Wednesday, September 10, 2008

sunnudagsmorgunn

Stuttmyndagerðin:

Hittumst eftir skóla, ég, Anna, Tryggvi og Breki og lögðum höfuð okkar í bleyti.
Þemað okkar var morð/glæpur og fyrsta hugmyndin sem við fengum krafðist þess að við þyrftum að taka upp úti, en það var bara ekki orðið dimmt þá. En þegar við fengum aðra hugmynd ákváðum við að fara heim til Breka og festa á filmu það sem hafði komið upp í huga okkar. Þegar við komum þangað þá þurfti að Tryggvi aðeins að skreppa, enginn veit hvað hann þurfti að gera en hann sagðist koma aftur eftir 20 mín. en við gátum ekki gert mikið á meðan þar sem að Tryggvi var aðalhlutverkið í myndinni.
Breki má nú eiga það að hann sá um það að taka upp og þar að leiðandi klippa, sem var bara fínt og Anna sá um hljóðið :)
Myndin varð síðan bara mjög súr hjá okkur, en við vorum alveg ágætlega ánægð með afraksturinn og skemmtum okkur bara nokkuð vel. :D


1 comment:

Siggi Palli said...

3 stig.

Þetta var bara ansi fín mynd hjá ykkur. Margt mjög vel gert. Þú þarft samt kannski aðeins meiri æfingu í að leika lík...