yfirnáttúrulega hluti þar.
En slysin sem sýnd voru í myndinni voru vel gerð og lét manni líða eins og maður væri á staðnum.
Úff..gjéllís greinilega ekki í blogg-stuði núna!
Ég sé að það eru allir að blogga á fullu núna til að reyna að ná sem flestum stigum fyrir mánuðinn. Ég ætla ekki að vera neitt öðruvísi og því ætla ég að reyna að blogga um myndina sem ég sá í bíó um daginn, sem var Know1ng. Ég hafði séð hana auglýsta fyrir stuttu og langaði einhverra hluta vegna að sjá hana af því að mér fannst hún virka pínu spennandi. Og þar hafði ég nú alveg smá rétt fyrir mér.
Byrjunaratriðið í myndinni gerist 1959 í grunnskóla og þar sjáum við litla krakka sem eiga að teikna mynd eins og þeir halda að framtíðin verði og svo setja þau myndina í “time-capsule” og svo eftir 50 ár verður þetta tekið upp og skoðað. En við fylgjumst mikið með lítilli drungalegri dökkhærðri stelpu, Lucindu sem virðist vera að heyra raddir og virðist vera mjög mikið út af fyrir sig. Þegar þau byrja öll að teikna þá sjáum við krakka teikna týpíska hluti eins og geimför og hluti í þannig dúr. En Lucinda teiknar ekki, heldur fyllir hún allt blaðið af tölum.
Ok þetta er auðvitað eitthvað sem ég held að myndi ekki gerast í alvörunni af því að grunnskólar myndu örugglega ekkert vera að eyða peningunum sínum í eitthvað geðveikt pro-“time-capsule” en allavega var þetta samt gott atriði og góð byrjun á myndinni og stundum verður maður bara ekki að pæla í svona hlutum ef að njóta á myndarinnar.
En síðan kemur 50 árum síðar og þá sjáum við Nicholas Cage, sem leikur John og lítinn krakka sem er sonur hans og þeir eru að fara í skólann og þar á að taka upp tímahylkið. Þegar hylkið er tekið upp úr jörðinni þá er öllum krökkunum rétt ein mynd og auðvitað fær sonur hans Johns “myndina” sem Lucinda gerði með öllum tölunum. Hann tekur hana með sér heim, þótt hann megi það ekki og heldur kannski að þetta þýði eitthvað. Seinna um kvöldið fer John að pæla aðeins í þessu og kemst þá að þeim stórmerkilega hlut að tölurnar eru dagsetningar á öllum stórslysum/hryðjuverkum síðustu 50 árin og samkvæmt blaðinu þá ætti 81 manneskja að farast í einhverju slysi á morgun. John veit ekki hvað hann á að gera og fer með myndina í vinnuna, en hann vinnur sem prófessor í háskóla, og sýnir vini sínum myndina og útskýrir fyrir honum. Vinur hans á auðvitað erfitt með að trúa þessu og heldur jafnvel að þetta sé bara tilviljanir. En John getur ekki gleymt þessu og líður eins og hann sé eitthvað “chosen” til þess að stöðva stórslys í framtíðinni. Þegar það kemur að deginum þar sem 81 manneskja á að deyja í slysi þá er John fastur í umferð og hann er með GPS tæki í bílnum sínum og hann sér að tölurnar sem tákna “location” passa við tölurnar sem eru á eftir dagsetningunni á blaðinu og fattar hann þá að hann er meira að segja með staðsetninguna á slysum. Til að gera langa sögu stuttu þá er hann staddur þar sem þetta næsta slys á að gerast og það hrapar flugvél rétt hjá honum. Það var mjög flott atriði!!
John reynir að hafa samband við Lucindu, en kemst að því að hún er löngu dáin, svo hann ákveður að hafa samband við dóttur hennar sem er á hans aldri. Hann reynir að útskýra fyrir henni hvað er að gerast og hún heldur fyrst að hann sé bara einhver crazy person, en síðar í myndinni áttar hún sig á því að hann gæti haft rétt fyrir sér. Hún sagði honum að mamma hennar hefði aldrei verið eðlileg og alltaf sagt að hún myndi deyja 19.október. En á blaðinu leit sú dagsetning út svona: 19102008EE, frekar nett já..en þau gátu ekki áttað sig á því hvað EE átti að tákna og af hverju það var engin tala á hversu margir myndu deyja..en þau fatta síðar að EE táknar Everyone Else, þ.e.a.s heimsendir!! Ég nenni ekki að fara í meiri smáatriði, en síðan eftir að þau uppgötva þetta þá reyna þau að flýja því 19.október nálgast óðum. En það getur enginn flúið heimsendi.
En já yfir heildina litið þá fannst mér þetta góð mynd og spennandi.
Endirinn, sem ég ætla ekki að segja frá almennilega hérna var samt frekar tæpur og var myndin komin út í mjög yfirnáttúrulega hluti þar.
En slysin sem sýnd voru í myndinni voru vel gerð og lét manni líða eins og maður væri á staðnum.
Úff..gjéllís greinilega ekki í blogg-stuði núna!
Peace out !
1 comment:
5 stig.
Post a Comment