Sunday, March 29, 2009

Cutting Edge..

Hæ! Ég ætla að henda inn hérna tveimur bloggum!
Hope u enjoy..


Cutting Edge !

Myndin sem Siggi Palli sýndi á einn góðann föstudag var Cutting Edge. Myndin segir frá klippingu í bíómyndum og hversu mikilvæg klipping er og hversu miklu hún getur breytt.
Myndin einkenndist af viðtölum við hina og þessa leikstjóra sem hafa leikstýrt frægum klassískum myndum, eins og Matrix, xXx, Kill Bill, Star Wars og fl.. Ég hef ekki séð margar af þessum myndum sem nefndar voru, en ég veit auðvitað hverjar þær eru. ;) Síðan voru teknir á tal klipparar og ég verð að viðurkenna að áður fyrr þá vissi ég mjög takmarkað um starf klippara og áður en ég byrjaði í þessu fagi vissi ég ekki neitt! En nú er ég aðeins fróðari um þetta starf. Það sem var áhugavert var að klippari hefur mjög mikil völd og ræður mjög miklu um hvernig lokaútgáfa myndarinnar verður. Hann vinnur einnig mjög náið með leikstjóranum og mig minnir að Quintin Tarantino og Sally Menke, sem klippti Pulp Fiction unnu saman mjög náið í 8 mánuði og segir það okkur að þetta er mikil þolinmæðisvinna. Ok man ekki hvað pointið mitt var þarna..en ok...
Það var áhugavert að sjá Walter Murch við störf og er hann augljóslega mikill sérvitringur og mikill nákvæmnismaður, enda er það eitthvað sem þú þarft að vera til að klippa heila bíómynd. Eins og það að hann hafi þurft að pæla í hverju einasta smáatriði sem var að gerast í einhverju skoti sem hann var að klippa. Mig minnir líka að hann hafi sagt að hann fari aldrei “on set” þar sem verið er að taka um bíómyndina og það er mjög áhugavert.
Og eins og ég og Birta töluðum um eftir myndina þá fannst okkur áhugavert að þetta starf hafi upphaflega verið konu-starf og litið á það eins og að prjóna og sauma og e-ð. En í dag held ég að þetta sé álitið meira karlmanns-starf þótt að auðvitað séu einhverjar konur að klippa í dag. Og mér finnst mjög skrýtið að t.d. kona hafi klippt Pulp Fiction, ég veit ekki einu sinni af hverju mér finnst það skrýtið..en það hlýtur að segja manni að þetta starf sé aðallega tengt við menn. En já yfir heildina séð þá var þessi mynd alveg mjög fræðandi og held ég að mjög fáir viti eitthvað um klippara starfið og þessi mynd alveg mjög tilvalin til að fræða fólk um þetta starf, sem hefur alltaf verið svolítið leyndardómsfullt og almenningur veit mjög takmarkað um.
Jæja veit ekki hvað ég get meira sagt um þessa mynd so that´s it !









Educating Rita
Þessa mynd sá ég eitt gott kvöld með foreldrum mínum. Þetta er ekki venjulega myndin sem ég hefði valið, en pabbi valdi hana og sagði að hún væri góð, þannig að ég ákvað að horfa á hana með þeim. Gaman að því.
Myndin er frá árinu 1983 og með aðalhlutverk fara Michael Caine og Julie Walters. Myndin var á sínum tíma tilnefnd til 5 óskarsverðalauna og vann einhver BAFTA verðalun. En ég ætla að reyna að segja frá því í stuttu máli um hvað myndin fjallar.
Susan (Julie Walters) eða Rita eins og hún vill láta kalla sig er 26 ára og er hárgreiðsludama. Hún er búin að vera gift í 6 ár Denny og honum finnst eðlilegast að þau eigi að fara að eignast barn og pressar mikið á Ritu að koma barni í heiminn. Rita hefur aldrei hlotið neina menntun og vill gera eitthvað í því og fer því í “Open University” og fer í einkakennslu hjá Dr. Frank Bryant (leikinn af Michael Caine). Hann kennir enskar bókmenntir og umgengst bara menntafólk sem talar ekki um annað en myndhverfingar og ljóð eftir John Milton. Honum finnst sopinn kannski aðeins of góður og á oft erfitt með að temja sig þegar viský er nálægt. En þegar hann kynnist Ritu, í sínum litskrúðugu fötum, með sinn “low-class” hreim og með önnur svör heldur en nemendur hans í skólanum þá fer hann að sjá menntun í öðru ljósi. Það sem Rita vill er að geta lært, geta lesið erfitt ljóð og túlkað það og geta skilið það eins og hinir nemendurnir hans.
Það gengur erfiðlega hjá Ritu fyrst og vill Denny ekki að hún læri, og þá sérstaklega ekki heima. Þegar Denny kemst síðan að því að eftir að Rita hafi sagst ekki vera á pillunni í 6 mánuði þá var hún samt á henni og þess vegna varð hún aldrei ólétt þá vill Denny annað hvort að hún hætti í náminu og verði ólétt eða að þau skilji. Rita kýs seinni valkostinn af því að hana langar ekki í barn á þessum tímapunkti í lífinu, hún vill einbeita sér að sjálfri sér, hana langar til að breytast.
Eftir að hafa kennt Ritu í einhvern tíma þá fara þau að eyða miklum tíma saman og þegar Rita fer í sumarskóla eitthvert annað þá skrifar hún honum bréf á hverjum degi. En þegar hún kemur heim úr sumarskólanum þá finnur Frank fyrir því að hún hafi lært mjög mikið og finnst honum eins og hann geti ekki kennt henni eins og áður. Og með tímanum sem líður þá fjarlægist hún hann og líf hennar fer upp á við en hans niður á við.



Í lok myndar er hún orðin svipuð nemendunum sem hann kennir og markmiði hennar náð, hún kann að túlka erfið ljóð og kann öll réttu svörinn, hún hefur s.s. breyst mjög mikið og Frank saknar þess að hún sé ekki eins og hún var fyrst, en hún segist hafa viljað breytast og það gerði hún.
Það sem mér fannst gott við þessa mynd er að alla myndina hélt ég að þau myndi eiga í ástarsambandi, en það gerðist aldrei og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með það og ég held að í flestum myndum í dag myndu þau eiga í sambandi. Mér finnst líka Julie Walters vera mjög mjög góð leikkona og ég elska hreiminn hennar í þessari mynd og karakterinn hennar hún setti sér markmið og stóðst það. :D

En já alveg ágæt mynd, frekar hæg en lætur mann samt ekki leiðast, sem er alltaf kostur.


Peace out, Íris xoxo

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 7 stig.