
Jæja..þar sem að það er mjög langt síðan að ég hef séð einhverja góða bíómynd(fyrir utan John Tucker must die sem ég sá um daginn;)) , og það er líka eilífð síðan ég fór í bíó...þá datt mér samt í hug að blogga aðeins um þessa mynd. En bloggið mitt er samt búið að vera mjög fátæklegt síðustu vikur..en ok..
Hors de prix er frönsk mynd frá árinu 2006 með Audrey Tautou í aðalhlutverki.
Ég ætla ekki að fara að rekja söguþráðinn hérna, eins og ég geri svo oft heldur bara segja smá um hvað myndin fjallar.
Audrey Tautou leikur unga konu, Iréne, sem deitar bara mjög mjög ríka gaura og fer á milli þeirra í þeirri von að einhver þeirra vilji giftast henni og á meðan hún deitar þá þá reynir hún að ná sem mestu úr þeim. Fær peninga frá þeim til þess að kaupa sér hátískuföt og borðar bara dýrasta matinn á veitingastöðum og býr eiginlega bara á mismunandi hótelum, ókeypis. Hún kynnist Jean, barþjóni á hóteli. Hann lýgur því fyrst að hann sé ríkur en síðan kemst hún að því að hann er bara barþjónn og á enga peninga, og það er ekki nógu gott fyrir hana. En auðvitað, eins og í öllum góðum bíómyndum og lífinu sjálfu þá fer hún að falla fyrir honum sem líður á myndina. En hún er svo þrjósk og vill svo mikið eiga mikið af peningum að hún þykist ekki finna neitt til hans í langan tíma. En Jean gefst ekki upp og er tilbúinn til að gera allt fyrir hana. Í endann áttar hún sig síðan á því að hún vilji vera með honum, en hún áttar sig ekki á því á neinn væminn og dramatískan hátt, heldur bara mjög rómantískan og franskan hátt...?!? já ??
Það var eitthvað við þessa mynd sem gerði það að verkum að ég skipti ekki um stöð þegar ég rakst óvart á þ

Ég veit ekki hvort einhver sem hefur ekki séð þessa mynd botnar eitthvað í þessu sem ég er að reyna að koma frá mér hérna..en ég býst við að fáir hafi séð þessa mynd. En mig langaði samt bara að skrifa aðeins um hana og segja að Audrey Tautou leikur ekki aðeins mjög vel í þessari mynd, heldur er hún svo glæsileg og ótrúlega flott! Það var alveg sama í hverju hún var, hún leit alltaf stórglæsilega út!! :D

"I want to dress as if 'Corks never stop popping, every room has a view, and women are dressed to dazzle' - quote úr myndinni sem Iréne segir, þýtt á ensku.
Au revoir !
Au revoir !
1 comment:
Fín færsla. 6 stig.
Post a Comment