Jæja...seinasti séns til að blogga (að eilífu) og ég ætla að nýta mér tækifærið og blogga um mynd sem ég sá fyrir einhverjum vikum.
Myndin er frá 1994 og byggð á smásögu eftir Stephen King og gerist að mestu leyti í Shawshank fangelsinu í Maine fylki í Bandaríkjunum yfir 2-3 áratugi. Segir frá Andy Dufresne bankastarfsmanni sem er dæmdur fyrir morðið á eiginkonu og elskhuga hennar. Við fáum þau skýru skilaboð strax að Andy sé saklaus af þessu ódæðisverki.
Þegar Andy kemur í fangelsið hittir hann m.a. Red sem er lífstíðarfangi og aðalareddari í fangeslinu og tekst með þeim vinátta. Red hafði í byrjun litla trú á Andy en smám saman áttar hann sig á að það er mikið spunnið í Andy. Andy kemur sér í þá stöðu að sjá um skattamál ýmissa fanga og fangavarða og alfarið fjármál fangelsisstjórans sem er algjör “s.o.b”. eins og fangelsisstjórar í öllum fangelsismyndum. Það er farið illa með Andy en hann á síðasta orðið. Í ljós kemur að hann hefur í tuttugu ár verið að grafa göng með litlum hamri og skeið inni í klefanum sínum án þess að nokkur vissi og einn góðan veðurdag lætur hann til skarar skríða og lætur sig hverfa. Hann er búinn að koma því þannig fyrir að hann getur tekið út af reikningum fangelsisstjórans stórar fjárhæðir og um leið búinn að koma því þannig fyrir að pottþéttar sannanir eru fyrir fjármálasvindi hjá fangelsisstjóranum og hann grípur til þess ráðs að fremja sjálfsmorð. En Andy lætur draum sem hann hefur sagt Red frá rætast um að setjast að við Kyrrahafsströnd Mexico og hefur komið því þannig fyrir að þegar Red losnar úr fangelsi skömmu eftir að Andy er flúinn á hann peninga til þess að komast til Mehíkó! og hitta vin sinn og er endirinn einstaklega hjartnæmur og sýnir vel hversu sterk vinátta þeirra var og sönn.
Þetta er verulega sterk mynd, vel leikin af Tim Robbins og Morgan Freeman sem Andy og Red og reyndar standa flestir leikarar sig vel. Það virkar mjög vel í þessari mynd að hafa Morgan Freeman sem sögumann cuz his voice is cool! Þetta er mynd sem maður sér oft á ýmsum topp 100 listum yfir bestu myndir allra tíma m.a. nr. 1 af 250 myndum á IMDB en þetta er náttúrulega “mainstream” mynd.
Í þessu tilfelli eru góðir gæjar (fangarnir) og vondir kallar (fangaverðir). Er einhver message í myndinni eða er hún pointless?
Nú eins og Andy segir “Fear can hold you prisoner. Hope can set you free” (Nei ég mundi þetta ekki, heldur sá þetta á netinu). Hann gaf aldrei upp vonina sem er náttúrulega það auðveldasta í fangelsi með lífstíðardóm á þér. Ein magnaðasta setning myndarinnar er líka “Get busy living, or get busy dying”. Hann hafði líka þau áhrif á Red að þegar hann losnaði út þá náði hann sér út úr vonleysinu sem heltist yfir þennan fanga, sem hafði setið inni í 30 ár +, þegar hann kom út í samfélagið og varð skíthræddur þar sem hann var búinn að gleyma hvernig ætti að lifa nema innan veggja fangelsins. Eins og í myndinni er sýnt þegar gaurinn sem sá um bókasafnið í fangelsinu var sleppt út eftir 40 + ár. Hann kunni ekki lengur að lifa í venjulegu samfélagi og vildi bara fara “heim” aftur þar sem hann kunni á hlutina. Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei pælt í því hvernig föngum líður eftir svona langan tíma í fangelsi og svo að koma út og vera aftur meðal fólks og vera sjálfstæður. Í þessu atriði virkilega fann maður að þetta var erfitt fyrir hann og sýnir það kannski líka að þetta sé mjög góð mynd fyrst að innlifunin var svona mikil.
Mér fannst samtölin góð í myndinni og djúp líka...og söguþráðurinn var það áhugaverður að þótt að hún sé löng (140mín) þá leiðist þér ekki. Ég mæli með þessari fyrir þá sem hafa gaman að smá fanga-thriller !!
Bæ ! :D