Hefði kannski átt að blogg um þessa mynd fyrir löngu þar sem að það eru alveg heilar 3 vikur síðan ég sá hana og því er hún ekkert alltof fersk í minni mínu.
En hér eru mín ummæli:
En hér eru mín ummæli:
Þegar ég var á myndinni var ég búin að gleyma að þau væru semí að spinna, en þá hefði ég örugglega horft aðeins öðruvísi á myndina ef ég hefði munað það. Mér finnst það mjög góð hugmynd og flott hvernig það var framkvæmt. Ég þyrfti eiginlega að sjá myndina aftur með spunann í huga. Einnig gaman að vita það að allir leikararnir héldu að Hafsteinn (minnir það nafn) væri sálfræðingur en svo ákvað hann að hann væri sagnfræðingur. Það er líka merkilegt að Nanna Kristín hafi verið að tilkynna í alvöru í fyrsta skiptið að hún væri ólétt.
Myndin var ágætis skemmtun en eins og Siggi Palli sagði í sinni færslu þá var hún ekkert meistaraverk og skildi ekkert mjög mikið eftir sig.
Hún var líka alveg frábrugðin flestum öðrum íslenskum myndum, þar sem að það var engin nekt né engar svefnherbergissenur sýndar eins og er í flest öllum íslenskum myndum. Kannski er útskýringin á því að þetta er grínmynd. Karakterarnir voru mjög sniðugir og kannaðist maður við allar týpurnar í myndinni úr alls konar áttum.
Ég las að myndin er tilnefnd til Sutherland verðlauna í London og hafi verið sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Það eru nú mjög góðar fréttir fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. :D
Gaman að´essu..
Hún var líka alveg frábrugðin flestum öðrum íslenskum myndum, þar sem að það var engin nekt né engar svefnherbergissenur sýndar eins og er í flest öllum íslenskum myndum. Kannski er útskýringin á því að þetta er grínmynd. Karakterarnir voru mjög sniðugir og kannaðist maður við allar týpurnar í myndinni úr alls konar áttum.
Ég las að myndin er tilnefnd til Sutherland verðlauna í London og hafi verið sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Það eru nú mjög góðar fréttir fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. :D
Gaman að´essu..
1 comment:
Ágætis færsla. 4 stig.
Post a Comment